Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 26. janúar messa k.11 og Kolaportsmessa kl.14

Messa kl. 11 sr.Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Átthagafélags Standamanna syngur stjórnandi Ágota. Organisti Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Kolaportsmessa kl. 14 sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna. Margrét og Þorvaldur Halldórsson sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/1 2014

Syngjandi glöð á fimmtudegi

Það verður líf og fjör á morgun í opna húsinu, þá ætla sr. Karl og Kári organisti að kæta geð okkar með orðum og söng. Fjöldasöngur og ljúffengar veitingar hjá Dagbjörtu.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2014

Góður félagsskapur

Góður félagsskapur

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2014

Sr. Hjálmar biður fyrir góðar kveðjur

Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur er í veikindaleyfi til 1. mars. Hann er á góðum batavegi og biður fyrir góðar kveðjur. Hjálmar kemur tvíefldur til leiks með hækkandi sól og sendum við honum bestu óskir um áframhaldandi góðan bata.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2014

Bæna- og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10-12:30.

Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup leiðir bænastundina á morgun 21. janúar.
Að bænastund lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Góð samvera með góðu fólki, verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014

Það er gaman í opna húsinu á fimmtudögum.

Oona húsið með sr. Karli 003

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014

Prjónakaffi þriðjudagskvöldið 28. janúar kl.19:00.

Nú er komið að því, prjónakaffi á nýju ári þriðjudagskvöldið 28. janúar kl. 19:00.
Súpa og kaffi á góðu verði.
Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman ;-)
Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2014

Messa sunnudaginn 19. janúar kl. 11 og æðruleysismessa kl. 20

Sunnudaginn, 19. janúar messa kl. 11 sr Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Ólafs Jóns. Fermingarbörn og foreldrum/forráðamönnum þeirra sérstaklega boðin. Börnin munu taka virkan þátt í messunni, taka á móti kirkjugestum og lesa lestra dagsins. Eftir messu verður fundur með fermingarbörnunum og foreldrum í safnaðarheimilinu Þar verður rætt um væntanlegar fermingar og málefni unglinganna og séra Anna Sigríður Pálsdóttir, mun fjalla um meðvirkni.

Æðruleysismessa kl. 20 sr Anna Sigríður og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2014

Minningarkort Dómkirkjunnar

Það er hægt að panta minningarkort Líknarsjóðs Dómkirkjunnar með því að hringja í síma 520-9700.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/1 2014

Opna húsið á morgun, fimmtudag kl. 13:30 – 15:30.

Það verður kátt í safnaðarheimilinu á morgun fimmtudag þegar Opna húsið byrjar aftur eftir jólafrí, vinafundur á nýju ári.
Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að segja okkur áhugaverðar og skemmtilegar sögur. Daddý verður með eitthvað gómsætt með kaffinu, allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS