Aðventukvöld í Dómkirkjunni Ræðumaður Ragna Árnadóttir Samkomuhald á aðventunni á sér ekki langa sögu hér á landi. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar mun hafa brotið ísinn í þeim efnum með tónleikahaldi á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag, N.k. sunnudag verður því haldið 67. aðventukvöld Dómkirkjunnar. Það hefst kl. 20. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis flytur ræðu. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti flytja falleg tónverk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta að kirkjulegum hætti. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er við skrúðhússdyr og hjólastólalyfta er við Safnaðarheimilið.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2019