Dómkirkjan

 

Tíðasöngur og örganga á miðvikudegi.

Tíðasöngur kl. 9. 15 og örganga klukkan 18.00 sem hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2022

Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur klukkan 9.15 með séra Sveini. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi dómsmálaráðherra.

Mikið var nú gaman að fara nokkra áratugi aftur í tímann og hlusta á Karl Sigurbjörnsson rifja upp margt bráðfyndið frá bernskudögunum af Skólavörðuholtinu. Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi dómsmálaráðherra. Sjáumst á fimmtudaginn klukkan 13.00 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Fræðsla, kaffi, kræsingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

312070120_10160350518935396_1300333720830830429_n

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Dásamlega fallegir tónleikar hjá Dómkórnum, Kára Þormar, einsöngvurum og kammersveit. Til hamingju öll með Bach H-moll messuna, undurfagurt verk og glæsilegur flutningur!

Nú lætur Kári Þormar dómorganisti af störfum hjá Dómkirkjunni. Guðmundur Sigurðsson organisti í Hafnarfjarðarkirkju mun koma í afleysingu fram á sumar. Við þökkum Kára fyrir hans góða tónlistarstarf á liðnum árum  í Dómkirkjunni og óskum honum velfarnaðar.  Guðmund bjóðum við velkominn og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Dómkórinn

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022

Dómkórinn flytur M-moll messuna eftir J. S Bach ásamt kammersveit og einsöngvurum undir stjórn Kára Þormar 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2022

Sunnudaginn 16. október messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni.
Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þri-mið-og fimmtudagsmorgna klukkan 9.15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudögum, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni.
Karl Sigurbjörnsson biskup er gestur okkar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn 13. október, hann mun rifja upp bernskuminningar af Skólavörðuholtinu. Byrjum kl. 13.00 með kaffi og góðu meðlæti.
Fimmtudagskvöldið 13. október verður kvöldkirkjan í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20.00 og 21.00 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Tónleikar Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Sunnudaginn 16. október messa  klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2022

Tryggið ykkur miða á tix.is

Hmoll

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2022

Bernskuminningar af Skólavörðuholtinu!

Karl Sigurbjörnsson biskup er gestur okkar í opna húsinu í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargata 14a á fimmtudaginn klukkan 13.00-14.30.
Kaffi, skemmtun og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2022

Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar við messu sunnudaginn 9. október klukkan 11.00. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Minnum á tónleika Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju. Miðar komnir á sölu á tix.is
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Takið daginn frá!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2022

Guðfinna Ragnarsdóttir gestur okkar í Opna húsinu 6. október klukkan 13.00

Guðfinna Ragnarsdóttir er gestur okkar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. fimmtudaginn 6. október klukkan 13.00. Guðfinna segir frá fjallferð með Grímsnesingum.
Guðfinna Ragnarsdóttir er fædd 1943. Hún er jarðfræðingur að mennt og kenndi jarðfræði og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúman aldarfjórðung. Hún er einnig menntaður blaðamaður frá Blaðamannaháskólanum í Stokkhólmi og hefur ritstýrt Fréttabréfi Ættfræðifélagsins í tuttugu ár, en ættfræði er hennar fremsta áhugamál. Guðfinna gaf út bókina Sagnaþættir Guðfinnu árið 2017 og í haust kemur út eftir hana bókin Á vori lífsins, þar sem hún segir meðal annars frá Fjallferðinni sem hún ætlar að segja okkur frá í dag. Eiginmaður Guðfinnu er Magnús Grímsson framhaldsskólakennari og bóndi á Neðra-Apavatni í Grímsnesi. Guðfinna var tengd Hömrum í Grímsnesi frá frumbernsku en tengslin við Hamraheimilið hófust frostaveturinn mikla árið 1918, þegar spánska veikin geysaði og fátæk börn úr Reykjavík, meðal annarra Ragnar faðir Guðfinnu og Elías bróðir hans, voru send austur í sveitir. Hamrahjónin, Sigríður Bjarnadóttir og Jóhannes Jónsson, bændur þar, urðu vinir fjölskyldunnar til æviloka.
Verið velkomin í Opna húsið á fimmtudaginn, kaffi, gott meðlæti, fræðsla og skemmtun.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...