Dómkirkjan

 

Prjónakvöld 25 mars kl. 19

Prjónakvöld kl. 19, súpa og kaffi og eitthvað sætt. Hér eru myndir frá febrúar prjónakvöldinu en þá var séra Karl biskup gestur okkar. Þess má geta að nokkrar kirkjukonur gefa og útbúa veitingar á þessum kvöldum. Veitingar eru seldar á vægu verði en innkoman fer í viðhaldssjóð, þannig að í vor verður sjóðurinn nýttur Dómkirkjunni til góðs.
Hjartanlega velkomin í safnaðarheimilið í kvöld, allir velkomnir, líka þau sem hafa ekkert á prjónunum;-)Það er alltaf gaman að koma og njóta góðrar samveru.
Prjónakaffi sr. Karl 032Prjónakaffi sr. Karl 038 Prjónakaffi sr. Karl 036

 

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2014 kl. 18.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS