Dómkirkjan

 

Tónleikar 26. júní kl. 20:00

18987325_1801236973226639_797784355_o

ChildrenSong of New Jersey er bandarískur æskulýðskór á tónleikaferðalagi sem mun halda tónleika í Dómkirkju Reykjavíkur mánudaginn 26. júní kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Kórinn tók nýlega þátt í hinni alþjóðlegu Alta Pusteria kórahátíð á Ítalíu. Þar fluttu kórar efnisskrá sína daglega fyrir gesti og gangandi vítt og breitt um suður Týról.

Æskulýðskórinn mun syngja lög frá miðöldum og endurreisnartímanum. Þar að auki syngja þau gospellagið “City Called Heaven” og vinsæla dægurlagið “Over the Rainbow” við ukulele-undirleik.

Markmið kórsins er að gefa ungum söngvurum tækifæri á raddþjálfun og sviðsframkomu sem þeir annars hefðu ekki tækifæri til vegna fjárhagstöðu eða námsvals.


In english:

ChildrenSong of New Jersey, a community youth chorus traveling on tour from New Jersey will present a concert at Dómkirkjan í Reykjavík on Monday 26 June at 20:00. Admission is free. ChildrenSong recently participated in the Alta Pusteria International Choir Festival in Italy.  Participating choirs performed throughout the South Tyrol valley presenting concerts daily for local audiences.

The youth choir will sing a cappella songs from the Medieval and Renaissance eras. They will also sing a gospel song, “City Called Heaven” and a contemporary song, “Over the Rainbow” which will be performed with ukulele.

The choir’s mission is to provide vocal study and performance experiences to young singers who may not have access due to financial hardship or circumstances of their schooling.

19021622_1801234999893503_656626201_n

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2017 kl. 12.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS