Dómkirkjan

 

Á morgun kveikjum við á Betlehemkertinu. Messur kl. 11, 14 og 20. Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson,biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Eygló Rut og Oddur Björnsson lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Minni á bílastæðin við Alþingi. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson, fallegir jólasálmar, börn eru með atriði, tónlistarfólkið Helgi Snorri, Jon Ingvi Seljeseth, Inge-Maren Fjeldheim, Romain Denuit og Kári Þormar organisti. Klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Friður kirkjunnar, hljómlist og kertaljós og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30. Verið velkomin!

24909573_10155891196890396_3897373749544296230_n

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2017

Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson og klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Ragnar Pétur Jóhannsson syngur einsöng og Ása Ólafsdóttir leikur forspil og eftirspil Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið uppá kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.Sænsk messa kl. 14, sr. Þórhallur Heimisson prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2017

Opna húsið í dag fimmtudag kl. 13.30. Heitt súkkulaði með rjóma og kræsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/11 2017

Sænsk messa sunnudaginn 3. desember kl. 14. Séra Þórhallur Heimisson prédikar og þjónar fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið uppá kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2017

Þrjár ungar dömur á prjónakvöldinu í safnaðarheimilinu, fínt kvöld og gaman að sjá handverkið hennar Arndísar Sigurbjörnsdóttur. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, létt máltíð og kaffi. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00 í kvöld. Opna húsið á fimmtudaginn er það síðasta á þessu ári, þá verður notaleg samvera, heitt súkkulaði með rjóma og smákökum ofl. Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu þá er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Eftir messu er kaffi og smákökur.

24139875_10155905348654555_1957308790_o

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2017

Prjónakvöld, mánudag kl. 19 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Prjónakvöld, mánudag kl. 19 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Léttur kvöldverður, kaffi og sætt með kaffinu. Arndís Sigurbjörnsdóttir kemur og sýnir okkur fallegt jólahandverk. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2017

Æðruleysismessa sunnudaginn 26. nóvember kl. 20. Komið og njótið.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2017

Þessir ungu menn verða með sunnudagaskólann á kirkjuloftinu á sunnudaginn kl. 11 á sama tíma og messan er í Dómkirkjunni. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári stjórnar Dómkórnum og er organisti. Bílastæði við Alþingishúsið. Hlökkum til að sjá ykkur

11947909_10153539505510396_3711711635824316450_o

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...