Dómkirkjan

 

Láttu rödd þína hljóma!

Sálmabandið mun leika á hljóðfæri sín í Dómkirkjunni í Reykjavík frá kl. 17.00-18.00 laugardaginn 4. nóvember

Þar munum við syngja saman sálma úr nýju sálmabókinni.
Sálmabandið er skipað úrvals tónlistarfólki.
Ása Briem, sem leikur á harmonikku, Jón Ívars og Sigmundur Sigurðarson sem leika á gítara, sr. Sveinn Valgeirsson leikur á kontrabassa og Telma Rós Sigfúsdóttir á víólu.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman með söng og gleði.

 

Sálmabandið 1

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2023 kl. 11.00

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS