Dómkirkjan

 

Hamingjuóskir til ykkar!

útskrift 2017

Brautskráning úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar fer fram einu sinni á ári. Á þessu námssári hafa tíu prestssefni og fimm djáknaefni lokið henni, þar af einn hjá Hvítasunnukirkjunni. Allir nemendur við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands sem hyggjast á starf í kirkjunni ber skylda til að taka starfsþjálfun en í henni felst m.a. persónuleikapróf, kyrrðardagar og þjálfun í söfnuði. Eftir að þjálfun lýkur og nemandi hefur brautskráðst frá HÍ öðlast hann embættisgengi.

Á myndinni má sjá þau, sem af þessu tilefni, tóku þátt í útskriftarathöfn í Dómkirkjunni 27. júní sl. ásamt frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands.

Þau sem luku starfsþjálfuninni 2016-2017 eru eftirfarandi:

Mag.theol. Aldís Rut Gísladóttir, mag. theol. Henning Emil Magnússon, mag.theol. Jarþrúður Árnadóttir, mag. theol. Jónína Ólafsdóttir, mag. theol. Kristján Arason, mag. theol. Sigfús Jónasson, mag. theol. Sindri Geir Óskarsson, mag. theol. Sóley Herborg Skúladóttir, mag. theol. Stefanía Steinsdóttir og mag. theol. Þuríður Björg W. Árnadóttir. Og djáknakandídatarnir Dagbjört Eiríksdóttir (Hvítasunnukirkjunni), Daníel Ágúst Gautason, Valdís Ólöf Jónsdóttir, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Rósa Ólöf Ólafíudóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2017 kl. 17.03

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS