Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 5. maí kl. 11.00 er messa.

Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson  prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2024

Bænastund og Bach!

Alla þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Eftir stundina er létt máltíð í safnðarheimilinu og góð samvera. Öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2024

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !

blóm gulGleðilegt sumar kæru vinir og eins og segir í kvæðinu;
vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !
Verið velkomin til messu í Dómkirkjunni á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Elínborg, Guðmundur dómorganisti og Dómkórinn leiðir sönginn.
Fimmtudaginn 16. maí er vorferðin okkar áætluð, hugmyndin er að heimsækja Bakkastofuhjónin; Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson. Þar sem söngur og gleði eru við völd og fallega lagið hans Valgeirs við texta Jóhannesar úr Kötlu verður eflaust sungið.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær – og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt !
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.
Lag: Valgeir Guðjónsson
Texti: Jóhannes úr Kötlum.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2024

Kæru vinir verið velkomin í safnaðarstarfið í Dómkirkjunni. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Í kvöld kl. 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Örpílagrímaganga með Elínborgu á miðvikudögum kl. 18.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

22339596_10155666920039178_1795185480481095220_o-1

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2024

Góð orð inn í daginn hjá séra Sveini

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2024-04-22/5344589

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2024

Messa sunnudaginn 21. apríl séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Verið hjartanlega velkomin! Aðalfundur Dómkirkjusafnaðar er kl. 13.30 í safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2024

Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur verður gestur okkar í opna húsinu 18. apríl klukkan 13.00

Kæru vinir síðasta Opna húsið okkar á þessum vetri verður fimmtudaginn 18. apríl klukkan 13.00-14.30. Guðfinna Ragnarsdóttir verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegt samfélag.  Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Vorferðin verður farin í maí og auglýst nánar á næstunni.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar sunnudaginn 14. apríl klukkan 11.00

Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir söng. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 21.apríl 2024 kl.13.30
í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024

Kæru vinir, athugið að við mætum í kirkjuna kl. 13.00 í dag 11. apríl í Opna húsinu. Séra Sveinn mun segja frá helgi táknum og siðum í kirkjunni og aldrei að vita nema hann taki lagið með okkur. Veitingar – verið velkomin!

IMG_6695

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS