Dómkirkjan

 

Það var vaskur hópur sjálboðaliða sem dreifi Safnaðarblaði Dómkirkjunnar í gær í þessu líka dásamlega veðri. Sjálfboðaliðarnir voru á öllum aldri og þökkum við ykkur öllum sem komuð hjartanlega fyrir hjálpina. Nokkrir voru farnir þegar hópmyndin var tekin.

IMG_344120150918_174859

href=”http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2015/09/IMG_3454.jpg”>IMG_3454

IMG_3417

IMG_3414

12033322_10207601630948082_377073574_n-2

Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015

Sunnudaginn 20. september nk. kl. 11 fer fram djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni.

Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti annast vígsluna.
Einn djáknakandídat og tveir guðfræðikandídatar verða vígðir:
Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.
Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir verður vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Vígsluvottar verða:
Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju.
Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli.
Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli.
Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jons og Sigurðar Jóns. Allir velkomnir

Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2015

Kæru Dómkirkjuvinir, nú er Safnaðarblað Dómkirkjunnar að koma úr prentun, með upplýsingum um vetrarstarfið. Nú er mikilvægt að koma því út. Því vil ég biðja ykkur sem hafið tíma og getu að koma í Safnaðarheimilið á föstudaginn kl. 17 – 19 og hjálpa til við að bera út blaðið. Hugmyndin er að tveir og tveir fari saman og taki um klukkustundar blaðburð. Eins væri frábært ef einhverjir gætu komið með meðlæti og vildu hella uppá könnuna. Þetta gæti verið ljómandi skemmtilegt samfélag. Við sláum með þessu tvær flugur í einu höggi, spörum himinhá póstburðargjöld og aukum félagsauðinn umtalsvert. Vænt þætti mér að heyra í þeim sem komast, svo hægt sé að skipuleggja þetta aðeins og sjá til þess að nóg verði með kaffinu. Nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703 laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2015

Dásamlegur dagur að kvöldi kominn og á morgun verða fagnaðarfundir þegar Opna húsið byrjar eftir sumarfrí. Sjáumst í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Opna húsið er frá 13.30-15:30. Verið hjartanlega velkomin.

IMG_3395

IMG_3393

IMG_3391

Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2015

Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14. Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð. Kennt verður á fimmtudögum í Neskirkju. Hvað er kristin trú?

Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2015

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, súpa í safnaðarheimilinu, Katrín Ásgeirsdóttir er gestakokkur dagsins. Bach tónleikar í kvöld frá klukkan 20.30 – 21.00, Ólafur Elíasson leikur á flygilinn. Ungdóm í kvöld frá 19.30 – 21.00. Hér koma nokkar myndir sem teknar voru í vikunni.

IMG_3351

IMG_3389

IMG_3362

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2015

Við messu í Dómkirkjunni nk. sunnudag verður, eins og í öðrum kirkjum landsins, tekið við fjárframlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem í samstarfi við alþjóðleg hjálparsamtök kirkna veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátakanna á Sýrlandi. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum sem eru á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2015

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september.

10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Minningarstund með hugvekju og tónlist verður í Dómkirkjunni kl. 20 í kvöld. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2015

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 13. september, sem er fimmtándi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Messan byrjar að venju klukkan 11.00. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Snæfríður Kjartansdóttir og Magdalena Salvör Schram lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2015

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ? UM KRISTNA TRÚ Í SÖGU OG SAMTÍÐ

Hvernig varð kristin trú til? Hver er Jesús, þessi sögulega persóna sem allt hverfist um og var tekinn af lífi í Jerúsalem? Hvernig stóð á því að hann varð Kristur í trúarjátningum kristninnar? Hvernig þróaðist kristin trú þegar horft er til trúarlegra athafna, skipulags og helgihalds? Hvernig var sambandi háttað við önnur samfélög á þeim slóðum þar sem kristin trú breiddist út? Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum og hvað einkennir hana? Hvernig á kristin trú að vera?

Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14.
Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð.

STAÐSETNING
NESKIRKJA

HVENÆR
FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 18-20

KENNARAR
HJÁLMAR JÓNSSON
SIGURVIN L. JÓNSSON
SKÚLI S. ÓLAFSSON
SVEINN VALGEIRSSON
RÚNAR REYNISSON

DAGSKRÁ
LÉTTUR KVÖLDVERÐUR
FYRIRLESTUR
UMRÆÐUR

17. september
„Hvern segja menn mig vera?“ Frá Jesú sögunnar til Krists trúarinnar
Við veltum fyrir okkur hvað við getum vitað um aðal-persónu kristinnar trúar, Jesú, og sömuleiðis því hvernig trúin á hann varð til.

24. september
„Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblían: Texti og túlkun
Kristin trú byggir á ritningum. Við skoðum þær nánar og spyrjum hvernig skuli túlka þær.

1. október
„Faðir vor“ Guðsmynd og mannskilningur
Við skoðum hvernig tungu-málið er notað í umfjöllun um Guð en það skiptir sköpum þegar við hugsum um sam-bandið milli guðs og manns.

8. október
„Fylg þú mér.“ Siðfræði og sjálfsmynd
Kristin siðfræði verður til umfjöllunar og það hvernig hún tengist kristnum mann-skilningi þar sem manneskj-an er sögð sköpuð í mynd Guðs.

15. október
„Hér er hvorki . . . karl né kona . . .“ Kristin trú og kynferði
Mál tengd kynferði og kyn-heigð hafa valdið átökum innan kirkjunnar. Þetta kvöld verður fjallað um þessa spennu og hún sett í samband við sjálfsmynd kirkjunnar og stefnumót hennar við samtímann.

17. október (laugardagur)
„Heilög, almenn kirkja?“ Sýn og skipulag
Fjallað verður um spenn-unna sem ríkir á milli kristni sem hugsjónar og kirkju sem félagslegrar hreyfingar.

Guðsþjónustan verður einnig til umfjöllunar og rætur hennar og uppbygging skoðuð. Hver er tilgangur guðsþjónustu í kristinni kirkju, hvaða boðskap flytjum við og er hann óhaggan-legur?

22. október
„Skapari jarðar.“ Kristin trú og stjórnmál
Fjallað verður um annars konar togstreitu sem ríkir á milli kirkju og samfélags, þar sem einkum er horft til hefða, valds og lýðræðis.

29. október
„Til endimarka jarðarinnar.“ Kristin trú í hnattvæddum heimi
Rætt verðu um hnattvæðing-una og framtíð kristinnar trúar. Einkum tvær áskoranir blasa þar við, annars vegar færist þyngdar-punktur kirkjunnar frá Vesturlöndum til annarra heimshluta, einkum í Afríku og S-Ameríku. Hins vegar skapa tengsl kristinnar við önnur trúarbrögð margvíslegan vanda.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS