Dómkirkjan

 

Messa 4. maí kl.11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag.

Kyrrðarbæn í dag í safnaðarheimilinu kl. 17:30, Lækjargötu 14a. Centering Prayer byggir á aldagamalli hefð sem síðan var endurvakin upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2014

Bænastund í hádeginu og Kammerkór Dómkirkjunnar með vortónleika í kvöld.

Velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag. Byrjar 12:10, að henni lokinni er gómsætt kjúklingasalat og kaffi í safnaðarheimilinu. Kammerkór Dómkirkjunnar heldur vortónleika í Dómkirkjunni í  kvöld 29.apríl kl. 20.
Á dagskránni verða íslensk lög og sálmar, stjórnandi er Kári Þormar
Aðgangur ókeypis
The Reykjavik Cathedral Chamber choir sings Icelandic hymns and songs at Dómkirkjan on April 29th.
Conductor: Kári Þormar.
Admission Free
Der Kammerchor singt Hymne und isländische Lieder in der Reykjavík Dom am
Dienstag, 29. April. um 20 Uhr. Dirigent: Kári Þormar.
Eintritt frei
Le Choeur de chambre de la Cathédrale de Reykjavík organise un concert de printemps le
mardi 29 Avril à 20:00 dans la Cathédrale. Au programme chants islandais et psaumes.
Concert gratuit

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2014

Ungdóm í kvöld, kveðja frá Óla Jóni og Sigga Jóni

Við viljum byrja að óska þeim sem hafa fermst og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og Guðs blessunar. Vonandi nutu þið öll páskanna, fenguð tækifæri til að hugleiða merkingu þeirra, og borðuðuð glás af páskaeggjum
Í kvöld 28. apríl kl. 19:30, ætlum við að bjóða uppá skemmtilega útileiki við safnaðarheimilið: Pókó, Missti-stig o.fl. Ef veðrið svíkur okkur þá færum við okkur inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2014

Kammerkór Dómkirkjunnar með vortónleika þriðjudaginn 29. apríl kl. 20

10258820_656708977738585_2736820728375619807_n

Kammerkór Dómkirkjunnar heldur vortónleika í Dómkirkjunni þriðjudaginn 29.apríl kl.20.
Á dagskránni verða íslensk lög og sálmar.
Stjórnandi er Kári Þormar.

Aðgangur ókeypis.

Hjartanlega velkomin

The Reykjavik Cathedral Chamber choir will sing Icelandic hymns and songs at Dómkirkjan on April 29th.
Conductor: Kári Þormar.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2014

Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og biskup Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að styrkja tengslin milli deildarinnar og þjóðkirkjunnar. Markmið samstarfsins er að efla starfsmenntun verðandi þjóna kirkjunnar. Samningurinn var undirritaður á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni. Hann gildir frá 1. júlí næstkomandi og er til þriggja ára. Það voru frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar sem skrifuðu undir samninginn.

IMG_1066

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2014

Gleðilegt sumar gott fólk. Vetur kvaddi okkur með dásamlegu veðri, sólin baðaði hauð og haf með geislum sínum og mannlífið blómstraði í miðbænum.

Á sunnudaginn verður messa kl. 11 þar sem séra Hjálmar Jónsson prédikar, organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Kl.14 er Kolaportsmessa þar munu sr. Hjálmar, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Erla Björk þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét syngja. Kl. 20 er æðruleysismessa í Dómkirkjnni, séra Anna Sigríður prédikar og sr. Karl Matthíasson þjónar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur og Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 24/4 2014

Helgi Skúli, Ágústa og Dagbjört.

024

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17:30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Opna húsið verður næst fimmtudaginn 8. maí

Opna húsið verður ekki á sumardaginn fyrsta né 1. maí. Sjáumst 8. maí og minni á sumarferðina sem  farin verður 22. maí

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...