Nú er mikil gróska í Ungdóm-starfinu. Síðustu tvo þriðjudaga hafa ca. 20 unglingar mætt og það er mikið fjör í þeim glaða hópi. Tvær stúlkur sem fermdust síðast liðið vor létu sjá sig og ætla að halda áfram í vetur. Það er mikið gleðiefni og vonumst við til að sjá fleiri fyrrverandi fermingarbörn á þriðjudögum.
Í kvöld verður Actionary-kvöld í Ungdóm. Samveran byrjar kl. 19:30, skipt verður í nokkur lið sem keppa sín á milli hvert þeirra sé best í að leika orð og uppgötva þau. Leikurinn er mjög líkur pictionary en í staðinn fyrir að teikna orð verður að leika það.
Í kvöld rennur út skráningarfrestur fyrir Landsmót 2014. Þeir sem ætla að skrá sig þurfa að skila leyfisbréfi og 6000 kr. staðfestingargjaldi. Við stefnum á að fara með stóran hóp á mótið en það er alls engin skylda að fara. Nánari upplýsingar og leyfisbréf hér!
Við munum standa fyrir fjáröflun og þeir sem það vilja geta safnað fyrir öllu mótsgjaldinu.
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2014
Signý Guðmundsdóttir verður gestur okkar í kvöld, hún mun sýna okkur ýmislegt fallegt sem hún hefur unnið. Súpa, kaffi og sætmeti á 1000 kr. Karlar og konur, ungir sem aldnir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2014
Tvær konur verða vígðar til prests- og djáknaþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn kemur kl. 11. Vígðar verða:
Kristín Kristjánsdóttir djáknakandídat til þjónustu í Fellasókn og Hólabrekkusókn og Mag. Theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir til prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli.
Vígsluvottar verða: Sr. Örn Bárður Jónsson, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, sr. Arndís Bernharðsdóttur Linn, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir.
Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014
Sjá naánar á kristsdagur.is
Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014
Á sunnudaginn kemur verður prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni kl. 11.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir Kristínu Kristjánsdóttur, djáknakandídat og Mag. Theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur.
Vígsluvottar verða: Sr. Örn Bárður Jónsson, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, sr. Leifur Ragnar Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2014
Signý var um árabil bóndi í Skálholti, hún rak þar myndarbú með manni sinum Guttormi, einnig hefur hún verið handmenntakennari síðan hún lauk Kennaraháskólanum 1985 Textíldeild,1986 og var eitt ár í smíðadeild KHí. Signý hefur sótt fjögur námskeið hjá Inge Marie Regnar í þæfingu í Danmörku, úttsaumsnámskeið hjá Björk á Skals og fjölbreytt námskeið tengd silfursmíði og trésmíði.
Prjónakaffið hefat kl. 19 með léttum kvöldverði og kaffi á góðu verði, sjáumst í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a mánudagskvöldið 29. september.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2014