Dómkirkjan

 

Kæru vinir! Mikið verður gaman að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni á þriðjudaginn kl.12.10 í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2018

Athugið, sunnudagaskólinn hefst eftir viku, þann 14. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um andleg mál og leikur tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 21. janúar kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

_GV_3780+

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Fermingarfræðslan hefst að nýju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16 í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2018

Messa sunnudaginn 7. janúar kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Safnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu,
Lækjargötu 14a eftir messu, kl. 12.15.
Dagskrá: Kosning kjörnefndar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2018

Þriðjudags bæna-og kyrrðarstundirnar byrja aftur 9. janúar kl. 12.10 og Opna húsið byrjar fimmtudaginn 18. januar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2018

Það var yndislegt að hlusta að þá Gunnar Kvaran og Hauk Guðlaugsson í kvöld. Gunnar Vigfússon ljósmyndarinn góði kom og tók myndir af þessum frábæru listamönnum. Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 verða þeir í Dómkirkjunni með stund í tali og tónum. Takið daginn frá!

IMG_0806+ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2017

Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.Dómkórinn og Kári Þormar. Nýársdagur 1. janúar 2018 Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2017

Jóladagur 25. desember Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Annar í jólum 26. desember Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, kór Menntaskólans í Reykjavík., organisti Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2017

Gleðileg jól kæru vinir, hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum.

​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Fermingarfræðslan kl. 16-16.50.

Dagskrá ...