Dómkirkjan

 

Fermingarmessa sunnudaginn 10. apríl klukkan 11.00. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2022

Tíðasöngur fimmtudag klukkan 17.00 með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2022

Páskabingó í Opna húsinu fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2022

Örpílagrímaganga miðvikudaginn 6. apríl klukkan 18.00. Hefst með stuttri fararblessun í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2022

Miðvikudaginn 13. apríl kemur danskur stúlknakór og heldur tónleika í Dómkirkjunni klukkan 12.00. Frítt inn og allir velkomnir. Warm welcome to a beautiful and rare experience at Dómkirkjan. *Nordjysk Pigekor is a professional girls choir from Denmark – visitingIceland on a concert tour. * In Dómkirkjan english, swedish, danish and an icelandic song will be performed by the choir. * Let yourself be carried away by the girls’ beautiful four-part songs and a capella sound. * Free entrance. *

image_6483441

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2022

Það var vinafundur í safnaðarheimilinu í dag. Karl okkar Sigurbjörnsson var gestur í Opna húsinu og hélt frábært erindi. Þökkum Karli kærlega fyrir.

277352056_10159992130240396_7283001984519794241_n

277463115_10159992130260396_9015886847692010379_n

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2022

Margt í boði í safnaðarstarfinu næstu daga. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa í safnaðarheimilinu og kaffisopi. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er gestur okkar í Opna húsinu Karl Sigurbjörnsson biskup, góðar kaffiveitingar og skemmtilegt samfélag. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00, séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2022

Sunnudaginn 27. mars verður messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Eftir messu verður súpa til styrktar flóttafólki frá Úkraínu. Verið velkomin til messu!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2022

Orgeltónleikar 24. mars klukkan 18.00-18.30

Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Pachelbel og Franck.
Aðgangur ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2022

Góð vika framundan! Á morgun, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa í safnaðarheimilinu. Á miðvikudag er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni klukkan 18.00. Gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00 er Árni Árnason kennari og ljósmyndari. Árni mun sýna myndir og segja frá fuglalífinu á Tjörninni. Góðar kaffiveitingar og skemmtilegt samfélag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...