Dómkirkjan

 

Á sjómannadaginn er messa kl.11.00. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og einsöngvari er Elmar Gilbertsson. Lesarar frá Landhelgisgæslunni. Organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2018

Kórverkið Northern Lights eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo túlkar tryllta fegurð norðurljósanna. Það er hluti af fjölbreyttri efnisskrá sem verður flutt á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju 3. Júní 2018 kl. 17:00. Á tónleikunum verður einnig flutt Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé ásamt einsöngvurum og orgeli. Önnur verk sem flutt verða eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre og Ēriks Ešenvalds. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir tónleika sem hann heldur í París 10. júní í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í latínuhverfinu þar sem franska tónskáldið Maurice Duruflé var einmitt organisti. Stjórnandi: Kári Þormar Orgel: Steingrímur Þórhallsson Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran. Miðaverð: 3.500 kr. á Tix.is en 3.000 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn. The Reykjavík Cathedral Choir – Concert The choral piece Northern Lights by the Norwegian composer Ola Gjeilo interprets the “terriffic” beauty of the northern lights. It is part of a varied repertoire that will be performed in concert by the Reykjavík Cathedral choir in Hallgrímskirkja church on 3 June 2018 at 5 pm. The choir will also be performing Requiem by the French composer Maurice Duruflé with organ and soloists. The programme also includes pieces by the composers Þorkell Sigurbjörnsson, Anna Þorvaldsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre, and Ēriks Ešenvalds. The choir will repeat the concert in Saint-Étienne-du-Mont church in Paris on 10 June 2018 at 3 pm where the French composer Maurice Duruflé held the post of Titular Organist from 1929 until his death in 1986. Conductor: Kári Þormar Organ: Steingrímur Þórhallsson Soloists: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-soprano, Jón Svavar Jósefsson baritone and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano. Tickets: ISK 3.500 on Tix.is and ISK 3.000 in from members of the choir. Tickets also available at the entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2018

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar sunnudaginn 27. maí kl. 11.00. Fermd verður Anna Þrastardóttir. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Bílastæði við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2018

Ferming á hvítasunnudag! Óskum þessum efnilegu ungmennum hjartanlega til hamingju og Guðs blessunar.

IMG_6512 IMG_6532-2 IMG_6541 IMG_6576

Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2018

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði tvo guðfræðinga til þjónustu um hvítasunnuna. Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, var vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Mag. theol. Kristján Arason, var vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi. Vígsluvottar voru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsti vígslu. Óskum þeim séra Arnaldi Mána og séra Kristjáni innilega til hamingju og megi Guðs blessun fylgja störfum þeirra.

_GV_4482+ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2018

Séra Sveinn þjónar sunnudaginn 27. maí við messu kl. 11.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/5 2018

Kvöldtónleikar gítarleikarans Ögmundar Þórs Jóhannessonar verða í Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. maí kl. 21:15 – 22:00

Íslendingar kærir!

Ögmundur Þór Jóhannesson heldur kvöldtónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 22. maí, klukkan 21:15 til 22:00. Á tónleikunum mun Ögmundur Þór leika verk fyrir klassískan gítar frá ýmsum tímabilum, íslensk og erlend. Ögmundur Þór hefur hlotið margvíslega viðurkenningu á ferli sínum og hefur á undanförnum árum haldið tónleika víða um heim, á síðustu árum mest í Kína og Suð-austur Asíu. Til Íslands kemur Ögmundur eftir tónleikahald í New York. Ögmundur Þór Jóhannesson hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en reglulega komið til Íslands, meðal annars til tónleikahalds. Ögmundur Þór er nú búsettur í Guangzhou í Kína.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir boðnir velkomnir.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2018

Guðþjónustunni sem vera átti í Viðeyjarkirkju á morgun, hvítasunnudag er aflýst.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2018

Prestsvígsla í Dómkirkjunni
Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 21. maí nk. kl. 11 mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja tvo guðfræðinga til þjónustu.

Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Mag. theol. Kristján Arason, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsir vígslu.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2018

Norsk guðþjónusta í dag kl. 14 á þjóðhátíðardegi norðmanna. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar. Hamingjuóskir, kæru frændur!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...