Dómkirkjan

 

2. desember. Sænsk messa kl.14.00 Aðventukvöld kl.20.00 Ræðumaður kvöldsins er Salvör Nordal.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2018

Síðasta prjónakvöldið á þessu ári kl. 19 á morgun mánudag í safnaðarheimilinu. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2018

Sunnudaginn 18. nóvember er messa kl. 11.00 og æðruleysismessa kl. 20.00. Messa kl.11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20.00 Æðruleysismessur eru kyrrðarstundir sem snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Í þetta sinn munum við einnig njóta tónlistar sem Kristján Hrannar stýrir. Sr. Díana Ósk, Sr. Frtiz Már og Sr. Sveinn leiða stundina, flytja hugleiðingu og leiða okkur í bæn.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2018

Nú er þessi fallegi dagur að kvöldi kominn og margt gott framundan í vikunni. Á morgun mánudag er fundur kl. 18.00 hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður að henni lokinni. Dásamlegu Bach tónleikarnir hans Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00 á þriðjudagskvöldið. Fermingarbarnafræðsla á miðvikudaginn og kl. 18.00 er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Opna húsið kl. 13.00 og nú kemur Karl okkar biskup og með honum hverfum við 100 ár aftur í tímann og heyrum frá því merka ári 1918. Það verða Ástukræsingar á borðum. Kl. 16.45-17.00 er tíðasöngur í kirkjunni. Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Verið velkomin að taka þátt í fjölbreyttu og góðu safnaðarstarfi. Tryggið ykkur miða á Jólaóratoríu Bach þann 24. nóvember!!! Jólaóratorían eftir J.S. Bach er í hugum margra ómissandi þáttur í aðdraganda jólanna. Dómkórinn í Reykjavík, ásamt einsöngvurum og kammersveit, flytur þetta magnaða verk í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. nóvember. Einsöngvarar verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Jóhann Kristinsson bassi. Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir og stjórnandi er Kári Þormar dómorganisti. Jólaóratorían eftir J.S. Bach er þekktasta og stórbrotnasta tónverk sem samið hefur verið í tilefni af fæðingarhátíð Krists og hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniheldur sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju verða fluttar fjórar kantötur, númer 1, 3, 5 og 6 og tekur flutningurinn um tvær klukkustundir. Hátt í 100 manns koma að flutningnum, 20 manna hljómsveit og 70 manna kór, ásamt einsöngvurum og stjórnanda. Miðaverð: 5.900 kr. á Tix.is en 4.900 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2018

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. nóvember kl. 11.00. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Stefaníu og Sigurðar. Kári Þormar organisti og Dómkórinn syngur. Bílastæði við Alþingishúsið. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2018

Á morgun þriðjudag, er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni, léttur hádegisverður að lokinni stundinni í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru klukkan 20.30-21.00 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudag ganga fermingarbörn í hús og safna fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni verður á miðvikudag kl. 18.00. Opna húsið á fimmtudaginn kl.13.00, Kristrún Heimisdóttir verður gestur okkar og veislukaffið hjá Ástu. Tíðasöngur á fimmtudaginn kl. 16.45-17.00. Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 11. nóvember. Verið velkomin til okkar!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2018

Á allra heilagra messu 1. nóvember var ljósastund í Víkurgarði þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst og kertaljós voru lögð á leiði í garðinum. Komið var saman í Dómkirkjunni kl. 18:00 til stuttrar helgistundar og síðan var gengið saman í Víkurgarð.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2018

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar við messu kl. 11.00 sunnudaginn 4. nóvember . Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Sigurðar og Stefaníu. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2018

Messa kl.11.00 á kirkjudegi Dómkirkjunnar sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar. Dómkórinn og dómorganistinn Kári Þormar. Alexander Viðar og Magnús Stephensen leika for-og eftirspil. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Stefaníu og Sigurðar. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Komið fagnandi!

IMG_4371

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2018

Ljósastund í Víkurgarði. Á allra heilagra messu 1. nóvember verður ljósastund í Víkurgarði þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði verður minnst og kertaljós lögð á leiði í garðinum. Komið verður saman í Dómkirkjunni kl. 18:00 til stuttrar helgistundar og síðan verður gengið saman í Víkurgarð. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/10 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...