Dómkirkjan

 

Það var fallegt handverkið sem unnið var á prjónakvöldinu í Safnaðarheimilinu í kvöld.

IMG_1650IMG_1661IMG_1651

IMG_1647

Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2015

Það er gaman að grúska í gömlum myndum hér í Dómkirkjunni. Hér eru þau: séra Hjalti heitinn Guðmundsson, dómkirkjuprestur og Valgerður Hjörleifsdóttir glöð á góðri stund.

img167

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2015

Kæru fermingarbörn, foreldrar og forráðamenn! Á morgun, þriðjudag verður spurningakeppni í Ungdóm kl. 19:30. Kær kveðja, Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2015

Prjónakvöld, mánudagskvöldið 23. mars kl. 19:00.

Prjónakvöld, mánudagskvöldið 23. mars kl. 19:00 í Safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Létt máltíð, kaffi, sætt með kaffinu og skemmtilegur félagsskapur.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2015

Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 22. mars

Messa kl 11 sunnudaginn 22. mars, Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Skemmtilegi Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2015

Borghildur Fenger, fyrrverandi formaður Hringsins var gestur okkar í Opna húsinu. Hún sagði okkur frá því dýrmæta starfi sem konur í kvenfélaginu Hringnum vinna. Hringskonur hafa sinnt velferðarmálum barna og öðrum góðgerðarmálum af miklum metnaði, bjartsýni og dugnaði. Það var hvetjandi að heyra hvað sjálfboðið starf getur áorkað miklu. Þökkum Borghildi kærlega fyrir. Næsta fimmtudag, þann 19. mars kemur Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur og segir frá Jóni Sveinssyni, Nonna. Aliir velkomnir

IMG_1575

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2015

Samtal um trú

Í kvöld, miðvikudag er námskeiðið Samtal um trú. Að þessu sinni er það Gunnlaugur A. Jónsson sem fjallar um áhrifasögu Saltarans. Byrjum kl. 18 í Safnaðarheimilinu við Vonarstræti, áætlum að vera til 20:30. Létt máltíð og kaffi. Uppbyggjandi og líflegar umræður í góðum hóp. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2015

Kæru fermingarbörm og foreldrar/forráðamenn

Í kvöld klukkan 19:30 verður Ungdóm ekki upp í safnaðarheimili Dómkirkjunnar heldur í Laser Tag að Salavegi 2 kópavogi (beint á móti Lindakirkju). Verð er 1500 krónur (2 leikir) og gott er ef krakkarnir mættu um 19:20. Mæting er upp í Kópavog og hittumst við hress þar.Kær kveðja, Sigurður Jón (s:7745435) og Ólafur Jón (s:6166152)

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2015

Hátíðarmessa var í Dómkirkjunni 8. mars síðastliðinn í tilefni af 85 ára afmæli Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur prédikaði, Karl biskup og séra Sveinn Valgeirsson þjónuðu. Dagbjört Andrésdóttir söng einsöng.

Séra Þórir með dótturdóttur sinni Dagbjörtu sem söng einsöng. Séra Þórir með Dagbjörtu dótturdóttur sinni sem söng einsöng

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2015

Messur kl. 11 og 20 sunnudaginn 15. mars

Sunnudaginn 15. mars er messa kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Gídeon félaginu koma og kynna starfið og lesa ritningarlestrana. Dómkórinn og organisti er Judith Thorbergsson Tobin. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Æðruleysismessa kl. 20:00
Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 13/3 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS