Hvernig varð kristin trú til? Hver er Jesús, þessi sögulega persóna sem allt hverfist um og var tekinn af lífi í Jerúsalem? Hvernig stóð á því að hann varð Kristur í trúarjátningum kristninnar? Hvernig þróaðist kristin trú þegar horft er til trúarlegra athafna, skipulags og helgihalds? Hvernig var sambandi háttað við önnur samfélög á þeim slóðum þar sem kristin trú breiddist út? Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum og hvað einkennir hana? Hvernig á kristin trú að vera?
Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14.
Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð.
STAÐSETNING
NESKIRKJA
HVENÆR
FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 18-20
KENNARAR
HJÁLMAR JÓNSSON
SIGURVIN L. JÓNSSON
SKÚLI S. ÓLAFSSON
SVEINN VALGEIRSSON
RÚNAR REYNISSON
DAGSKRÁ
LÉTTUR KVÖLDVERÐUR
FYRIRLESTUR
UMRÆÐUR
17. september
„Hvern segja menn mig vera?“ Frá Jesú sögunnar til Krists trúarinnar
Við veltum fyrir okkur hvað við getum vitað um aðal-persónu kristinnar trúar, Jesú, og sömuleiðis því hvernig trúin á hann varð til.
24. september
„Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblían: Texti og túlkun
Kristin trú byggir á ritningum. Við skoðum þær nánar og spyrjum hvernig skuli túlka þær.
1. október
„Faðir vor“ Guðsmynd og mannskilningur
Við skoðum hvernig tungu-málið er notað í umfjöllun um Guð en það skiptir sköpum þegar við hugsum um sam-bandið milli guðs og manns.
8. október
„Fylg þú mér.“ Siðfræði og sjálfsmynd
Kristin siðfræði verður til umfjöllunar og það hvernig hún tengist kristnum mann-skilningi þar sem manneskj-an er sögð sköpuð í mynd Guðs.
15. október
„Hér er hvorki . . . karl né kona . . .“ Kristin trú og kynferði
Mál tengd kynferði og kyn-heigð hafa valdið átökum innan kirkjunnar. Þetta kvöld verður fjallað um þessa spennu og hún sett í samband við sjálfsmynd kirkjunnar og stefnumót hennar við samtímann.
17. október (laugardagur)
„Heilög, almenn kirkja?“ Sýn og skipulag
Fjallað verður um spenn-unna sem ríkir á milli kristni sem hugsjónar og kirkju sem félagslegrar hreyfingar.
Guðsþjónustan verður einnig til umfjöllunar og rætur hennar og uppbygging skoðuð. Hver er tilgangur guðsþjónustu í kristinni kirkju, hvaða boðskap flytjum við og er hann óhaggan-legur?
22. október
„Skapari jarðar.“ Kristin trú og stjórnmál
Fjallað verður um annars konar togstreitu sem ríkir á milli kirkju og samfélags, þar sem einkum er horft til hefða, valds og lýðræðis.
29. október
„Til endimarka jarðarinnar.“ Kristin trú í hnattvæddum heimi
Rætt verðu um hnattvæðing-una og framtíð kristinnar trúar. Einkum tvær áskoranir blasa þar við, annars vegar færist þyngdar-punktur kirkjunnar frá Vesturlöndum til annarra heimshluta, einkum í Afríku og S-Ameríku. Hins vegar skapa tengsl kristinnar við önnur trúarbrögð margvíslegan vanda.