Dómkirkjan

 

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 9. ágúst kl.11:00.

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 9. ágúst kl.11:00. Dómkórinn syngur og organisti er Eyþór Franzson Wechner. Hér er mynd af styttunni Móðurást eftir Nínu Sæmundsson, sem er í Mæðragarðinum gengt Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötunni. Styttan var sett upp í garðinum 1928. Í vetur fáum við marga góða gesti til okkar í Opna húsið á fimmtudögum m.a. kemur Hrafnhildur Schram, listfræðingur og fræðir okkur um list Nínu Sæmundsson.

image-1

Laufey Böðvarsdóttir, 4/8 2015

Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Kyrrð, bænir og falleg orð. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Á morgun er það Katrín sem er gestakokkur, hún verður með eitthvað gott handa mannskapnum. Minni á að Bach tónleikar Ólafs Elíassonar sem alla jafna eru á þriðjudagskvöldum, falla niður annað kvöld sem og í næstu viku.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2015

Níundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, 2. ágúst messa kl. 11 Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Ástbjörn Egilsson fyrrum kirkjuhaldari verður meðhjálpari. Dómkórinn og organisti er Eyþór Franzson Wechner. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/7 2015

Söngvar um ástina og lífið Tónleikar, í dag miðvikudaginn 29.júlí kl. 12:15 Söngvar um ástina og lífið Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanó Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/7 2015

Þar sem Ólafur Elíasson er að fara utan, þá falla Bach tónleikarnir niður 3 næstu þriðjudaga. Ólafur mætir galvaskur aftur 18. ágúst.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2015

Það er lífleg vika framundan hjá okkur í Dómkirkjunni.

Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Hugleiðing, bænir og falleg tónlist. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Gestakokkur morgundagsins er Katrín okkar, það verður eitthvað gómsætt sem hún framreiðir.
Á miðvikudaginn kl. 12:15 eru tónleikar í hádeginu
Söngvar um ástina og lífið.
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanó. Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.
Sunnudaginn 2. ágúst er messa kl. 11:00 og þá prédikar og þjónar fyrir altari Karl Sigurbjörnsson, biskup. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2015

Minni á Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30 – 21:00

Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld. Aðgangur ókeypis. Um Ólaf Elíasson: Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“ Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum. Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud: https://soundcloud.com/lafur-el-asson

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2015

Mark Damisch leikur verk eftir Copland, Gershwin og Chopin í Dómkirkjunni 2. ágúst. Hér má lesa nánar um Mark: http://dev.brianlis.com/mark/

Laufey Böðvarsdóttir, 25/7 2015

Söngvar um ástina og lífið

Tónleikar , miðvikudaginn 29.júlí kl. 12:15

Söngvar um ástina og lífið
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og
Sólborg Valdimarsdóttir píanó
Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir stundaði nám í Glasgow við The Royal Conservatoire of Scotland þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá óperudeild skólans sumarið 2014.
Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir leiðsögn Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa Dröfn söng nokkur óperuhlutverk á námstímanum og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tilefni.
Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg kennt á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014. Miðaverð 1500 kr / 10 evrur

Songs of love and life. Concert 29 July
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-soprano and Sólborg Valdimarsdóttir piano
A classical program including icelandic and scandinavian songs and perhaps an aria or two.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/7 2015

Messa sunnudaginn 24. júlí klukkan 11:00. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS