Dómkirkjan

 

Samtal um trú.

Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá 18. Febrúar til 25. mars, verður boðið upp á námskeið, “Samtal um trú,” í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar Lækjargötu 14a.  Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00.  Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup og séra Sveinn Valgeirrson verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Auk þeirra mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, verða með fyrirlestur 18. mars, um áhrif Davíðssálma, Saltarans.

Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2015

Sunnudagur í föstuinngang 15. febrúar, skemmtilegur sunnudagur framundan í Dómkirkjunni.

Í messunni á sumnudaginn kl. 11:00 mun séra Hjálmar Jónsson þjóna. Katla Kristjánsdóttir les upphafsbænina, en Katla mun fermast hér í Dómkirkjunni á skírdag. Ritningarlestrana lesa þau Geir R. Tómasson  og Anna Ýr Böðvarsdóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Fræðandi og skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu að venju í umsjón þeirra Óla Jóns og Sigurðar Jóns.  Messukaffi í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessa er kl. 20:00 í Dómkirkjunni, ljúf stund með góðu fólki.

Hjartanlega velkomin til okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2015

Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna Í kvöld ætlum við að undirbúa atriði fyrir Æskulýðsdaginn 1. mars. Stefnt er að taka upp myndband. Bkv. Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2015

Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Guðrún rifjar upp góðar og skemmtilegar minningar. Guðrún er fædd á vinnustaðnum sínum, en hún er fædd á Frúarganginum á Grund.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/2 2015

Kirkjunefnd Kvenna Dómkirkjunnar fundar á morgun, mánudag.

Sælar kæru félagskonur.
Fundur á morgun mánudag 9. febrúar.
Mæting kl 5-5:30., sjáumst í safnaðarheimilinu. 

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2015

Messa kl. 11. sunnudaginn 8. febrúar. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Arnfríður Einarsdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir lesa ritningarlestrana. Fræðandi og gott barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2015

Í Opna húsinu á fimmtudaginn verður Gylfi Jónsson flugstjóri með erindi. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Gott með kaffinu og góður félagsskapur.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2015

Í kvöld verður kósý kvikmyndaköld í Ungdóm. Boðið verður upp á popp og djús en krakkarnir mega líka koma með temmilegar veitingar vilji þau borða nammi eða snakk á meðan myndinni stendur. Kær kveðja Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2015

Næsta prjónakvöld verður mánudaginn 23. febrúar kl. 19 og gestur okkar þá verður Davíð Scheving Thorsteinson. Takið kvöldið frá;-)

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2015

Samtal um trú. Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá og með 18. febrúar, verður boðið upp á námskeið, Samtal um trú, í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00 Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700 eða senda tölvupóst á laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS