Dómkirkjan

 

Ljómandi góð messa og stutt pílagrímsganga.

Séra Elínborg Sturludóttir prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði fyrir altari. Messunni var útvarpað það má hlusta á hana á Sarpnum. http://www.ruv.is/…/r…/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20150906
Stutt pílagrímsganga var fyrir messu, gengið var frá Landakoti og komið við í Hólavallakirkjugarði, séra Elínborg leiddi gönguna, íhugunarefni á göngunni var líf mannsins frá vöggu til grafar. Nú er sunnudagaskólinn byrjaður og erum við lánsöm að Ólafur Jón og Sigurður Jón verða með hann í vetur.
Minni á haustferðina fimmtudaginn 24. september, þá verður farið í Strandakirkju. Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju 898-9703 eða laufey@domkirkjan.is11988645_10153539504430396_2468331436995157493_n-1
11999547_10153539505045396_1405268398530849610_o

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2015

Stutt pílagrímsganga fyrir messuna í fyrramálið!!!

Pílagrímsmessa og barnastarf sunnudaginn 6. september kl. 11
Pílagrímamessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 6. sept. kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Pétur Pétursson les bæn í messubyrjun, Karólína Hulda Guðmundsdóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvik lesa ritningarlestrana.
Sunnudagsskólinn vetrarins byrjar, barnastarfið er á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Fyrir messuna verður boðið upp á stutta pílagrímagöngu um nágrennið. Lagt verður af stað frá Landakotskirkju kl. 10. Gengið verður um Hofsvallagötu-Ásvallagötu-Hólavallagarð og til Dómkirkjunnar. Íhugunarefni á göngunni verður líf mannsins frá vöggu til grafar.
Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2015

Sunnudagaskólinn byrjar sunnudaginn 6. september

Kæru foreldrar og forráðamenn!

Okkur langar að bjóða barn þitt/ykkar velkomið ásamt þér/ykkur í sunnudagaskólann.

Sunnudagaskóli Dómkirkjunnar er alla* sunnudaga frá og með 6. september 2015 til 24. apríl 2016. Stundin hefst kl. 11 á kirkjuloftinu. Samveran byggist á söngvum, bænum, Biblíusögum, leikjum og leikritum og lýkur kl. 12:00. Undir lok samverunnar fá börnin djús og kex og mynd til að lita auk lítils glaðnings. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er breytt út af venju og boðið uppá skemmtilegt föndur í stað hefðbundinnar samveru.

Við hvetjum þig/ykkur að láta sunnudagaskólann ekki fram hjá ykkur fara. Öll börn eru velkomin en samverurnar miðast við aldurshópinn 3 ára – 8 ára.

Hægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar um sunnudagaskólann í síma 520-9700 (sími Dómkirkjunnar). Þú/þið getið líka nálgast þær á http://www.domkirkjan.is/sunnudagaskoli/. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda línu á domkirkjan@domkirkjan.is

*Sunnudagaskólinn fer í frí kringum jól og páska.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2015

Pílagrímsmessa og barnastarf sunnudaginn 6. september kl. 11

Pílagrímamessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 6. sept. kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Pétur Pétursson les bæn í messubyrjun, Karólína Hulda Guðmundsdóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvik lesa ritningarlestrana.
Sunnudagsskólinn vetrarins byrjar, barnastarfið er á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Fyrir messuna verður boðið upp á stutta pílagrímagöngu um nágrennið. Lagt verður af stað frá Landakotskirkju kl. 10. Gengið verður um Hofsvallagötu-Ásvallagötu-Hólavallagarð og til Dómkirkjunnar. Íhugunarefni á göngunni verður líf mannsins frá vöggu til grafar.
Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2015

Fríður hópur fólks í heimsókn í Dómkirkjunni, en myndgæðin mættu vera betri. Karl Sigurbjörnsson, biskup tók á móti hópnum og sagði sögu okkar fallegu Dómkirkju. Á næsta ári eru 220 ár síðan þessi fagri helgidómur var byggður. Minni á bæna-og kyrrðarstundina í dag í hádeginu, létt máltíð í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar í kvöld frá 20-30- 21:00, Ólafur Elíasson leikur a flygilinn. Verið hjartanlega velkomin.

IMG_3291

Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2015

Opna húsið í Safnaðarheimilinu byrjar fimmtudaginn 17. september.

Opna húsið í Safnaðarheimilinu byrjar fimmtudaginn 17. september. Það er frá kl. 13-30-15.30. Við fáum marga góða gesti til okkar í vetur.
Haustferðin verður farin fimmtudaginn 24. september. Dagskráin fram að jólum kemur inn á heimasíðuna nú í vikunni. Hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2015

Afmælishátíð Í Hallgrímskirkju

11053183_1015998545088619_4186852166734811810_o

Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2015

Sunnudaginn 30. ágúst sem er 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Einnig er messa í Kolaportinu á sunnudaginn kl. 14.00 séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leika og syngja. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2015

Bænastund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl.12:10. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar annað kvöld, Ólafur Elíasson leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2015

Guðrún Árný og hljómsveit kl. 19 á Menningarnótt

Í Dómkirkjunni á Menningarnótt kl. 19:00 Guðrún Árný syngur og leikur á píanó, frumsamin lög og lög eftir bróður sinn Hilmar Karlsson. Með henni eru Pétur Valgarð á gítar, Ingólfur Sigurðsson á trommur og Birgir Steinn á bassa. Gestasöngvarar Jónína Aradóttir, Arnar Jónsson og Soffía Karlsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS