Dómkirkjan

 

Prjónakvöld Dómkirkjunnar fellur niður í kvöld 27. febrúar. Margir af okkar fastagestum hafa verið í sambandi og komast ekkert vegna ófærðar í íbúðagötum.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2017

GYÐA VALTÝSDÓTTIR – EPICYCLE
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 3. MARS 2017

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00.

Flytjendur á tónleikum:
Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur
Shahzad Ismaily, gítar
Julian Sartorius, trommur
Júlía Mogensen: kristalsglös
Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl.
Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk
Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur
Kórus

Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Platan hefur vakið töluverða athygli og fengið frábæra dóma. Jónas Sen segir t.a.m. frá verkinu Grafskrift Seikilosar í dómi sínum um plötuna sem birtist á visir.is „…sköpuð er tímalaus stemning sem er svo lokkandi að maður hreinlega hverfur inn í aðra veröld.“

Á plötunni fær Gyða til liðs við sig frábæra listamenn á borð við Shahzad Ismaily, Danny Tunick, Hilmar Jensson, Julian Sartorius og Michael York.

„Hér er einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyrir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað.“
Arnar Eggert: mbl.is

„Þetta er gripur sem gefur fyrirheit um betri heim.“
Pétur Grétarsson: ruv.is

Gyða Valtýsdóttir: Epicycle, Kraumsverðlaunin 2016

Gyða Valtýsdóttir: Epicycle tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna: Plata ársins: Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Auk þess að koma fram með sína eigin tónlist, hefur hún samið tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk og leikur reglulega með múm, Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ben Frost, Hilmari Jenssyni, Guy Maddin, Ólöfu Arnalds, Skúla Sverrissyni o.fl.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2017

Vegna ófærðar verður vígslan kl. 17 í dag, ekkert helgihald klukkan 11 í dag í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Prjónakvöld í safnaðarheimilinu, mánudag kl. 19. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góða stund með ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttir vígð til prestsþjónustu Sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 11 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttur til þjónustu prests í Hjallaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða sr. Gísli Jónasson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Páll Ágúst Ólafsson. Sr. Sigfús Kristjánsson lýsir vígslu og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Marta Ragnarsdóttir verður gestur okkar í dag í Opna húsinu, hún ætlar að segja okkur sögur af forfeðrum sínum. Ásta er komin úr sólinni og veisluborðið hennar á sínum stað. Karl biskup les ljóð og e.t.v. koma félagar úr kór Menntaskólans í Reykjavík og syngja nokkur lög fyrir okkur. Góður fimmtudagur framundan, hlökkum til að sjá ykkur. Hér fylgja nokkrar myndir frá liðnum fimmtudögum

IMG_1628

IMG_1626

IMG_1684

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2017

Minnum á opið hús í Safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudag, kl. 13.30. Marta okkar Ragnarsdóttir segir okkur góðar sögur af forfeðrum sínum. Við eigum von á góðum gestum, dýrindis veitingum og skemmtilegu samfélagi, Komdu fagnandi!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2017

Prestvígsla á sunnudaginn kl.11 og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu.

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir Karen Lind Ólafsdóttur til Hjallakirkju. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Dómkórinn og Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2017

Á morgun, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Góður málsverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni, Katrín okkar verður gestakokkur á morgun. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.30 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis inn. Ungdóm er 19.30-21.00 í safnaðarheimilinu á þriðjudagskvöldum, þar hittast fermingarbörnin með æskulýðsleiðt. Steinn Völundur Halldórsson lék á básúnu í messunni í gær og organisti var Kári Þormar, hér eru þeir félagar klárir í messuna.

IMG_1701

IMG_1697

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2017

Æðruleysismessa í kvöld kl. 20. Hér er kveðja frá sr. Karli Matthíassyni.

Þannig er málum háttað að ég mæti í Dómkirkjuna í kvöld kl 20:00 til að tala um hvað Orð Guðs er uppbyggjandi, gleðjandi, seðjandi og sterkt.
Ég hvet þig til að koma. Mjög einlægur og góður maður mun deila með okkur reynslu sinni. Dómkirkjupresturinn sjálur mun fara með bænir, sr Sveinn Valgeirsson. Hinn órúlega yfirvegaði Ástvaldur Traustason mun leika á flygilinn en einning kemur frábær söngkona Myrra Rós Þrastardóttir og Júlíus Björgvinsson leikur undir á hljóðfæri. Þessi messa heitir æðruleysismessa og ertu hjartanlega velkonin(n).

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS