Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2023
MIÐVIKUDAGUR KLUKKAN 21:00
Djassmessa – Dómkórinn og Tríó Sigurðar Flosasonar
Djassaðir dýrðartónar verða í forgrunni vortónleika Dómkórsins sem fær Tríó Sigurðar Flosasonar sér til fulltingis að þessu sinni.
Flutt verður „A little Jazz Mass“ eftir Bob Chilcott auk verka eftir Duke Ellington og Billy Joel. Einnig verða flutt kórverk án undirleiks eftir Stefán Arason, Auði Guðjohnsen og Hildigunni Rúnarsdóttur. Loks verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð Flosason. Flutningur tekur um eina klukkustund.
Guðmundur Sigurðsson Dómkantor stjórnar kórnum. Með Sigurði Flosasyni leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Miðaverð er 4.900 kr
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2023
Vegna leiðtogafundarins þá verður kirkjan lokuð þriðju-og miðvikudag. En á miðvikudagskvöldið verða frábærir tónleikar Dómkórsins.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2023
Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2023