Ólöf Sesselja verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag (13:30-15:30). Hún verður með upplestur og góðar veitingar með kaffinu. Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2014
Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna.
Í kvöld fer Ungdóm-samveran að mestu leyti í undirbúning fyrir Landsmót. Það skiptir miklu máli að allir þeir sem ætla á Landsmót mæti því við ætlum að undirbúa atriði fyrir hæfileikakeppni sem verður á Landsmóti. Allir aðrir eru velkomnir að hjálpa til og við komum til með að gera fleira skemmtilegt saman.
Í kvöld er lokafrestur til að skila leyfisbréfi og 6000 kr. staðfestingargjaldi. ATH staðf.gjaldið gengur uppí mótsgjaldið.
Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2014
Bæna – og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl. 12:10.
Að henni lokinni er haldið í safnaðarheimilið og snætt saman. Íslensk kjötsúpa á boðstólnum, hún á vel við á haustdögum sem þessum og gómsæt er hún . Hlökkum til að sjá ykkur. Fyrirbænaóskir má hringja inn í síma 520-9700.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2014
Messa kl. 11 sunnudaginn 5. október. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Margrét Hannesdóttir syngur einsöng, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2014
Opna húsið á morgun, fimmtudag kl. 13:30-15:30. Það verður notaleg kaffihúsastemmning við Tjörnina, skemmtileg samvera og gott meðlæti með kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/10 2014