Dómkirkjan

 

Ungdóm þriðjudagskvöldið 9. september í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Nú er Ungdóm að fara aftur í gang eftir langt sumarfrí. Við höfum safnað kröftum og skelt í flotta dagskrá fyrir komandi haust og lofum því að gefa ekkert eftir hvað varðar hressleika og metnað. Í haust verða samverurnar vikulega á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 og nýjum fermingarbörnum er boðið að vera með.
Við munum taka vel á móti unglingunum þriðjudagskvöldið 9. september og bjóðum upp á pókó og missti-stig. Við vonumst til að sjá sem flest að nýju og treystum á að þið hvetjið unglingana ykkar að halda áfram í starfi kirkjunnar!
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón

Nánari upplýsingar og fréttir er að finna:

á http://www.ungdomkirkjan.wordpress.com/
í hópnum Ungdóm á Facebook
ung0dom á Instagram

8. september – Pókó og missti-stig
15. september – Mission Impossible
22. september – Mafíukvöld
29. september – Actionary-kvöld
13. október – Jól í skókassa
20. október – Undirbúningur fyrir Landsmót
24.-26. október – Landsmót ÆSKÞ á Hvammstanga.
27. október – Skautar
28. október – Hrekkjavökupartí
3. nóvember – Söfnun fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar
10. nóvember – Spilakvöld
17. nóvember – Bíó: Dumb and Dumber To
24. nóvember – Listakvöld
8. desember – Litlu-jól

Unglingastarfið
Unglingastarf Dómkirkjunnar er fyrir alla unglinga í 8. – 10. bekk. Samverur eru á mánudögum kl. 19:30 – 21:00 á lofti safnaðarheimilis Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.
UNGDÓM-samverurnar eru samblanda af skemmtilegum leikjum og viðburðum, lífsleikni, fræðslu og hugleiðingum. Unglingarnir fá tækifæri að kynnast sjálfum sér, öðrum og trúnni betur.

Nánari upplýsingar og auglýsingar í haust í Facebook hópnum: UNGDÓM
eða á:
www.ungdomkirkjan.wordpress.com

bestu kveðjur

Ólafur Jón Magnússon
s. 616 6152
olafurjm@gmail.com

Sigurður Jón Sveinsson
S. 8972529
Siggijon91@gmail.com

UNGDÓM
ungdomkirkjan.wordpress.com
Unglingastarf Dómkirkjunnar

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2014 kl. 0.33

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS