Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2023
Kæru vinir, Þórey Dögg kemur ekki til okkar í Opna húsið á fimmtudaginn eins og til stóð, en hún mun koma fimmtudaginn 23. febrúar. Núna á fimmtudaginn munu prestarnir okkar þau Elínborg og Sveinn fræða okkur og gleðja.
Heimabakað með kaffinu og gott samfélag. Opna húsið er frá 13.00-14.30. Verið velkomin
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2023
7. febrúar
Tíðasöngur kl. 9.15, kyrrðarstund kl. 12.00, hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.
8. febrúar Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9. 15 og örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 Hest með stuttri hugleiðingu í kirkjunni.
9. febrúar
Tíðasöngur kl. 9.15. og kl. 17.00 með sr. Sveini.
Opna húsið kl. 13.00-14.30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Gestur okkar Þórey Dögg Jónsdóttir fræmkvæmdastjóri eldriborgararáðs, hún kynnir fyrir okkur orlofsbúðirnar á Löngumýri.
Veislukaffi, fræðandi erindi og gott samfélag.
Kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00
Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Kirkjan er lýst með kertaljósum og stuttar íhuganir og tónlist er í bland við allt um liggjandi þögn rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir. Eða bara njóta og hvíla í andartakinu. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju.
Sunnudaginn 12. febrúar er prestsvígsla klukkan 11.00.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mun vígja.
Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2023
Klassískir og nýir ópusar Apparats og sálmaspuni með Dómkórnum.
Einstakur viðburður þar sem Dómkórinn og Apparat Organ Quartet flytja veraldleg og andleg verk, hvort í sínu lagi og sameinast í lokin.
Forsala miða verður opnuð á Tix.is bráðlega.
Miðaverð við innganginn: 5.900 kr.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2023

Sunnudaginn 5. febrúar er messa klukkan 11.00. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar, en þann 4. febrúar á Karl fimmtíu ára vígsluafmæli. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Ástbjörn Egilsson les upphafsbæn. Einar S. Gottskálksson og Helga Hjálmtýsdóttir lesa ritningarlestra. Árni Árnason, Hrönn Marinósdóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Oddur Björnsson og Thor Aspelund lesa bænir. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Messukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2023
Sunnudaginn 5. febrúar er messa klukkan 11.00. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar, en þann 4. febrúar á Karl fimmtíu ára vígsluafmæli. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Messukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
31. janúar Morguntíðir kl. 9.15, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00.
Létt máltíð í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.
1. febrúar Morguntíðir kl. 9. 15 og örganga kl. 18.00.
2. febrúar Morguntíðir kl. 9. 15. og Opna húsið kl. 13.00-14.30.
Þá munu prestar tveir; þeir Sigurjón Árni Eyjólfsson og Sveinn Valgeirsson skemmta. Sigurjón Árni leikur á saxófón og Sveinn á kontrabassa. Gott með kaffinu og góð samvera. Tíðasöngur kl. 17. Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarfið og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2023
Séra Sveinn Valgeirsson og séra Sigurjón Árni Eyjólfsson skemmta. Sveinn spilar á kontrabassa og Sigurjón á saxófón
9. febrúar er gestur okkar Þórey Dögg Jónsdóttir fræmkvæmdastjóri eldriborgararáðs, hún kynnir fyrir okkur orlofsbúðirnar á Löngumýri.
16. nóvember skemmtir Hjördís Geirsdóttir söngkona og góðir gestir koma frá Seltjarnarneskirkju.
Veislukaffi, fræðandi erindi og gott samfélag.
Verið velkomin og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2023
Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, tíðasöngur, tónleikar og örpílagrímagöngur. Í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Auk þess er haldið uppi fermingarfræðslu og þróttmiklu kórstarfi og tónlistarlífi, auk sálgæslu, fræðslu í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a, gamla Iðnskólahúsinu, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum með góðum gestum og dýrmætu samfélagi, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur. Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti eru nú rúmar 1.000 kr. á mánuði. Sú upphæð hefur hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað. Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Vinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 513-26-3565, kennitala: 500169-5839. Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2023
Góðir gestir frá Bessastaðakirkju.
Hans Guðberg Alfreðsson predikar, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni, Ástvaldur Traustason organisti, Álftanesskórinn og okkar menn séra Sveinn og Guðmundur organisti. Messukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2023