Dómkirkjan

 

Sumartónleikar hjá Borgarkórnum

í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 20. maí kl. 20:00

Sérstakir gestir: Hinsegin kórinn

 Miðaverð aðeins kr. 1.000.

(Erum ekki með posa)

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2014

Nýtt bindi sögu Dómkirkjunnar væntanlegt.

Senn kemur út Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.  I Byggingasagan og II Í iðu þjóðlífs eftir sr. Þóri Stephensen fyrrum dómkirkjuprest komu út í einu bindi á 200 ára afmæli kirkjunnar 1996. Tíminn sem síðan er liðinn hefur verið mjög viðburðarríkur, framkvæmdir og breytingar hafa orðið  sem nauðsynlegt var talið að gera skil.
Í  væntanlegri bók verður þó áherslan fyrst og fremst á starfinu í Dómkirkjunni  og á vegum safnaðar hennar. Margt fólk hefur komið að þar við sögu og er sjálfsagt að hlut þess séu gerð skil, svo mjög sem allt það sem fram hefur farið hefur byggst á framlagi þess.
Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum er 154 blaðsíður í pappírskilju, ríkulega prýdd myndum og kemur út í áskrift í júní byrjun og verða eintök númeruð eftir því sem áskriftarbeiðnir berast. Pantanir skulu berast í tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma hjá kirkjuverði 520-9700. Eintakið mun kosta 5.000 krónur og greiðist fyrir 1. júní og verður svo sent heim.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Norsk messa á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí

Norsk messa laugardaginn 17 maí kl.13:45 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. organisti er Kári Þormar, norskur kór syngur. Verið  hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Séra Anna Sigríður prédikar sunnudaginn 18. maí

Á sunnudaginn er messa kl. 11 séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Opna húsið á morgun, fimmtudag og dagsferðin verður farin miðvikudaginn 21. maí

Á morgun, fimmtudag er Opna húsið í safnaðarheimilinu frá kl. 13:30-15:30. Gott með kaffinu og góð samvera. Við ætlum að ljúka vetrarstarfinu með dagsferð miðvikudaginn 21. maí. Séra Karl Sigurbjörnsson verður fararstjóri, nánar auglýst síðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/5 2014

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag.

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag kl. 12 :10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2014

Nú er barna-og unglingastarf Dómkirkjunnar komið í sumarfrí. Við erum lánsöm með okkar góðu æskulýðsleiðtoga þá Ólaf Jón og Sigurð Jón. Þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til byrja aftur af krafti í haust með fræðandi og skemmtilegt starf. Hér má sjá þá félaga með formanni sóknarnefndar Marinó Þorsteinssyni, Kristínu Rut og Áslaugu Dóru.

Formaðurinn góði 026.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2014

Ungdóm kl. 13 í safnaðarheimilinu á morgun, sunnudag.

Á morgun sunnudag verður síðasta samvera Ungdóm í vor. Við ætlum að hittast í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 13 og skunda saman útí Hljómskálagarð, fara þar í leiki, t.d. ultimate frisbee og kubb. Dagskrá lýkur um 14:30. Það er spáð góðu veðri og stefnir í mikið stuð. Við vonumst til að sjá sem flesta unglinga.
Ungdóm-samverurnar hefjast aftur í september og við vonumst til að sjá sem flesta unglinga halda áfram að mæta í Ungdóm næsta haust, við munum að minnsta kosti halda áfram að halda úti öflugu æskulýðsstarfi 
Hér koma nokkrar myndir frá því Ungdómhópurinn gisti í safnaðarheimilinu í vor, mikVhTuVKW2-q48ILUOF7Yz3kIdGwwFguJJAxcgSi3wiv8ið fjör og gaman.hxjChSFxBXIUnZDCKKhEHEevcvFQpGJK6XYlgyDaUDU WOZZUIdI6_EFWAmwJcGfFG2ACCSquXOC4Ge_OODasK4-2 z9iRdWi-I9WRDEth2wrRnQfny98LtNJ62CdCbVhGRls-1 SM87txhG54OL3nZu7ZBpfO8NVCtAeEBp0qxSyPTrc6s kAwu3u0Po5aftgLF37MfCrwepemKoMNxAoVnIgWtb0o

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2014

Barnastarfið á kirkjuloftinu á mæðradaginn 11. maí kl.11.

Messa kl.11 á mæðradaginn 11 maí. Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Síðasta samveran í barnastarfinu á þessu vori. Það er líf og fjör í barnastarfinu hjá þeim Óla Jóni og Sigga Jóni. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 9/5 2014

Loksins, loksins er komið að samveru á fimmtudegi, eftir alla fimmtudagsfrídagana. Hlökkum til að sjá ykkur í dag í Lækjargötunni. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Gott með kaffinu eins og alltaf.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...