Dómkirkjan

 

Sæl öll! Á morgun, þriðjudag verður næst síðasta Ungdóm-samveran á þessum vetri. Við ætlum að skemmta okkur vel saman og ræða um komandi Landsmót 2015 í Vestmanneyjum 23.-25. október nk. Þau sem fóru á Landsmót 2014 þótti það mjög skemmtilegt og hafa þau lýst yfir að þeim langi að fara með næsta haust. Við vekjum athygli á því að Ungdóm er opið fyrir alla unglinga í 8.-10. bekk og þau sem nú sækja starfið hafa sýnt mikinn áhuga á að halda áfram næsta vetur. Við vonum að þið haldið áfram að hvetja börnin ykkar að mæta að sumarfríi loknu. Ps. myndir úr fermingarferð eru komnar inná www.ungdomkirkjan.wordpress.com! — Kær kveðja, Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2015

Aðalfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 26. apríl.

Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 26. apríl 2015 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a og hefst að lokinni messu kl. 12:15.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2015

Góð messa í dag, hér má sjá þau Ólaf Jón, Egil og Hildi en þau lásu í dag.

Messuni í dag var útvaroað hér er linkur á hana: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20150412

IMG_1849

IMG_1850

IMG_1853

Laufey Böðvarsdóttir, 12/4 2015

Dómkórinn í Reykjavík heldur tónleika á morgun, sunnudagskvöld í Laugarneskirkju. Flutt verður margvísleg kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, gamlar perlur og splunkuný verk. Tónleikarnir eru upptakturinn að kórferð til Lissabon í næstu viku. Miðaverð: 1500 kr.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2015

Messa sunnudaginn 12. apríl kl. 11:00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Egill Arnarsson og Hildur Heimisdóttir lesa ritningarlestrana. Ólafur Jón Magnússon les bæn í messubyrjun.
Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2015

Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að segja okkur frá Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag í Opna húsinu. Með því ætlum við að hita upp fyrir vorferðina okkar, því við stefnum á Eyjar 7. maí. Sjáumst kl. 13:30 í dag

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2015

Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni

20:30 – 21:00
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.

Um Ólaf Elíasson:
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“
Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2015

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu að henni lokinni er létt máltíð í Safnaðarheimilinu. Þetta er góð stund í hádeginu þar sem allir eru velkomnir. Fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Hér eru myndir úr messunni í dag, Karl biskup með lesurum dagsins, þeim Snæfríði og Salvöru. Í Opna húsinu á fimmtudaginn mun Karl biskup segja okkur frá Vestmannaeyjum, en til Eyja er áætlað að fara 7. maí. Karl biskup verður fararstjóri í þeirri ferð svo við getum farið að hlakka til. Sjáumst í bænastundinni a morgun.

IMG_1828

IMG_1821

IMG_1825

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Páskadagur í Dómkirkjunni

IMG_1779

IMG_1795

IMG_1800

IMG_1813

IMG_1815

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Dómkórinn söng dásamlega í báðum hátíðarmessum dagsins undir stjórn Kára Þormar dómorgnista. Á milli messa voru Dómkórsfélagar með glæsilega páskaveislu á kirkjuloftinu. Þökkum fyrir góðan dag.

17423_10153172433640396_8727701061272936859_n-1

11052403_10153172437270396_4862635378899370653_n

Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS