Dómkirkjan

 

Nú er barna-og unglingastarf Dómkirkjunnar komið í sumarfrí. Við erum lánsöm með okkar góðu æskulýðsleiðtoga þá Ólaf Jón og Sigurð Jón. Þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til byrja aftur af krafti í haust með fræðandi og skemmtilegt starf. Hér má sjá þá félaga með formanni sóknarnefndar Marinó Þorsteinssyni, Kristínu Rut og Áslaugu Dóru.

Formaðurinn góði 026.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2014

Ungdóm kl. 13 í safnaðarheimilinu á morgun, sunnudag.

Á morgun sunnudag verður síðasta samvera Ungdóm í vor. Við ætlum að hittast í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 13 og skunda saman útí Hljómskálagarð, fara þar í leiki, t.d. ultimate frisbee og kubb. Dagskrá lýkur um 14:30. Það er spáð góðu veðri og stefnir í mikið stuð. Við vonumst til að sjá sem flesta unglinga.
Ungdóm-samverurnar hefjast aftur í september og við vonumst til að sjá sem flesta unglinga halda áfram að mæta í Ungdóm næsta haust, við munum að minnsta kosti halda áfram að halda úti öflugu æskulýðsstarfi 
Hér koma nokkrar myndir frá því Ungdómhópurinn gisti í safnaðarheimilinu í vor, mikVhTuVKW2-q48ILUOF7Yz3kIdGwwFguJJAxcgSi3wiv8ið fjör og gaman.hxjChSFxBXIUnZDCKKhEHEevcvFQpGJK6XYlgyDaUDU WOZZUIdI6_EFWAmwJcGfFG2ACCSquXOC4Ge_OODasK4-2 z9iRdWi-I9WRDEth2wrRnQfny98LtNJ62CdCbVhGRls-1 SM87txhG54OL3nZu7ZBpfO8NVCtAeEBp0qxSyPTrc6s kAwu3u0Po5aftgLF37MfCrwepemKoMNxAoVnIgWtb0o

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2014

Barnastarfið á kirkjuloftinu á mæðradaginn 11. maí kl.11.

Messa kl.11 á mæðradaginn 11 maí. Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Síðasta samveran í barnastarfinu á þessu vori. Það er líf og fjör í barnastarfinu hjá þeim Óla Jóni og Sigga Jóni. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 9/5 2014

Loksins, loksins er komið að samveru á fimmtudegi, eftir alla fimmtudagsfrídagana. Hlökkum til að sjá ykkur í dag í Lækjargötunni. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Gott með kaffinu eins og alltaf.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2014

Það iðar allt af lífi hér í miðbænum á þessum sólríka degi, garðyrkjumenn borgarinnar keppast við að snyrta og fegra Mæðragarðinn, því mæðradagurinn er á sunnudaginn. Mæðragarðurinn er austan við safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hann var gerður árið 1925 og styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson var sett upp í garðinum árið 1928. Séra Hjálmar prédikar í Dómkirkjunni á mæðradaginn og lokasamveran í barnastarfinu á þessu vori verður þá. Tilvalið að mæta í messu með börn/barnabörn og koma síðan við í Mæðragarðinum og skoða styttuna Móðurást.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014

Kyrrðarbæn í dag, miðvikudag kl. 17.30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014

Kammerkór Dómkirkjunnar söng inn vorið í hug og hjörtu okkar sem hlýddu. Takk fyrir okkur.

IMG_1145IMG_1155IMG_1153

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag kl. 12:10

Bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni í dag kl. 12:10. Veitingar í safnaðarheimilunu á eftir. Hjartanlega velkomin á þessa góðu stund.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn fimmtudaginn 15. maí

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014  í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a og hefst kl. 17:15. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014

Helgi Skúli Kjartansson fræddi gesti prjónakvöldsins um liðna tíð.

Það var skemmtilegt að fá Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing til okkar á prjónakvöldið, hann fræddi okkur um gömlu Reykjavík m.a. gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti, ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða hvíli þar. Mikil saga og fróðleg og var gaman að fara aftur í tímann eina kvöldstund og gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið hér í Kvosinni á liðnum öldum.012016015

Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS