Dómkirkjan

 

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu að henni lokinni er létt máltíð í Safnaðarheimilinu. Þetta er góð stund í hádeginu þar sem allir eru velkomnir. Fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Hér eru myndir úr messunni í dag, Karl biskup með lesurum dagsins, þeim Snæfríði og Salvöru. Í Opna húsinu á fimmtudaginn mun Karl biskup segja okkur frá Vestmannaeyjum, en til Eyja er áætlað að fara 7. maí. Karl biskup verður fararstjóri í þeirri ferð svo við getum farið að hlakka til. Sjáumst í bænastundinni a morgun.

IMG_1828

IMG_1821

IMG_1825

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Páskadagur í Dómkirkjunni

IMG_1779

IMG_1795

IMG_1800

IMG_1813

IMG_1815

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Dómkórinn söng dásamlega í báðum hátíðarmessum dagsins undir stjórn Kára Þormar dómorgnista. Á milli messa voru Dómkórsfélagar með glæsilega páskaveislu á kirkjuloftinu. Þökkum fyrir góðan dag.

17423_10153172433640396_8727701061272936859_n-1

11052403_10153172437270396_4862635378899370653_n

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Á morgun prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup við messu klukkan 11, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2015

Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, gleðilega páska.

Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, hittumst heil í Dómkirkjunni í dag, páskadag. Hátíðarmessa kl. 8:00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þornar er organisti.
Hátíðarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Verið hjartanlega velkomin og gleðilega páska.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2015

Þessar fallegu brúðarmeyjar komu alla leið frá Svíðþjóð. Séra Guðrún Karls Helgudóttir gaf foreldra þeirra saman í Dómkirkjunni í dag. Hátíðleg og falleg athöfn.

IMG_1773

Laufey Böðvarsdóttir, 4/4 2015

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8:00. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.Dómkórinn syngur og Kári Þornar er organisti. Hátíðarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. 6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/4 2015

Óskum fermingarbörnum dagsins og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju.

IMG_1728IMG_1709IMG_1738

Laufey Böðvarsdóttir, 2/4 2015

Fermingarmessa á skírdag kl.11:00

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða:
Alexander Þorsteinsson
Gunnar Andri Óskarsson
Katla Kristjánsdóttir
Magnús Geir Kjartansson
Perla Sól Sverrisdóttir
Sólbjörg María Gunnarsdóttir
Sóley Kristín Jónsdóttir
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og Karl Sigurbjörnsson biskup þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.
Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2015

Ungdóm í páskafríi.

Kæru fermingarbörn foreldar og forráðamenn

Í dag verður engin Ungdóm-samvera vegna páskafrísins. Hafið það gott um páskana! Við hvetjum ykkur að sækja kirkju með börnum ykkar þessa páska eins og þið sjáið ykkur fært.

Mbkv.
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...