Dómkirkjan

 

Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Á annan í hvítasunnu er messa kl. 11 þar sem séra Hjálmar Jónsson þjónar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2017

Fermingarbörn 2018

Fermingarstarfið hefst í haust með messu og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum. Fermingardagarnir 2018 verða pálmasunnudagur, skírdagur og hvítasunnudagur. Skráning með því að senda póst á kirkjan@domkirkjan.is

Nánari upplýsingar í síma 520-9700

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2017

Æfing fyrir fermingarbörnin sem fermast á hvítasunnudag kl. 16 á föstudaginn í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2017

Bach tónleikar 6. júní kl. 20.30-21.00

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Þeir falla þó niður eftirfarandi þriðjudaga: 13. og 20 júní sem og 11. júlí. Komið og njótið 6. júní kl. 20.30. Ókeypis inn.
Unfortunately our series of three Bach concerts series scheduled for the following Tuesdays: 13th June, 20th June and 11th July have beencancelled. We apologise for any inconvenience caused.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2017

Dómkórinn í Reykjavík heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju 31. maí kl. 20. Flutt verða verk eftir 7 ung tónskáld, þau Ásbjörgu Jónsdóttur, Birgit Djupedal, Bjarma Hreinsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Gylfa Gudjohnsen, Óskar Magnússon og Rögnvald Konráð Helgason sem eru öll meðlimir í Dómkórnum. Auk þess verða flutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (sem syngur með kórnum), Eriks Esenvalds og Eric Whitacre. Guðbjörg Hilmarsdóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir syngja einsöng á tónleikunum en þær eru allar meðlimir í Dómkórnum. Bjarmi Hreinsson sem einnig syngur með kórnum leikur á píanó í einu verki. Aðgangur er ókeypis!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2017

Bach tónleikar falla niður þriðjudaginn 30. maí

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2017

Fermingamessa á hvítasunnudag kl. 11. Fermd verða: Breki Halldórsson Bachmann, Daníel Snær Þórðarson, Freyja Guðrún Mikkelsdóttir, Helgi Níels Marteinsson, Hrafn Tómasson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingibjörg Emma Jónsdóttir, Kristján Örn Vilhjálmsson, Marteinn Rastrick, Matthías Schram, Róbert Logi Jónsson, Tristan Elí Egilsson, Viktoría Ósk Kjærnested og Þorsteinn Wilhelm Sigurjónsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2017

Tónleikar “Contrasts”

í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. maí kl. 16:00

einleiksverk fyrir fiðlu eftir

Alexandre Zapolski,

Fritz Kreisler,

og Krzysztof Penderecki,

einleiksverk fyrir píanó

eftir Wolfgang Rihm

auk kammertónlistar:

Lark Ascending fyrir píanó og fiðlu eftir Vaughan Williams

Contrasts fyrir fiðlu, klarínett og píanó eftir Béla Bartók.

fram koma:

Vera Panitch

og Joaquin Páll Palomares, fiðluleikarar,

Arngunnur Árnadóttir, klarínettuleikari,

en öll eru þau meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands,

og Mathias Susaas Halvorsen, píanóleikari

sem hefur getið sér gott orð fyrir kammermúsikleik innan lands sem utan.

Aðgangur ókeypis!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2017

Kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, sunnudaginn 28. maí kl.11

IMG_2508Á sunnudaginn, 28. maí kl. 11, er kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, en hann hefur þjónað Dómkirkjunni farsællega síðan 2001. Mikil og falleg tónlist: Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Systurnar Herdís og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Ragnhildur Gisladóttir og Margrét Hannesdóttir syngja einsöng. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, einsöngvari Árni Geir Sigurbjörnsson. Ávarp form.sóknarnefndar Marinó Þorsteinsson. Samvera og veitingar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hlökkum til að sjá ykkur.
Það var gleðidagur í Dómkirkjunni í gær, falleg messa þar sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra flutti góða hugleiðingu og séra Hjálmar þjónaði. Lestrana lásu Ástbjörn Egilsson og Jóhannes Kristjánsson. Björn Ingi tók margar góðar myndir frá þessum degi og þær má skoða á slóðinni: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282993/thumb_IMG_2470_1024 thumb_IMG_2488_1024 thumb_IMG_2496_1024 thumb_IMG_2501_1024

Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2017

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu dagsins við messu á uppstigningardag kl. 11.00 og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn syngur og sænski kórinn, Katarina Kammarkör. Organisti Kári Þormar. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Á sunnudaginn, 28. maí kl. 11, er kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, en hann hefur þjónað Dómkirkjunni farsællega síðan 2001. Mikil og falleg tónlist: Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Systurnar Herdís og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Ragnhildur Gisladóttir og Margrét Hannesdóttir syngja einsöng. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, einsöngvari Árni Geir Sigurbjörnsson. Samvera og veitingar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Fimmtudagur

- 13.30- 15.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu.
- 17.30 AA fundur
- 21.00 AA fundur

Dagskrá ...