Dómkirkjan

 

Óskar í Sunnubúðinni gestur okkar á morgun.

Á morgun fáum við góðan gest í Opna húsið. Það er hann Óskar Jóhannsson fyrrverandi kaupmaður í Sunnubúðinni. Það kom út bók í fyrra með með æskuminningum hans. Í bókinni sagði hann frá bernsku sinni og uppvexti á Vestfjörðum á kreppuárunum og í Reykjavík á heimsstyrjaldarárunum síðari. Það verður gaman að heyra sögur frá þessum tíma. Verið velkomin, Opna húsið er á morgun, fimmtudag frá 13:30- 15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/10 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. október

Séra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. október, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.. Ritnngarlestrana lesa þau Áslaug Haraldsdóttir og Daníel Steingrímsson. Í tilefni af degi Söngskólans syngja þær Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og María Sól Ingólfsdóttir við messuna.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 22/10 2014

Ungdóm í kvöld

Í kvöld verður lögð lokahönd á leikritið sem við ætlum að sýna á hæfileikakeppninni á Landsmóti. Það er mjög mikilvægt að öll þau sem hafa fengið hlutverk mæti og vonandi mæta allir sem ætla á mótið líka, svo við getum farið yfir dagskrána og hrist hópinn saman. Allar upplýsingar um hvað skal taka með á mótið eru bæklingnum sem þið fenguð.

Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 21/10 2014

Minni á bæna-og kyrrðarstundina á morgun kl. 12:10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Notaleg stund og góð samvera í hádeginu. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2014

Fegðarnir Magnús Geir Kjartansson og Kjartan Magnússon lásu ritningarlestrana í messu í gær. Hér eru þeir ásamt séra Karli Sigurbjörnssyni, biskup og Oddnýju Kjartansdóttur.

IMG_2202

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2014

Hjónin í Annríki verða gestir okkar á prjónakvöldinu eftir viku.

Nú er vika í næsta prjónakvöld, en það verður mánudagskvöldið 27. október. Það byrjar kl. 19 og við fáum hjónin í Annríki þau; Ásmund, gullsmið og Guðrúnu Hildi, klæðskera og kjólameistara. Þau sérhæfa sig í öllu sem viðkemur gerð íslenskra búninga, saumi, smíði, lagfærðingum ásamt þvi að kenna og fræða. Á prjónakvöldinu ætla þau að vera með tvo faldbúninga og handverk þeim tengdum. Það er gríðarlega fjölbreytt og ætti að höfða til þeirra sem eru áhugasamir um handverk almennt.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari á sunnudaginn.

Séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari á sunnudaginn.Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Feðgarnir Magnús Geir og Kjartan lesa ritningarlestrana, en Magnús Geir mun fermast í vor.  Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón, Ólafs Jóns og Sigga Jóns.  Fundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum  þeirra í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2014

Það verður gaman að hittast í Opna húsinu á morgun, fimmtudag í safnaðarheimilinu við Vonarstræti kl. 13:30-15:30.Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup verður gestur okkar. Þetta verður bæði fróðleg og skemmtileg stund. Gott með kaffinu, hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2014

Séra Hjálmar Jónsson er í námsleyfi um einsmánaðar skeið og mun séra Karl Sigurbjörnssn leysa hann af á meðan. Séra Karl byrjar á morgun og mun hann leiða bæna-og kyrrðarstundina í hádeginu sem byrjar kl. 12:10. Að henni lokinni er góð máltíð í safnaðarheimilinu sem Ásta og Katrín sjá um. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2014

Á aldahvörfum eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson

Bókin: Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson er komin úr prentun og er til sölu hjá Laufeyju í síma 520-9700. I Byggingasagan og II Í iðu þjóðlífs eftir sr. Þóri Stephensen fyrrum dómkirkjuprest komu út í einu bindi á 200 ára afmæli kirkjunnar 1996. Tíminn sem síðan er liðinn hefur verið mjög viðburðarríkur, framkvæmdir og breytingar hafa orðið sem nauðsynlegt var talið að gera skil.
Í þessarri bók er þó áherslan fyrst og fremst á starfinu í Dómkirkjunni og á vegum safnaðar hennar. Margt fólk hefur komið að þar við sögu og er sjálfsagt að hlut þess séu gerð skil, svo mjög sem allt það sem fram hefur farið hefur byggst á framlagi þess.
Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum er  í pappírskilju, ríkulega prýdd myndum, eintakið kostar 5000 krónur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...