Dómkirkjan

 

Presta-og djáknavígsla sunnudaginn 14. september kl. 14

Þrír guðfræðingar og þrír djáknakandídatar verða vígðir til prests- og djáknaþjónustu á sunnudaginn kemur. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 14.

Vígð verða:

  • Davíð Þór Jónsson til þjónustu sem héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi
  • Ólöf Margrét Snorradóttir til prestsþjónustu í Egilsstaðaprestakalli
  • Sveinn Alfreðsson til prestsþjónustu í Lindaprestakalli
  • Dóra Sólrún Kristinsdóttir til djáknaþjónustu í Langholtsprestakalli
  • Linda Jóhannsdóttir til djáknaþjónustu í Ásprestakalli
  • Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir til djáknaþjónustu í Glerárprestakalli

Vígsluvottar verða sr. Sigurður Jónsson, sr. Davíð Baldursson, sr. Lára G. Oddsdóttir, sr. Þorgeir Arason, sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. María Guðrún Gunnlaugsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Rut G. Magnúsdóttir, djákni. Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari.  Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2014 kl. 22.27

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS