Dómkirkjan

 

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 9. mars og feðgarnir Björn Alexander og Þorsteinn lesa ritningarlestrana.

Messa kl. 11 fyrsta sunnudag í föstu. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.  Feðgarnir Björn Alexander Þorsteinsson og Þorsteinn Siglaugsson lesa ritningarlestrana, en Björn Alexander fermist nú í vor í Dómkirkjunni. Barnastarfið á kirkjuloftinu, börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2014

Bingó í dag, fimmtudag, Ástbjörn okkar bingóstjórinn.

Bingó á dag, fimmtudag sem Ástbjörn stjórnar. Dagbjört er með kræsingar með kaffinu, Hlökkum til að sjá ykkur.
Opna húsið er frá 13:30-15:30.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2014

Góð vika framundan

Í kvöld, mánudagskvöld ætlar Ungdóm hópurinn að fara í Laser-tag kl. 20 að Salavegi 2, Kópavogi. Herlegheitin fara fram á þar til gerðum velli í kjallara hússins (sama hús og Nettó, nálægt Lindakirkju) og er gegnið inn að norðanverðu. Öll börnin eru hvött til að mæta í fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í. Spilaðir verða tveir leikir og kostar það allt í allt 1500 kr. á mann. Reiknað er með því að dagskrá verði lokið um kl. 21. Mikilvægt er að mæta tímanlega kl. 19:55! Mæting í Kópavog, sniðugt er að sameina í bíla.

Á morgun, þriðjudag  er bænastund í hádeginu sem séra Anna Sigríður leiðir og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni.

Á fimmtudaginn er bingó í opna húsinu sem Ástbjörn okkar stjórnar og góðar kaffiveitingar.

Á sunnudaginn er messa þar sem séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Séra Hjálmar kemur aftur til starfa um miðjan mánuðinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014

Æskulýðsmessa í gær, það var líflegt í kirkjunni í gær. Séra Anna Sigríður, Ólafur Jón og Sigurður Jón fengu alla kirkjugesti til að taka virkan þátt í messunni. Fermingarstúlkur lásu og Kór Menntaskólans í Reykjavík söng undir stjórn Kára Þormar. Að lokinni messu var gott messukaffi í safnaðarheimilinu.

2 mars æskulýðsmessan 0012 mars æskulýðsmessan 0062 mars æskulýðsmessan 003

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014

Sveinn Einarsson

Sveinn Einarsson var með fróðlegan fyrirlestur um Guðmund Kamban leikskáld. Guðmundur var myrtur á frelsisdegi Dana 5. maí 1945. Sveinn gaf út bók um Kamban á síðsta ári og þessi fyrirlestur kveikti áhugann hjá viðstöddum að fræðast meira um líf og störf þessa merka manns.

 

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014

Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur við æskulýðsguðþjónustuna á morgun sunnudaginn 2. mars

Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista við æskulýðsmessu 2. mars kl. 11.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir guðþjónustuna, æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón ásamt fermingarbörnum taka virkan þátt í messunni. Messukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2014

Fullt hús á prjónakvöldi og gleðin við völd.

Það var mikið líf og fjör á prjónakvöldinu í gær, hvert sæti skipað. Yngsti gesturinn þriggja ára og sá elsti á eitt ár í nírætt, ekkert kynslóðabil hér á bæ. Séra Karl sagði hann frá hannyrðum móður sinnar, frú Magneu Þorkelsdóttur sem hefur verið einstaklega listfeng. Magnea saumaði m.a. hökul eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur. Séra Karl sagði góðar og skemmtilegar sögur, fór á kostum.  Þökkum við honum og ykkur öllum sem komu fyrir sérlega gott kvöld

Það var líf og fjör á prjónakvöldinu. séra Karl fór á kostum og mikið hlegið.
Yngsti gesturinn þriggja ára og sá elsti á eitt ár í nírætt, ekkert kynslóðabil hér á bæ. Séra Karl sagði hann frá hannyrðum móður sinnar, frú Magneu Þorkelsdóttur sem hefur verið einstaklega listfeng. Magnea saumaði m.a. hökul eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur. Séra Karl sagði góðar og skemmtilegar sögur.  Þökkum við honum og ykkur öllum sem komu fyrir sérlega gott kvöld

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2014

Það var líf og fjör á prjónakvöldinu í gær

Prjónakaffi sr. Karl 032Prjónakaffi sr. Karl 022Prjónakaffi sr. Karl 033

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2014

Sveinn Einarsson kemur í opna húsið á morgun, fimmtudag.

Sveinn Einarsson, fyrrverandi leikhússtjóri kemur í opna húsið á morgun og segir okkur frá Guðmundi Kamban. Dagbjört sér um að við fáum eitthvað gott með kaffinu. Opna húsið er frá 13:30-15:30.  Það er alltaf notalegt að hittast hérna í fallega safnaðarheimilinu við Tjörnina, hitta gott fólk, fræðast og njóta góðra veitinga. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2014

Bæna-kyrrðarstund í safnaðarheimilinu á morgun.

Bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10. Séra Karl Sigurbjörnsson leiðir stundina. Léttur hádeigisverður að bænastund lokinni.
Athugið að bænastundin verður í safnaðarheimilinu á morgun, ekki í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00

Dagskrá ...