Dómkirkjan

 

Bænastund í hádeginu á morgun þriðjudag kl. 12:10

Bænastund í hádeginu á morgun kl. 12:10-12:30. Góðar veitingar og aðventugleði í safnaðarheimilunu að lokinni bænastundinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2013

Jólatónleikar Dómkórsins

Að kvöldi fimmtudagsins 19. desember býður Dómkórinn til árlegra jólatónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Á efnisskrá má finna þekkt jólalög sem vekja jólaandann í hug og hjarta. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og því tilvalið að ljúka amstri þessa dags með því að njóta tónlistar í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2013

Norsk messa sunnudaginn 15.12 kl. 11 og Æðruleysismessa kl. 20.

Norsk messa sunnudaginn 15. 12 kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Geir Haarde segir frá íslensku og norsku jólahaldi. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Jon Kjell Seljeseth með tónlistaratriði. Æðruleysismessa kl. 20, þar þjóna sr. Hjálmar Jónsson, Karl V. Matthíasson og Sveinn Valgeirsson. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2013

Séra Hjálmar Jónsson með jólahugvekju fimmtudag kl. 14:00

12. desember verður síðasta samveran í Opna húsinu á þessu ári. Sr. Hjálmar ætlar að flytja jólahugvekju og það verður notaleg stund með góðu fólki. Heitt súkkulaði og fínar veitingar.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2013

Jólastemning í hádeginu í dag 11. desember kl. 12:15

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Kristján Kári Bragason píanóleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja tónlist sem tengjast jólum og aðventu á hádegistónleikum.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2013

Jólasöngvar og Ceremony of Carols í kvöld kl. 20:00. Ljúfir tónar á fallegu kvöldi.

Þriðjudaginn 10. desember kl.20 Kvennakór Háskóla Íslands flytur verkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten ásamt hörpuleikarnum Shophie Schoonjans undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Einnig jóla- og aðventulög. Einsöngvarar: Auður Örlygsdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Steinunn G. Ágústsdóttir, Anna Sólveig Árnadóttir og Elísa G. Brynjólfsdóttir. Miðaverð 1.000

Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2013

Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar sunnudaginn 8. des kl. 16

Sunnudaginn 8. desember kl. 16:00
Drengjakór Þorfinnsbræðra, Breiðfirðingakórinn, Kammerkór Reykjavíkur, Karlakórinn Stefnir og Sönghópinn Boudoir. Miðaverð 1.500 Frítt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja, börn undir 12 ára og nemendur tónlistarskóla sem framvísa nemendaskírteini.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/12 2013

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir vígir mag.theol. Pál Ágúst Ólafsson

Sunnudaginn 8. desember nk. kl. 14 mun biskup Íslands vígja, í Dómkirkjunni, mag. theol. Pál Ágúst Ólafsson til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli og héraðsprestsþjónustu í Vesturlandsprófastsdæmi.

Vígsluvottar eru eftirtaldir:
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur Vesturlandsprófatsdæmis, sem lýsir vígslu.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur Háteigskirkju.
Magnea Sverrisdóttir djákni.
Séra Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju.
Sigrún H. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar Búðasóknar Staðastaðarprestakalli.

Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/12 2013

Tónleikar á aðventu í Dómkirkjunni

Tónleikahald á aðventu í Dómkirkjunni

Sunnudaginn 8. desember kl. 16:00
Drengjakór Þorfinnsbræðra, Breiðfirðingakórinn, Kammerkór Reykjavíkur, Karlakórinn Stefnir og Sönghópinn Boudoir. Miðaverð 1.500

Þriðjudaginn 10. desember kl.20 Kvennakór Háskóla Íslands flytur verkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten ásamt hörpuleikarnum Shophie Schoonjans undir stjórn Margrétar Bóasdóttur . Einnig jóla- og aðventulög. Einsöngvarar: Auður Örlygsdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Steinunn G. Ágústsdóttir, Anna Sólveig Árnadóttir og Elísa G. Brynjólfsdóttir. Miðaverð 1.000

Miðvikudaginn 11. desember kl. 12:15, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Kristján Kári Bragason píanóleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja tónlist sem tengjast jólum og aðventu á hádegistónleikum.

Miðvikudaginn 18. desember kl. 20:00. Tónlistarskólinn í Reykjavík býður til tónleika í Dómkirkjunni. Nemendur Tónlistarskólans munu leika fjölbreytta og hátíðlega efnisskrá, fram koma meðal annars strengjasveit skólans, klarínettukór, flautukór og brass sveit. Vilvaldi verður í lykilhlutverki á tónleikunum og leikin verður meðal annars fagottkonsert RV 495 eftir Vivaldi á bassaklarínett og Conserto Grosso í d-moll fyrir strengjasveit. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fimmudaginn 19. desember Jólatónleikar Dómkórsins undir stjórn Kára Þormars kl. 22:00 frítt inn.

Sunnudaginn 22.desember Mozart við kertaljós.
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 22.des kl.21.00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.
Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Gunnhildur Daðadóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari en gestur á tónleikunum er Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona og einnig koma fram tveir drengir úr Drengjakór Reykjavíkur þeir Tryggvi Pétur Ármannsson og Benedikt Gylfason
Í ár verða leikin eftirfarandi verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart: Divertimento kv.136 fyrir strengi, klarinettukvartett kv.378 og klarinettukvintettþáttur kv.516c, tvær aríur þ.e Laudate Dominum og Parto,Parto og að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2500, og kr. 1500 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/12 2013

Fjölskyldumessa sunnudaginn 8. desember kl. 11

Það verður líf og fjör í fjölskyldumessunni sunnudaginn 8. desember. Sr. Anna Sigríður og æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Sunnudagaskólinn og fermingarbörnin verða með og Högni Gunnar Högnason, 11 ára sellónemandi, leikur á sellóið sitt við undirleik afabróður síns Odds Björnsson. Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Sunnudagur

- 11.00 Messa og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma
- 14.00 Kolaportsmessa (síðasta sunnud. hv. mánaðar yfir vetrartímann)

Dagskrá ...