Dómkirkjan

 

Séra Hjálmar prédikar sunnudaginn 5. október

Sunnudaginn 5. október messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Fræðandii og skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjon Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 1/10 2014

Ungdóm í kvöld kl. 19:30 – 21:00

Nú er mikil gróska í Ungdóm-starfinu. Síðustu tvo þriðjudaga hafa ca. 20 unglingar mætt og það er mikið fjör í þeim glaða hópi. Tvær stúlkur sem fermdust síðast liðið vor létu sjá sig og ætla að halda áfram í vetur. Það er mikið gleðiefni og vonumst við til að sjá fleiri fyrrverandi fermingarbörn á þriðjudögum.

Í kvöld  verður Actionary-kvöld í Ungdóm. Samveran byrjar kl. 19:30, skipt verður í nokkur lið sem keppa sín á milli hvert þeirra sé best í að leika orð og uppgötva þau. Leikurinn er mjög líkur pictionary en í staðinn fyrir að teikna orð verður að leika það.

Í  kvöld rennur út skráningarfrestur fyrir Landsmót 2014. Þeir sem ætla að skrá sig þurfa að skila leyfisbréfi og 6000 kr. staðfestingargjaldi. Við stefnum á að fara með stóran hóp á mótið en það er alls engin skylda að fara. Nánari upplýsingar og leyfisbréf hér!

Við munum standa fyrir fjáröflun og þeir sem það vilja geta safnað fyrir öllu mótsgjaldinu.

Kær kveðja,

Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2014

Bæna- kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl. 12:10-12.30. Að henni lokinni er haldið í safnaðarheimilið og snætt saman. Fréttst hefur að “gestakokkur” morgundagsins ætli að bjóða upp á plokkfisk með nýjum íslenskum kartöflum. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2014

Skemmtilegt prjónakvöld í Vonarstrætinu í kvöld. Signý Guðmundsdóttir sýndi sitt fallega og fjölbreytta handverk. Takk fyrir kvöldið Signý og þið öll sem komuð.

IMG_2118IMG_2135 IMG_2134 IMG_2132 IMG_2123 IMG_2119 IMG_2118 IMG_2116

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2014

Prjónakvöld í safnaðarheimilinu við Vonarstræti kl. 19 í kvöld.

Signý Guðmundsdóttir verður gestur okkar í kvöld, hún mun sýna okkur ýmislegt fallegt sem hún hefur unnið.  Súpa, kaffi og sætmeti á 1000 kr.  Karlar og konur, ungir sem aldnir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2014

Gleðidagur í Dómkirkjunni í dag, frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vígði séra Elínu Salóme Guðmundsdóttur og Kristínu Kristjánsdóttur djákna.

640pix__MG_1316-1640pix__MG_1314 640pix__MG_1311-6

Laufey Böðvarsdóttir, 28/9 2014

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á morgun, kl. 11 Minni á að vegna prests-og djáknavísglu fara börnin beint uppá kirkjuloft með okkar ágætu æskulýðsleiðtogum. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2014

Tvær konur verða vígðar til prests- og djáknaþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn kemur kl. 11. Vígðar verða:

Kristín Kristjánsdóttir djáknakandídat til þjónustu í Fellasókn og Hólabrekkusókn og Mag. Theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir til prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli.

Vígsluvottar verða: Sr. Örn Bárður Jónsson, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, sr. Arndís Bernharðsdóttur Linn, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir.
Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014

Kristsdagur verður haldinn í Hörpu laugardaginn 27. sept. 2014. Aðaldagskráin verður í Eldborgarsalnum, kl. 10-12 og 14-16 og síðan tónleikar frá 18-20.

Sjá naánar á kristsdagur.is

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014

Prests- og djáknavígsla sunnudaginn 28. september kl.11

Á sunnudaginn kemur verður prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni kl. 11.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir Kristínu Kristjánsdóttur, djáknakandídat og Mag. Theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur.
Vígsluvottar verða: Sr. Örn Bárður Jónsson, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, sr. Leifur Ragnar Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. 
 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...