Dómkirkjan

 

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. október kl. 11.00.
Feðginin Una Margrét og Reynir Lyngdal lesa ritningarlestra, en Una Margrét fermist í Dómkirkjunni í vor. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Minni á sunnudagaskólann á kirkjuloftinu, fræðandi og skemmtilegt barnastarf sem Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2015

Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Eyrún skrifaði sögulegu skáldsöguna um Ljósmóðurina sem kom út fyrir jól 2012. Hún mun segja frá tilurð þess að hún skrifaði sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og ræða mörk skáldskapar og veruleika.
Opna húsið er í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a frá kl. 13:30 -15:30. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2015

Bach, bænastund og æskulýðsstarf á þriðjudegi.

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, Ásta okkar er með eitthvað gómsætt og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns.
Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2015

Þann 4. október sem er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2015

Gefandi og góð messa í Kolaportinu um liðna helgi. Sr. María Ágústsdóttir, séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni þjónuðu. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving spiluðu og sungu. Kolaportsmessurnar eru síðasta sunnudags hvers mánaðar, allir velkomnir.

IMG_3622

IMG_3621

IMG_3606

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2015

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur verður gestur okkar á morgun, fimmtudag í Opna húsinu. Hann æltar að spjalla um Vínlandið góða og sýna myndir. Opna húsið er í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a frá kl. 13:30-15.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2015

Fermingarbarnaferðalag í Vatnaskóg 1-2 október

Við leggjum af stað kl. 16:00 frá Dómkirkjunni, Kirkjutorgi, og komum heim um kl. 16:00 daginn eftir.
Vinsamlegast látið Laufeyju vita, fyrir kl 16 miðvikudag, hvort þið komist með í ferðalagið, á netfangið laufey@domkirkjan.is.

Á miðvikudaginn var kom í ljós að skólasund sumra nemenda í Hagaskóla rekst á við fermingarfræðsluna. Verið er að vinna í því að leysa það mál og er sennilegt að við getum haldið okkar tíma. Næsta kennslustund verður því í dag miðvikudag 30. sept. kl.16:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2015

Bæna-og kyrrðarstund, Ungdóm og Bach á þriðjudegi.

IMG_3565

IMG_3569

IMG_3580
í dag, þriðjudager bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, súpa og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns. Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Hér koma nokkrar myndir frá kyrrðardegi Dómkirkjunnar sem var sl. laugardag. Kyrrðardagur er hvíldardagur, þar sem færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiddi kyrrðardaginn og voru þátttakendur alsælir með daginn og héldu heim glaðir og endurnærðir.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2015

Hér eru nokkrar myndir frá messunni í dag. Hekla Sverrisdóttir og Thelma Yngvadóttir lásu ritningarlestrana, en þær fermast í Dómkirkjunni í vor. Einar Gottskálksson var meðhjálpari.

IMG_3596IMG_3599IMG_3592IMG_3594

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2015

Sjáumst á prjónakvöldi Dómkirkjunnar á morgun, mánudag kl. 19:00. Súpa, kaffi og súkkulaði. Auður Bergsteins ætlar að sýna okkur fallegt handverk sem hún hefur unnið. Allir velkomnir í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a. Hér er mynd frá prjónakvöldi síðastliðinn vetur.

IMG_2117

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...