Dómkirkjan

 

Annar sunnudagur í aðventu

Næsti sunnudagur 4. desember er annar sunnudagur í aðventu. Messað verður kl. 11 að venju. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Að venju er sunnudagskólinn á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.

Ástbjörn Egilsson, 1/12 2011

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Næst sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu og hefst þar með nýtt kirkjuár. Í dómkirkjunni verða tvær messur auk aðventukvölds. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og munu börnin kveikja á fyrsta kertinu í aðventukransinum áður en þau fara upp á kirkjuloft með leiðtogunum. Kl. 14 er svo sænsk messa þar sem sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Kl. 20 er aðventukvöld Dómkirkjunnar. Ræðumaður kvöldsins er Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið og stjórnar. Einsöng syngur Alexandra Chernyshova. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir þessa stund og flytur lokabæn. Að lokinni stundinni í kirkjunni er messukaffi í boði kirkjunefndar kvennar.

Ástbjörn Egilsson, 24/11 2011

Kjartan Sigurjónsson á Tónlistardögum Dómkirkjunnar.

Kjartan Sigurjónsson heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 22.júlí.
Á efnisskránni eru Gotnesku svítan eftir Böellmann og Fantasía og fúga eftir Bach. Auk þess leikur hann verk eftir Clérambault og Sweelinck.
Kjartan Sigurjónsson stundaði orgelnám hjá dr. Páli Ísólfssyni við Tónlistar-skólann í Reykjavík á árunum 1958-66. Jafnframt var hann í píanónámi hjá frú Annie Leifs. Á árinu 1984 var hann við orgelnám hjá próf. Gerhard Dickel í Hamborg og hefur auk þess sótt námskeið hjá Dame Gillian Weir og fleiri organistum.
Kjartan var organisti við eftirtaldar kirkjur: Kristskirkju í Landakoti 1958-66, kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík 1963-1966, kirkjur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði 1967-75, Ísafjarðarkirkju 1976-85, Kópavogskirkju 1985-87, Seljakirkju í Reykjavík 1987-97 og Digraneskirkju í Kópavogi frá 1997. Hann lét af störfum vorið 2010 fyrir aldurs sakir.
Hann var formaður Félags íslenskra organista frá árinu 1990 til 2004, og var kjörinn heiðursfélagi félagsins þegar hann hætti formennsku. Kjartan átti sæti í norræna kirkjutónlistarráðinu. Hann var forseti þess 1990-1992 og gegndi því starfi í annað sinn frá 2008.
Kjartan hefur haldið fjölda orgeltónleika bæði hér heima og erlendis. Hann gaf út hljómdiskinn „Orgelverk aldinna meistara“ 2001 og annan disk með orgeltónlist í tilefni af sjötugsafmæli sínu árið 2008.

Tónleikarnir hefjast kl.20.00

Ástbjörn Egilsson, 21/11 2011

Sunnudagur 20. nóvember

Næsti sunnudagur er síðasti sunnudagur kirkjuársins,en næsti sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu og fyrsti sunnudagur nýs kirkjuárs. Tvær messur verða í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólinn er á sínum stað kl. 11 einnig.

Kl. 20 er síðan æðruleysismessa og þar flytur Karl V. Matthíasson hugleiðingu, en sr. Jakob Ágúst leiðir stundina. Bræðrabandið sér um tónlistina en við fáum sem einsöngvara Karen Þráinsdóttur.

Ástbjörn Egilsson, 18/11 2011

Tónleikar Dómkórsins á sunnudaginn

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2011
Ný, íslensk messa frumflutt

Tónlistardagar Dómkirkjunnar hafa verið fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga á haustdögum allt frá árinu 1982, en Dómkórinn, nú undir stjórn Kára Þormars dómorganista, hefur haft veg og vanda af skipulagningu og rekstri þeirra. Einn af föstum liðum Tónlistardaganna er flutningur á verki sem Dómkórinn pantar hjá íslensku eða erlendu tónskáldi.
Nú er komið að flutningi nýs tónverks ársins en kórtónleikar Dómkórsins verða í Neskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 20. Þar verður frumflutt messa eftir Egil Gunnarsson, fyrir kór og tíu manna hljómsveit. Messan er í fimm köflum með hefðbundnum texta. Auk þess flytur kórinn verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Martein H. Friðriksson, Önnu S. Þorvaldsdóttur og Báru Grímsdóttur.
Á þriðjudagskvöld heldur Kjartan Sigurjónsson orgeltónleika í Dómkirkjunni þar sem hann leikur Gotnesku svítuna eftir Böellmann og Fantasíu og fúgu eftir Bach.

