Dómkirkjan

 

Góð vika framundan!

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00 á morgun, þriðjudag Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni. Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þriðju-mið-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudögum, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Ólafur Egilsson fv. sendiherra er gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Byrjum kl. 13.00 með kaffi og góðu meðlæti. Minnum á tónleika Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Takið daginn frá!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2022 kl. 18.04

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS