Dómkirkjan

 

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar við messu sunnudaginn 12. mars kl. 11. Sunnudagaskólinn í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2017

Á morgun, miðvikudag er Samtal um trú í safnaðarheimilinu frá kl. 18. Séra Sveinn Valgeirsson fjallar um Lúther og barnafræðsluna. Léttur kvöldverður verður og umræður. Á fimmtudaginn fáum við Björn Jón Bragason sem gest í Opna húsið kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin. Hér eru myndir frá Opna húsinu í síðustu viku. Þökkum þessum góðu gestum fyrir komuna.

IMG_1771 IMG_1777 IMG_1776

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2017

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00. Flytjendur á tónleikum: Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur Shahzad Ismaily, gítar Julian Sartorius, trommur Júlía Mogensen: kristalsglös Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl. Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur Kórus Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Gyða útgáfutónleikargyda-selloAta

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Opna húsið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, fimmtudag kl. 13.30. Verið hjartanlega velkomin Karl biskup les ljóð og gestur okkar er Halla Kjartansdóttir. Veislukaffi hjá Ástu okkar, en hún á afmæli. Dagskráin: 2. mars Halla Kjartansdóttir: Á slóðum hákerlinga – spjall um Hafbókina eftir Morten Ströksnes 9. mars Björn Jón Bragason, segir frá skátahreyfingunni 16. mars Elísabet Brekkan: kjaftasögur af kóngafólki 23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur 30. mars Helgi Skúli Kjartansson 6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins 27. apr Karl Sigurbjörnsson um Geir Vídalín biskup 4. maí Þorvaldur Friðriksson: Jón Indíafari 11. maí Vorferð

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Fjölskyldumessa kl. 11, sunnudaginn 5. mars. Fermingarbörnin taka þátt, sunnudagaskóli, söngur og séra Sveinn og séra Ólafur Jón slá undir á gítara. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum eftir messu með séra Sveini og Karli biskup. Messukaffi, minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2017

Á miðvikudagskvöldum alla föstuna eru námskeið í Safnaðarheimilinu kl. 18 – 21, sem nefnist Samtal um trú. Að þessu sinni verður rætt um Lúther og siðbótina. Fyrsta samveran er á öskudag, 1. mars. Boðið verður upp á léttan málsverð við vægu verði. Fyrirlesarar verða Karl biskup, sr Sveinn, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.

IMG_1756 IMG_1759

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2017

Útgáfutónleikar Gyðu Valtýsdóttur

Gyða útgáfutónleikar gyda-selloAta

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00.

Flytjendur á tónleikum:

Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur

Shahzad Ismaily, gítar

Julian Sartorius, trommur

Júlía Mogensen: kristalsglös

Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl.

Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk

Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur

Kórus

 

Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2017

Prjónakvöld Dómkirkjunnar fellur niður í kvöld 27. febrúar. Margir af okkar fastagestum hafa verið í sambandi og komast ekkert vegna ófærðar í íbúðagötum.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2017

GYÐA VALTÝSDÓTTIR – EPICYCLE
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 3. MARS 2017

Í nóvember í fyrra kom út platan Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur. Útgáfutónleikar hennar verða föstudaginn 3. mars nk. í Dómkirkjunni kl. 21:00.

Flytjendur á tónleikum:
Gyða Valtýsdóttir, selló – söngur
Shahzad Ismaily, gítar
Julian Sartorius, trommur
Júlía Mogensen: kristalsglös
Frank Aarnink: kristalsglös, zithar, slagverk o.fl.
Óli Björn Ólafsson: kristalsglös, slagverk
Kristín Anna og Ásthildur Valtýsdætur, söngur
Kórus

Á plötunni Epicycle má m.a. finna elsta skráða tónverk sögunnar, Grafskrift Seikilosar, en einnig nýrri verk eftir þekkt tónskáld á borð við Messiaen, Prokofiev, Crumb og Schumann. Gyða tekur fyrir hin ýmsu verk sem hafa sérstakt gildi fyrir hana og flytur þau eftir sinni eigin persónulegu túlkun.

Platan hefur vakið töluverða athygli og fengið frábæra dóma. Jónas Sen segir t.a.m. frá verkinu Grafskrift Seikilosar í dómi sínum um plötuna sem birtist á visir.is „…sköpuð er tímalaus stemning sem er svo lokkandi að maður hreinlega hverfur inn í aðra veröld.“

Á plötunni fær Gyða til liðs við sig frábæra listamenn á borð við Shahzad Ismaily, Danny Tunick, Hilmar Jensson, Julian Sartorius og Michael York.

„Hér er einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyrir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað.“
Arnar Eggert: mbl.is

„Þetta er gripur sem gefur fyrirheit um betri heim.“
Pétur Grétarsson: ruv.is

Gyða Valtýsdóttir: Epicycle, Kraumsverðlaunin 2016

Gyða Valtýsdóttir: Epicycle tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna: Plata ársins: Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Auk þess að koma fram með sína eigin tónlist, hefur hún samið tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk og leikur reglulega með múm, Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ben Frost, Hilmari Jenssyni, Guy Maddin, Ólöfu Arnalds, Skúla Sverrissyni o.fl.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2017

Vegna ófærðar verður vígslan kl. 17 í dag, ekkert helgihald klukkan 11 í dag í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS