Dómkirkjan

 

Samtal um trú.

Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá 18. Febrúar til 25. mars, verður boðið upp á námskeið, “Samtal um trú,” í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar Lækjargötu 14a.  Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00.  Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup og séra Sveinn Valgeirrson verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Auk þeirra mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, verða með fyrirlestur 18. mars, um áhrif Davíðssálma, Saltarans.

Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2015 kl. 8.38

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS