Dómkirkjan

 

Á morgun kveikjum við á Betlehemkertinu. Messur kl. 11, 14 og 20. Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson,biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Eygló Rut og Oddur Björnsson lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Minni á bílastæðin við Alþingi. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson, fallegir jólasálmar, börn eru með atriði, tónlistarfólkið Helgi Snorri, Jon Ingvi Seljeseth, Inge-Maren Fjeldheim, Romain Denuit og Kári Þormar organisti. Klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Friður kirkjunnar, hljómlist og kertaljós og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30. Verið velkomin!

24909573_10155891196890396_3897373749544296230_n

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2017 kl. 1.05

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS