Æðruleysismessa
Æðruleysismessan er í kvöld, sunnudag kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Við munum koma saman í bæn og hugleiðslu þar sem við hugleiðum orð Guðs.
Stundin verður nærandi, fyllt ró og við munum heiðra fallega batakefið sem Guð hefur gefið okkur með sporunum tólf.
Sr. Fritz kemur frá Noregi og leiðir stundina, Díana flytur hugleiðingu, Sr. Karl leiðir okkur í bæn, Ástvaldur verður á orgelinu, Óskar Axel mun stýra söngnum og við fáum félaga sem deilir reynslu sinni með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 21/2 2016
Í dag fimmtudag, 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíla frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2016