Í opna húsið á morgun fimmtudag fáum við góðan gest, sr. Jakob Ágúst og hann m un segja okkur frá vinum okkar í Makutano í Kenya og sýna myndir þaðan. Veislukaffi að hætti Dagbjartar, verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2014
Prjónakvöld kl. 19, súpa og kaffi og eitthvað sætt. Hér eru myndir frá febrúar prjónakvöldinu en þá var séra Karl biskup gestur okkar. Þess má geta að nokkrar kirkjukonur gefa og útbúa veitingar á þessum kvöldum. Veitingar eru seldar á vægu verði en innkoman fer í viðhaldssjóð, þannig að í vor verður sjóðurinn nýttur Dómkirkjunni til góðs.
Hjartanlega velkomin í safnaðarheimilið í kvöld, allir velkomnir, líka þau sem hafa ekkert á prjónunum;-)Það er alltaf gaman að koma og njóta góðrar samveru.


Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2014
Bæna- og kyrrðarstund i dag kl. 12:10-12:30. Ljúffeng súpa í safnaðarheimilinu. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Það er ljúft að eiga góða samverustund í Dómkirkjunni og koma endurnærð út í amstur dagsins. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2014
Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna
Í kvöld ætlum við að bjóða uppá nýjan leik í Ungdóm. Leikurinn er sambland af pictionary og actionary og er mjög hress og skemmtilegur. Við hlökkum til að sjá sem flest kl. 19:30 :)
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2014
Prjónakvöld í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, þriðjudagskvöldið 25. mars kl. 19
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2014
Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 23. mars. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Sigga Jóns og Óla Jóns. Domkórinn og organisti er Kári Þormar. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2014
Það er vel við hæfi að fá Ástu Valdimarsdóttur leiðbeinanda í hláturjóga til okkar í dag á alþjóðlega hamingjudeginum. Rannsóknir sýna m.a. að hlátur minnkar streituhormón og minnkar bólgur í æðum. Mætum í dag og höfum gaman.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2014
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógaleiðbeinandi, verður gestur okkar á fimmtudaginn í opna húsinu. Ásta var búsett í Noregi um nokkurra ára skeið og þar lærði hún hláturjóga 2001 hjá Francisku Munch Johansen. Síðan hefur hún verið hláturjógaleiðbeinandi bæði í Noregi og Íslandi. Hún hefur sótt námskeið í hláturjóga hjá Dr. Madan Kataria. Skemmtilegur og hláturríkur fimmtudagur framundan hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur, Dagbjört verður með gómsætt meðlæti með kaffinu. Opna húsið er frá 13:30-15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2014
Í kvöld verður leikjakvöld í safnaðarheimilinu kl. 19:30. Boðið verður upp á alls kyns hressa leiki og endað með stuttri helgistund. Vonumst til að sjá sem flesta :)
Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2014