Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. október kl. 11.00.
Feðginin Una Margrét og Reynir Lyngdal lesa ritningarlestra, en Una Margrét fermist í Dómkirkjunni í vor. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Minni á sunnudagaskólann á kirkjuloftinu, fræðandi og skemmtilegt barnastarf sem Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2015
Eyrún skrifaði sögulegu skáldsöguna um Ljósmóðurina sem kom út fyrir jól 2012. Hún mun segja frá tilurð þess að hún skrifaði sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og ræða mörk skáldskapar og veruleika.
Opna húsið er í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a frá kl. 13:30 -15:30. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2015
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, Ásta okkar er með eitthvað gómsætt og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns.
Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2015
Við leggjum af stað kl. 16:00 frá Dómkirkjunni, Kirkjutorgi, og komum heim um kl. 16:00 daginn eftir.
Vinsamlegast látið Laufeyju vita, fyrir kl 16 miðvikudag, hvort þið komist með í ferðalagið, á netfangið laufey@domkirkjan.is.
Á miðvikudaginn var kom í ljós að skólasund sumra nemenda í Hagaskóla rekst á við fermingarfræðsluna. Verið er að vinna í því að leysa það mál og er sennilegt að við getum haldið okkar tíma. Næsta kennslustund verður því í dag miðvikudag 30. sept. kl.16:00.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2015
í dag, þriðjudager bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, súpa og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns. Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Hér koma nokkrar myndir frá kyrrðardegi Dómkirkjunnar sem var sl. laugardag. Kyrrðardagur er hvíldardagur, þar sem færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiddi kyrrðardaginn og voru þátttakendur alsælir með daginn og héldu heim glaðir og endurnærðir.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2015