Ástbjörn Egilsson, 18/11 2011

Orgeltónleikar

Kári Þormar dómorganisti heldur orgeltónleika á Tónlistardögum Dómkirkjunnar á þriðjudaginn 15 nóvember kl.20.00

Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum m.a. orgelverk Högna Egilssonar sem hann samdi í tilefni af 25 ára afmæli orgels Dómkirkjunnar og  var frumflutt á tónlistardögum í fyrra. Þar reynir á ýmsa möguleika orgelsins sem  ekki heyrast dags daglega.

Þá leikur Kári prelúdíu og fúgu yfir BACH eftir Franz Liszt, en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans.

Á tónleikunum verður einnig flutt  prelúdíu og fúga í C- dúr sem gengur undir nafninu 9/8, Salamanca eftir Guy Bovet, þar sem orgelið er að hluta notað sem ásláttarhljóðfæri, verk eftir V.Lubeck og Pál Ísólfsson.

Tónleikarnir hefjast kl.20 og aðgangeyrir er kr.1500

Tónlistardagarnir hafa verið fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga á haustdögum allt frá árinu 1982, en Dómkórinn hefur haft veg og vanda af skipulagningu og rekstri þeirra.

Í ár verða 6 viðburðir á Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Þar má nefna tónleika Kammerkórs Dómkirkjunnar, orgeltónleika Kjartans Sigurjónssonar sem leikur Gotnesku svítuna eftir Böellmann og Fantasíu og fúgu eftir Bach. Aðalviðburður Tónlistardaganna verða kórtónleikar Dómkórsins í Neskirkju. Þar verður frumflutt messa eftir Egil Gunnarsson, fyrir kór og hljómsveit, en það hefur verið áralöng hefð hjá Dómkórnum að panta tónverk eftir íslensk tónskáld.

Ástbjörn Egilsson, 15/11 2011

TÓNLISTARDAGAR HEFJAST

Sunnudaginn 13. nóvember heldur Kammerkór Dómkirkjunnar tónleika á upphafsdegi Tónlistardaga Dómkirkjunnar.  Á efnisskrá eru m.a. verkin Jesu , meine Freude eftir Bach, Ave Maria eftir Rachmaninoff, Ave maris stella eftir Trond Kverno.  Þá verða einnig verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Huga Guðmundsson og Jakob Hallgrímsson.

Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 10/11 2011

13. nóvember

Næsti sunnudagur 13. nóvember er næst síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð samkvæmt kirkjuárinu ,en um leið Kristniboðsdagurinn. Kl. 11 er messa í Dómkirkjunni þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu á sama tíma.

Ástbjörn Egilsson, 9/11 2011

Allra heilagra messa

Næsti sunnudagur, 5. nóvember er allra heilagra messa samkvæmt kirkjuárinu. Þá verða tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrv. sóknarprestur Dómkirkjunnar en núverandi sóknarprestur sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Við fáum ánægjulega heimsókn frá Menntaskólanum Í Reykjavík en kór skólans syngur í messunni undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti er Kári Þormar. Að venju er sunnudagskólinn á kirkjuloftinu. Kl. 20 er síðan minningarmessa þar sem við minnumst látinna.

Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugleiðingu en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar ásamt sr. Hjálmari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur,organisti er Kári Þormar. Fólki gefst kostur á að kveikja á minningarkerti

Ástbjörn Egilsson, 2/11 2011

Sunnudagur 30. október

Næsti sunnudagur 30 október er nítjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Messa er kl. 11 í Dómkirkjunni að venju. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu undir leiðsögn Árna Gunnars og Ólafs Jóns.

Ástbjörn Egilsson, 27/10 2011

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...