Dómkirkjan

 

Bæna-og kyrrðarstund í dag

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Ljúffengur hádegisverður í safnaðarheimlinu, Lækjargötu 14a að bænastund lokinni. Það er ljúft að eiga góða samverustund í Dómkirkjunni og koma endurnærð út í amstur dagsins. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2014

Sr. Karl, biskup ásamt mæðgunum Agnesi Guðrúnu og Rögnu.

Agnes Ragna 006

Í gær, 16. febrúar, lásu þær  mæðgur Agnes Guðrún Magnúsdóttir og Ragna Árnadóttir  ritningarlestrana. 

Hér eru þær ásamt sr. Karli Sigurbjörnssyni, biskup að lokinni fallegri messu á þessum sólríka vetrardegi.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2014

Messur á morgun, sunnudag kl. 11:00 og 20:00

Á  morgun, sunnudaginn 16. febrúar, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, er messa og barnastarf  kl. 11:00. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Mæðgurnar Agnes Guðrún Magnúsdóttir og Ragna Árnadóttir lesa ritningarlestrana. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett, organista. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Hjartanlega velkomin.

Æðruleysismessa kl. 20:00  sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna. Falleg tónlist, prédikun, og bæn.  Þórir leikur á flygilinn. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/2 2014

Æðruleysismessa kl. 20 sunnudaginn 16. febrúar

Æðruleysismessa  sunnudagskvöld kl 20:00.  Falleg tónlist, predikun, og bæn.

Sr. Anna Sigríður og sr. Karl Matthíasson þjóna.

Hjartanlega velkomin.

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2014

Velkomin til okkar í Opna húsið í dag.

Velkomin til okkar í Opna húsið í safnaðarheimilinu í dag, frá 13:30-15:30. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að fræða okkar um Hallgrím Pétursson, þann merka mann.
Gómsætar veitingar að hætti Dagbjartar og góður félagsskapur.
Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2014

Sönghópurinn Boudoir syngur við messu sunnudaginn 16. febrúar

Sunnudaginn 16. febrúar er messa kl. 11 sr. Karl Sigurbjörnsson  prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett, organista. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2014

Sr. Þórir Stephensen sagði sögu Dómkirkjunnar, sem er mikil og merkileg.

Í dag kom sr. Þórir Stephensen og sagði sögu Dómkirkjunnar, sem er mikil og merkileg.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12:10-12:30.

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimlinu, Lækjargötu 14a að bænastund lokinni. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2014

Líf og fjör í safnaðarheimilinu í dag

Frá jólafundi KKD

Frá jólafundi KKD

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup er gestur fundarins og það er tilhlökkun að heyra hann segja frá.
Kl. 19:30 er Ungdóm með samveru, það verður spurningakeppni. 1-3 verða saman í liði og keppt verður til verðlauna. Óli og Siggi taka vel á móti fermingarbörnum og öðrum ungmennum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2014

Góð stund í Dómkirkjunni í dag, á þessum fallega sunnudegi.

Það er gaman að fara með afa í messu. Hér er Marinó, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar með afabörnum sínum.

Það er gaman að fara með afa í messu. Hér er Marinó , formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar með afabörnum sínum.

Sr. Anna Sigríður ásamt Sigurði Jóni og Kristínu Sveinsdóttur sem sáu um skemmtilegt og fræðandi barnastarf í messunni í dag.

Sr. Anna Sigríður ásamt Sigurði Jóni og Kristínu Sveinsdóttur sem sáu um skemmtilegt og fræðandi barnastarf í messunni í dag.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/2 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...