Dómkirkjan

 

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17.30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014

Kammerkór Dómkirkjunnar söng inn vorið í hug og hjörtu okkar sem hlýddu. Takk fyrir okkur.

IMG_1145IMG_1155IMG_1153

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag kl. 12:10

Bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni í dag kl. 12:10. Veitingar í safnaðarheimilunu á eftir. Hjartanlega velkomin á þessa góðu stund.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn fimmtudaginn 15. maí

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014  í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a og hefst kl. 17:15. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014

Helgi Skúli Kjartansson fræddi gesti prjónakvöldsins um liðna tíð.

Það var skemmtilegt að fá Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing til okkar á prjónakvöldið, hann fræddi okkur um gömlu Reykjavík m.a. gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti, ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða hvíli þar. Mikil saga og fróðleg og var gaman að fara aftur í tímann eina kvöldstund og gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið hér í Kvosinni á liðnum öldum.012016015

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014

Ungdóm í kvöld 5 maí

Í kvöld verður Mission Impossible í Ungdóm. Leikurinn er fjörug útgáfa af ratleik, þar sem allt snýst um að fá stig fyrir að leysa miserfið verkefni. Herlegheitin hefjast kl. 19:30 og lýkur dagskrá kl. 21:00. Von er á smávegis rigningu en við munum ekki láta það stoppa okkur. Vonumst til að sjá sem flesta unglinga!
Kveðja frá Sigga Jóni og Óla Jóni.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014

Messa 4. maí kl.11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag.

Kyrrðarbæn í dag í safnaðarheimilinu kl. 17:30, Lækjargötu 14a. Centering Prayer byggir á aldagamalli hefð sem síðan var endurvakin upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2014

Bænastund í hádeginu og Kammerkór Dómkirkjunnar með vortónleika í kvöld.

Velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag. Byrjar 12:10, að henni lokinni er gómsætt kjúklingasalat og kaffi í safnaðarheimilinu. Kammerkór Dómkirkjunnar heldur vortónleika í Dómkirkjunni í  kvöld 29.apríl kl. 20.
Á dagskránni verða íslensk lög og sálmar, stjórnandi er Kári Þormar
Aðgangur ókeypis
The Reykjavik Cathedral Chamber choir sings Icelandic hymns and songs at Dómkirkjan on April 29th.
Conductor: Kári Þormar.
Admission Free
Der Kammerchor singt Hymne und isländische Lieder in der Reykjavík Dom am
Dienstag, 29. April. um 20 Uhr. Dirigent: Kári Þormar.
Eintritt frei
Le Choeur de chambre de la Cathédrale de Reykjavík organise un concert de printemps le
mardi 29 Avril à 20:00 dans la Cathédrale. Au programme chants islandais et psaumes.
Concert gratuit

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2014

Ungdóm í kvöld, kveðja frá Óla Jóni og Sigga Jóni

Við viljum byrja að óska þeim sem hafa fermst og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og Guðs blessunar. Vonandi nutu þið öll páskanna, fenguð tækifæri til að hugleiða merkingu þeirra, og borðuðuð glás af páskaeggjum
Í kvöld 28. apríl kl. 19:30, ætlum við að bjóða uppá skemmtilega útileiki við safnaðarheimilið: Pókó, Missti-stig o.fl. Ef veðrið svíkur okkur þá færum við okkur inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...