Dómkirkjan

 

Æðruleysismessa verður nk. sunnudag þann 23. nóvember kl. 20

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2014

Messa sunnudaginn 16. nóvember 2014 kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Ritningarlestrana lesa mæðgurnar Steinunn Lárusdóttir og Edda Jónsdóttir, en Steinunn fermist í vor í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2014

Á morgun, fimmtudag fáum við góðan gest í Opna húsið. Það er Margrét Pálmadóttir, tónlistarkona. Margrét verður með skemmtilegt innlegg um kærleika og trú. Gott kaffi og kökur, góð samvera. Hlökkum til að sjá ykkur hér við Tjörnina. Opna húsið er frá 13:30-15.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2014

Glæsilegir tónleikar miðvikudagskvöld kl. 20

Frumflutningur á nýjum kórverkum eftir nýútskrifuð tónskald:
Ásbjörg Jónsdóttir: Sálmur 100
Georg K. Hilmarsson: Sálmur 121
Bergrún Snæbjörnsdóttir: Ímynd Guðs
Örn Ýmir Arason: Davíðssálmur 42
Árni Bergur Zoëga: Passíusálmur 50
Soffía Björg Óðinsdóttir: Treystu drottni
Dómkórinn í Reykjavík
Kári Þormar, stjórnandi

Frumflutningur á Via Crucis / Stabat Mater eftir Jónas Tómasson
Hanna Dóra Sturludóttir, messósópran
Chalumeaux-tríóið
Ármann Helgason, klarinett
Kjartan Óskarsson, klarinett
Sigurður Snorrason, klarinett

Miðaverð: 2000. kr. / 1.500 kr. í forsölu hjá flytjendum

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2014

Það var þétt dagskrá í Dómkirkjunni í gær, góð messa, messukaffi, Brass tónleikar og loks var Unglist með tónleika um kvöldið.
Allt var þetta ljúft og gott.
Í dag er hattafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, séra Karl biskup ætlar að vera með okkur og segja frá. Það verður bæði fróðlegt og skemmtilegt. Konurnar eru að koma í hús milli 17 og 17.30.
Á morgun, þriðjudag er bænastund kl. 12:10 í kirkjunni. Þar er gott að vera í góðum hóp og að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið í léttan hádegisverð. Á morgun verða “gestakokkar” þær Hanna og Helga. Verið hjartanlega velkomin.
Minni líka á tónleikana á miðvikudagskvöldið kl. 20. Þá verða frumflutt verk eftir ung íslensk tónskáld. Tónlistardögum Dómkirjunnar lýkur með þessum glæsilegum tónleikum.IMG_0505

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2014

Brass á Tónlistardögum í Dómkirkjunni. Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted trompetleikarar, Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson básúnuleikarar ásamt Kára Þormar organista, flytja hátíðlega tóna í dag sunnudag 9. nóvember kl. 17 Á efnisskránni eru verk eftir: Flor Peeters, André Campra, Kjell Mörk Karlsen, Giovanni Gabrieli og fleiri

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup þjónar og prédikar fyrir altari sunnudaginn 9. nóvember kl.11.

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Einar Gottskálksson les upphafsbæn. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttir. Sigurbjörn Þorkelsson og Elísa Schram lesa ritningarlestrana. Daníel Steingrímsson, Áslaug Haraldsdóttir og Kristín Bjarnadóttir lesa almenna kirkjubæn. Messukaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2014

Á morgun fimmtudag verður séra Karl Sigurbjörnsson, biskup með okkur í Opna húsinu. Kaffi, kökur og góð samvera. Verið hjartanlega velkomin. Opna húsið er frá 13.30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2014

Dásamlegir tónleikar með Diddú og Jónas iIngimundarsyni.

IMG_0372 IMG_0363 IMG_0390

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2014

Diddú og Jónas Ingimundarson í kvöld 4. nóvember kl. 20. Verið velkomin

 

Eyþór Fransson Wecner lék listavel á orgelið í Dómkirkjunni í gær. Tónkistardagar Dómkirkjunnar halda áfram, í kvöld eru það Diddú og Jónas Ingimundarson. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...