Dómkirkjan

 

Mist Þrastardóttir las lexíuna á allra heilaga messu

Mist Þrastardóttir, Geir. R. Tómasson og séra Sveinn Valgeirsson.

photo

Við allra heilagra messu í gær í Dómkirkjunni lásu Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson ritningarlestrana, fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna. Mist mun fermast næsta vor, en Geir sem er 98 ára var fermdur af séra Bjarna Jónssyni í Dómkirkjunni árið 1930. Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust í gær og í messunni voru frumflutt tónverk ungra tónskálda, verkin “Sálmur 100″ eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og “Treystu Drottni” eftir Soffíu Björg Óðinsdóttur. Hin aldna dómkirkja er býður ætíð unga sem aldna velkomna

Slóðin: http://ruv.is/sarpurinn/gudsthjonusta-i-domkirkjunni-i-reykjavik/02112014

 

 

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2014

Skemmtilegir gestir komu til okkar í dag, en það voru konur úr kvenfélagi Laugdæla. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup sýndi þeim kirkjuna og sagði merka sögu hennar. Takk fyrir komuna og samveruna

IMG_0240IMG_0244IMG_0259IMG_0263IMG_2232IMG_2234IMG_0286IMG_2230IMG_2236IMG_0288

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2014

Séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur prédikar í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudaginn 2. nóvember kl. 14

Séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur prédikar í Mosfellskirkju í  Grímsnesi sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.

Afi Þóris Stefán Stephensen þjónaði þar  á árum áður.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014

Það er margt á döfinni hjá okkur í Dómkirkjunni. Á morgun fáum við konur úr kvenfélagi Laugdæla í heimsókn, það verður ánægjulegt að fá góða gesti austan úr sveitum. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að sýna gestunum kirkjuna og segja sögur.
Á sunnudag er messa kl.11 og upphaf tónlistardaga Dómkirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestrana lesa þau Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar, á básúnur leika Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson og á trompet Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Frumflutt verða verkin Davíðssálmur 100 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og Treystu Drottni eftir Soffíu Björgu Óðinsdóttir.
Á sunnudagskvöldið kl. 20 flytur Dómkórinn Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, ásamt smáverki hans Cantique de Jean Racine.
Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson, barítón, og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran.
Orgel: Lenka Mátéová
Stjórnandi: Kári Þormar
Miðaverð: 3000 kr. / 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014

Tónlistardagar Dómirkjunnar 2014

2. nóvember kl.11

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni

2. nóvember kl. 20

Tónleikar í Neskirkju

Dómkórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir G.Fauré

Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir

Orgel: Lenka Mateóva

Stjórnandi: Kári Þormar

 

3. nóvember kl. 20

 

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

Eyþór Franzson Wechner

 

4. nóvember kl. 20

 

Einsöngstónleikar

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson

 

9.nóvember kl.11

Messa

 

9.nóvember kl.17

 

Brass og orgel

 

Jóhann Stefánsson, trompet

Óðinn Melsted, trompet

Einar Jónsson, básúna

Guðmundur Vilhjálmsson, básúna

Kári Þormar, orgel

 

12.nóvember kl. 20

Lokatónleikar

Frumflutningur á 6 nýjum íslenskum verkum eftir:

Árna Berg Zoëga

Ásbjörgu Jónsdóttur

Bergrúnu Snæbjörnsdóttur

Georg Kára Hilmarsson

Soffíu Björgu Óðinsdóttur

Örn Ými Arason

Flytjendur eru: Dómkórinn í Reykjavík

Stjórnandi Kári þormar

 

Frumflutningur á Stabat Mater eftir JónasTómasson

 

Hanna Dóra Sturludóttir, messósópran

Ármann Helgason, klarinett

Kjartan Óskarsson, klarinett

Sigurður Snorrason, klarinett

 

 

 

Styrktaraðilar: Tónmenntasjóður Kirkjunnar

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2014

Dómkórinn með tónleika 2. nóvember kl. 20:00

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 20 flytur Dómkórinn í Reykjavík hið ástsæla Requiem franska tónskáldsins Gabriel Fauré. Tónleikarnir, sem verða í Neskirkju, eru hluti af Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014, en þeir standa frá 2. til 12. nóvember. Að auki flytur kórinn smáverkið Cantique de Jean Racine sem er einnig eftir Fauré.

Á tónleikunum mun kórinn syngja undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Á orgelið leikur Lenka Mátéová en söngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson barítón. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 sem söngkona ársins og hefur Fjölnir unnið til fjölda verðlauna erlendis þrátt fyrir ungan aldur.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2014

Ljóðalestur á fimmtudegi. Á morgun fimmtudag mun séra Karl Sigurbjörnsson, biskup lesa ljóð í Opna húsinu. Verið velkomin að njóta ljóða og góðra veitinga kl. 13.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2014

16Við messu í Dómkirkjunni sl sunnudag tóku fulltrúar  líffæragjafa og –þega, þátt og færðu þakkir fyrir fyrir þau sem gáfu líf sitt öðrum til lífs og beðið var fyrir þeim og öllum sem standa að líffæragjöfum. Var þetta í tilefni af Líffæragjafadegi, sem haldinn var á laugardaginn, þar sem þetta málefni var kynnt.

Fulltrúi líffæragjafa var Þórunn Guðrún Einarsdóttir, móðursystir Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést af afleiðingum bílslyss sl.vetur, 18 ára að aldri.

Hann hafði rætt um það að vilja vera líffæragjafi og einkunnarorð hans allt frá fermingu voru Gullna reglan: „ Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“  Síðasta gjöf hans í þessu lífi var í þeim anda.  Fimm einstaklingar hlutu lífgjöf vegna gjafa hans. Og við þökkum þá visku og þekkingu sem gerir þetta mögulegt á okkar tímum og blessum minningu hans og annarra sem hafa verið öðrum lífgjöf.

Fulltrúi líffæraþega við messuna var Kjartan Birgisson sem er formaður áhugafélags um líffæragjafir, „Annað líf“.

Vitnisburður þessa fólks setur okkur öll andspænis spurningunni: Ef ég vildi þiggja vildi ég þá ekki gefa? Ættum við ekki öll að íhuga þá spurningu í ljósi Gullnu reglunnar? Og láta vilja okkar í ljósi. Og sannarlega snýst þetta um það að við erum öll þiggjendur, við gætum ekki lifað án þess að njóta annarra að í því undursamlega samhengi að gefa og þiggja sem lífið er.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2014

Prjónakvöld í kvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hér eru þau hjónin í Annríki, Hildur og Ásmundur ásamt fríðu föruneyti í Grímsnesinu góða. Hildur og Ásmundur verða gestir á prjónakvöldinu í kvöld 27. október. Prjónakvöldið byrjar kl. 19 með súpu og kaffi. Þau hjónin koma með faldbúninga og fleira fallegt til að sýna okkur. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarheimilinu við Vonarstræti.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2014

Óskar í Sunnubúðinni var gestur okkar í Opna húsinu og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja eins og bráðskemmtilegri frásögn af ketti prestsins. Þökkum Óskari og ykkur öllum sem mættuð fyrir góðan dag.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...