Dómkirkjan

 

Helga Guðrún Johnson, rithöfundur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Opna húsið byrjar kl. 13.30, gott með kaffinu hjá Ástu okkar. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2015

Prjónakvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a mánudagskvöldið 26. október kl. 19:00 Súpa og sætt með kaffinu.

Ágústa Þóra Jónsdóttir kemur og kynnir nýja ullarblöndu.
“Gústa” er nafnið á nýju handprjónafyrirtæki sem hefur þróað nýja ullarblöndu, “mjúkull”, sem gerir íslensku ullina mýkri og slitsterkari. Á sama tíma býður Gústa nýja íslenska prjónahönnun á karla, konur og börn ókeypis á netinu. Ágústa Þóra Jónsdóttir stendur fyrir Gústa en fyrirtækið heitir samt ekki í höfuðið á henni. Ágústa segir: “Gústa amma mín, sem ég er skýrð í eftir, kenndi mér að prjóna og var alltaf að prjóna, mest vettlinga og hosur. Hún var dásamleg kona og yndisleg amma og ég hitti hana á hverjum degi enda stutt úr skólanum og heim til hennar á Ísafirði. Gústa hefur verið mér fyrirmynd og veitt mér innblástur í gegnum tíðina. Núna þegar ég stofna prjónafyrirtæki, fannst mér það liggja beinast við að nefna það eftir henni.”
Sjá nánar á gusta.is,
Sjáumst á manudagskvöldið.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2015

Séra Anna Sigríður verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Eyrún Ingadóttir kom í Opna húsið og sagði okkur magnaða sögu Þórdísar ljósmóður. Eyrún skrifar og segir skemmtilega frá, þannig að við hlökkum til að lesa næstu bók Eyrúnar.
Í liðinni viku var spilað bingó og fóru margir sáttir heim með vinninga.
Á morgun fáum við kæran gest í heimsókn, sr. Önnu Sigríði fyrrverandi dómkirkjuprest. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/10 2015

Sigurbjörn Þorkelsson prédikaði í Dómkirkjunni

Sigurbjörn Þorkelsson prédikaði í messunni sl. sunnudag, séra Hjálmar Jónsson þjónaði og Birgir Jóhannes var fermdur.
Falleg og áhrifamikil prédikun hjá Sigurbirni.
Birgi Jóhannesi óskum til hamingju með ferminguna og framtíð alla.
Þökkum ykkur fyrir samveruna á þessarri góðu stund í Dómkirkjunni.
Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, að henni lokinni er gómsætur hádegisverður að hætti Ástu.
Unglingastarfið hjá Ungdóm frá 19:30-21:00 í safnaðarheimilinu.
Minni líka á Bach tónleikana í kirkjunni frá 20:30-21:00 í kvöld. Hjartanlega velkomin.IMG_3734

IMG_3738

IMG_3742

IMG_3745

IMG_3765

IMG_3748

IMG_3771

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2015

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2015

Tónlistardagar Dómkirkjunnar
verða settir með hátíðarmessu kl. 11:00, sunnudaginn 25. október.

28. október mun Dómkórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit, flytja stórvirkið, Messías eftir Händel, í Eldborgarsal Hörpu Einsöngvarar verða þau: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson baritón. Stjórnandi er Kári Þormar.

1. nóvember, sem er allraheilagra messa, mun Harmóníukórinn syngja við morgunmessuna kl. 11:00 undir stjórn Krisztina K. Szklenár. Síðdegis mun Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar og Kári Þormar, dómorganisti, flytja tónlistardagskrá í minningu látinna.

3.nóvember kl.20.30
Ólafur Elíasson, píanóleikari, leikur Bach
4. nóvember kl.20.00 verður svokölluð Sálmasyrpa í Dómkirkjunni
dagskrá þar sem áheyrendur verða flytjendur og syngja
sálma upp úr sálmbók þjóðkirkjunnar.

5. nóvember kl.20.00
Kórtónleikar – Kór Menntaskólans í Reykjavík

7. nóvember kl.15.30
Lítil saga úr orgelhúsi, fyrir börn á öllum aldri. Höfundur Michel Jón Clark. Flytjendur Guðný Einarsdóttir, organisti og Bergþór Pálsson söngvari sem jafnframt er sögumaður. (útgáfutónleikar)

8. nóvember, frá kl. 12:00-20:00.
Þrjátíu íslenskir organistar verða með maraþontónleika í Dómkirkjunni af tilefni 30 ára afmælis Dómkirkjuorgelsins.

9. nóvember kl. 20:00 verða orgeltónleikar Kára Þormar.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Tónlistardaganna, nema á Messías

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2015

Í kvöld 18. október er Æðruleysismessa kl. 20, eigum saman kyrrðarstund. Hugleiðum og biðjum saman, iðkum 11. og 12. sporið saman. Félagi deilir með okkur reynslu sinni, við syngjum sálma og dveljum saman í nálægð við hvert annað og Guð. Stundin byrjar kl. 20:00

Laufey Böðvarsdóttir, 18/10 2015

MESSÍAS eftir Händel Írar ærðust af hrifningu þegar óratorían Messías eftir Händel var frumflutt í Dublin árið 1742. Enn í dag fá tónlistarunnendur í hnén þegar þeir heyra að í vændum sé að flytja þetta undurfagra meistaraverk enskrar tónlistarsögu. Og nú er komið að því: Dómkórinn í Reykjavík ásamt hljómsveit flytur Messías eftir Händel í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 28. október kl. 20:00.

Harpa-20082011_Nic-Lehoux_0

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2015

Sunnudaginn 18. október er messa kl. 11 og þá prédikar Sigurbjörn Þorkelsson og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.

Sunnudaginn 18. október er messa kl. 11 og þá prédikar Sigurbjörn Þorkelsson og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn osyngur undir stjórn Kára Þormar organista. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2015

Bingó í Opna húsinu á fimmtudaginn, Ástbjörn okkar Egilsson verður bingóstjóri. Opna húsið byrjar kl. 13:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2015

í dag, þriðjudag er bæna – og kyrrðarstund í hádeginu. Að henni lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinu á þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál. Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Klukkan 20.30-21.00 leikur píanóleikarinn Ólafur Elíasson nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni. Skemmtilegt unglingastarf í safnaðarheimilinu kl. 19.30-21.00.

IMG_3688

IMG_3677

IMG_3681

IMG_3698

IMG_3702

IMG_3714

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...