Dómkirkjan

 

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700. Opna húsið verður svo á fimmtudögum kl. 13.00 í október og nóvember.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

26. september er messa klukkan 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

Sunnudaginn 12. september klukkan 11.00 er messa þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2021

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verður samverustund í Dómkirkjunni föstudaginn 10.sept kl. 18.00. Dagskráin er eftirfarandi: • Fundarstjóri – Salbjörg Bjarnadóttir • Tónlistarflutningur – KK • Hugvekja – Björn Hjálmarsson læknir / syrgjandi faðir • Innlegg aðstandanda – Edda Björgvinsdóttir • Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini Í aðdraganda dagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt almenningi en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Í dag er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Að dagskránni í Dómkirkjunni stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunn

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2021

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2021

Sunnudaginn 5. september klukkan 11.00 er fermingarmessa. Tvær stúlkur verða fermdar. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari.Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/9 2021

Guðþjónusta sunnudaginn 29. ágúst. Prestur séra Sveinn, Douglas organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2021

Guðþjónusta sunnudaginn 22. ágúst 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin.

Fermingarbörn og foreldrar/ forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2021

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, Gunnbjörgu Óladóttur, MA í guðfræði, til prestsþjónustu í Nord-Fron í Hamarbiskupsdæmi í Noregi með sérstakar skyldur við sóknirnar Kvam og Skåbu. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 18. 00. Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigurður Jónsson. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Athöfnin er öllum opin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2021

Kæru vinir, á þriðjudaginn verður bænastundin í safnaðarheimilinu. Kaffi að henni lokinni. Verið velkomin, sjáumst í hádeginu!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS