Dómkirkjan

 

Við messu á morgun, sunnudag prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup. Hekla Sverrisdóttir og Thelma Yngvadóttir lesa ritningarlestrana, en þær fermast í Dómkirkjunni í vor. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin, messan hefst klukkan 11:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2015

Sérlega skemmtileg ferð í gær í Strandarkirkju, í þessu líka dásamlega veðri. Karl, biskup var frábær fararstjóri og við fengum hlýjar móttökur og gómsætar veitingar í T-bæ. Hjartans þakkir fyrir samveruna. Minni á að á laugardaginn er kyrrðardagur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, messa kl. 11 á sunnudaginn í Dómkirkjunni og kl. 14 í Kolaportinu. Á mánudagskvöldið er prjónakvöld í safnaðarheimilinu kl. 19. Verið velkomin.

IMG_3518

IMG_3561

IMG_3539

IMG_3508

IMG_3559

IMG_3535

IMG_3499

IMG_3532

IMG_3527

IMG_3495

IMG_3487

IMG_3502

IMG_3482

IMG_3480

IMG_3473

Laufey Böðvarsdóttir, 25/9 2015

Séra Sveinn er með erindi í Neskirkju á morgun, fimmtudag frá klukkan 18-20.

Á morgun 24. september í Neskirkju
„Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblían: Texti og túlkun. Kristin trú byggir á ritningum.

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?
UM KRISTNA TRÚ Í SÖGU OG SAMTÍÐ
Hvernig varð kristin trú til? Hver er Jesús, þessi sögulega persóna sem allt hverfist um og var tekinn af lífi í Jerúsalem? Hvernig stóð á því að hann varð Kristur í trúarjátningum kristninnar? Hvernig þróaðist kristin trú þegar horft er til trúarlegra athafna, skipulags og helgihalds? Hvernig var sambandi háttað við önnur samfélög á þeim slóðum þar sem kristin trú breiddist út? Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum og hvað einkennir hana? Hvernig á kristin trú að vera?
Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14.Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2015

Opna húsið haustið 2015

Dómkirkjan býður alla velkomna á Opna húsið í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, á fimmtudögum, kl.13:30-15:30. Góðir gestir koma í heimsókn, boðið er upp á kaffi og með því, að ógleymdri skemmtilegri og nærandi samveru.
Sjáumst fimmtudaginn 17. september
17. september Vinafundur, kaffi og samvera.
24. september Haustferð, farið verður í Strandakirkju.
1. október Páll Bergþórsson
8. október Eyrún Ingadóttir
15. október Bingó
22. október Anna Sigríður Pálsdóttir
29. október Helga Guðrún Johnson
5. nóvember Karl Sigurbjörnsson
12. nóvember Páll Benediktsson
19. nóvember Guðrún Ágústsdóttir
26. nóvember Hrafnhildur Schram
3. desember Aðventusamvera

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2015

Á fimmtudaginn verður farið í haustferð Dómkirkjunnar, leggjum af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13. Ferðinni er heitið í Strandarkirkju og síðan í kaffihlaðborð í T- bæ.
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703. Skráningu lýkur á morgun,miðvikudag.
Hér koma nokkrar myndir frá fyrri ferðum.IMG_2247

IMG_2326

IMG_2091

IMG_2335

IMG_2208

IMG_1381

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015

Fræðsla fyrir fermingarbörnin á morgun, miðvikudag frá 16-16:50 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015

Ungdóm í kvöld í safnaðarheimilinu, frá 19:30-21:00, farið í Mafíu leik og boðið uppá ítalskar flatbökur.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015

Ólafur Elíasson leikur Bach á flygilinn í kvöld, þriðjudagskvöld frá 20:30-21:00. Aðgangur ókeypis, verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015

Í hádeginu í dag er kyrrðar og bænastund í Dómkirkjunni. Hún hefst með orgelleik kl. tólf og lýkur um hálf eitt. Að henn lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Fyrirbænarefnum má koma til prestanna eða kirkjuvarðar. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinu á þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál. Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Veik trú er líka trú, sem Guð blessar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í gær, en þá vígði Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti djáknakandídat og tvo guðfræðikandídata.

Hrafnhildur Eyþórsdóttir var vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.

Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar: Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari.
_KRI9589 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...