Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson og klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2017 kl. 14.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS