Dómkirkjan

 

Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Blessuð sért þú meðal kvenna, og blessaður ávöxtur lífs þíns, Jesús. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Englar Drottins vaki yfir öllum þeim sem hjúkra, lækna, líkna og hugga. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Kæru vinir! Vegna kórana veirunnar þá fellur allt almennt safnaðarstarf niður næstu vikunnar, en Dómkirkjan verður opin virka daga frá 10-15 og á messutíma á sunnudögum. Verið velkomin í kirkjuna, gott að eiga þar sína bæna-og kyrrðarstund í helgidómnum. Prestarnir verða á vaktinni, fínt að senda tölvupóst á þá eða hringja. Biðjum góðan Guð að vernda ykkur og styrkja!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/4 2020

Fallegur vetrardagur og líf og fjör við Tjörnina. Á morgun, þriðjudag er gott að koma í hádeginu og njóta kyrrðar, bæna og sálmasöngs í Dómkirkjunni. Létt máltíð og gott samfélag í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Bach tónleikar þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00. Miðvikudaginn 19. febrúar er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Byrjar með stuttri helgistund kl. 18.00 í Dómkirkjunni. 20. febrúar er Opna húsið kl. 13.00-14.30. Gestur okkkar að þessu sinni er Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Gómsætar veitningar og góður félagsskapur. Klukkan 16.45-17.00 er tíðasöngur og kl. 18.00 eru orgeltónelikar Kára Þormar. Föstudaginn 21. febrúar klukkan 17.00 er sálmastundin með Guðbjörgu og Kára. Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Fyrsta prjónakvöld ársins verður eftir viku, mánudaginn 24. febrúar klukkan 19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Sálmastundinn fellur niður í dag vegna veðurs

Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2020

Í dag fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu , veislukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2020

Bach tónleikar falla niður í kvöld, 11. febrúar!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2020

Alltaf gott að koma í hádeginu á þriðjudögum í bæna-og kyrrðarstundina. Gefið ykkur stund frá amstri hverdagsins og njótið kyrrðar í Dómkirkjunni. Örpílagrímaganga með séra Elínborgu Sturludóttur á miðvikudaginn klukkan 18.00. Hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni. Fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús, veilsukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þ. Föstudagurinn kl. 17.00-17.30 Sálmastund með Guðbjörgu og Kára Þ. Sunnudaginn 16. febrúar messa klukkan 11.00, prestur séra Sveinn Valgeirsson. Æðruleysismessu klukkan 20.00 Við tökum okkur valda stund til þess að dvelja saman í nærveru Guðs, syngjum saman, biðjum saman, íhugum saman og hlustum á félaga deila reynslu sinni ♥ Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2020

Pílagrímamessa klukkan 11.00 sunnudaginn 9. febrúar.

Lagt verður af stað í örstutta pílagrímagöngu frá Seltjarnarneskirkju kl. 10:00.  Gengið verður sem leið liggur í Neskirkju og þar getur fólk slegist í hópinn ef það vill ganga síðasta spölinn til Dómkirkjunnar. Lagt verður af stað frá Neskirkju eigi síðar en  kl. 10:30. Pílagrímamessa hefst kl. 11:00. og taka pílagrímar  þátt í messunni. Að messu lokinni verður boðið upp á pílagrímakaffi í Safnaðarheimilinu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS