Dómkirkjan

 

Tónleikar á föstudag 19. ágúst kl. 15

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2016

Við bjóðum ykkur velkomin á ljúfa kvöldtóna á Menningarnótt í Dómkirkjunni í Reykjavík kl 20:30. Á efnisskránni verða sönglög og aríur úr ýmsum áttum. Fram koma: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari Fjölnir Ólafsson barítón og aðrir góðir gestir Allir hjartanlega velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2016

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 14. ágúst kl. 11. Félagar úr Dómkórnum syngja. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/8 2016

Kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag, samvera og matur í safnaðarheimilinu á eftir. Athugið Bach tónleikarnir falla niður í kvöld, en Ólafur Elíasson mætir næsta þriðjudagskvöld og leikur Bach af sinni alkunnu snilld.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/8 2016

Fermingarfræðsla vetrarins 2016-2017 hefst með messu þann 4. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni. Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár en hins vegar munum við hittast vikulega í vetur. Að öllum líkindum fer kennslan fram eftir skóla á miðvikudögum, en það verður þó kannað á haustfundinum hvort sá tími hentar börnunum best. Fermt verður á pálmasunnudag, skírdag og hvítasunnu en þeir hátíðisdagar falla á 9. apríl, 13. apríl og 4. júní. Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu domkirkjan@domkirkjan.is Við hlökkum til að hitta ykkur í haust. Með góðri kveðju Hjálmar Jónsson Karl Sigurbjörnsson Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2016

Athugið að Bach tónleikarnir falla niður nk. þriðjudagskvöld, þann 9. ágúst. En þann 16. ágúst verður Ólafur Elíasson mættur aftur til leiks með tónleika kl. 20:30-21.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2016

Hjartanlega velkomin á kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.30-21.00

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2016

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup. Dómkórinn syngur og Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 31. júlí, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Douglas. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2016

Sönghópurinn Fjárlaganefndin verður með tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, föstudag kl. 20.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS