Dómkirkjan

 

Séra Þórir Stephensen gestur okkar á prjónakvöldi mánudaginn 27. apríl

Síðasta prjónakvöld vetrarins í kvöld kl. 19:00 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur ætlar að segja nokkrar gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar

Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2015

Út til Eyja

IMG_1893
IMG_1888
IMG_1903IMG_1878Nú styttist í vorferð Dómkirkjunnar. Stefnan er sett á Vestmannaeyjar fimmtudaginn 7. maí.
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is
Hér eru myndir frá Opna húsinu í liðinni viku, þegar hjónin i Annriki komu og fræddu okkur um þjóðbúninga og fleira skemmtilegt. Næsta Opna hús er fimmtudaginn 30. apríl, en þá er gestur okkar séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2015

Barnastarfinu á þessum vetri lýkur á sunnudaginn.

Messa kl.11 sunnudaginn 26. apríl séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Barn verður borið til skírnar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Vetrarstarfi Sunnudagsskólans lýkur á sunnudaginn, þannig að nú er um að gera að mæta börnin á kirkjuloftið til Óla Jóns og Sigga Jóns. Aðalfundur safnaðarins er haldinn að lokinni messu í Safnaðarheimilinu, Lækjarg0tu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2015

Séra Þórir Stephenssen verður gestur okkar á síðasta prjónakvöldi vetrarins mánudagskvöldið 27. apríl kl. 19:00

Síðasta prjónakvöld vetrarins mánudagskvöldið 27. apríl kl. 19:00.
Gestur okkar að þessu sinni verður séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur, Þórir ætlar að segja okkur gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2015

Ungdóm í kvöld, þriðjudagskvöld

Í kvöld verður síðasta samvera vetrarins og ætlum við að fara í skemmtilega útileiki saman. Við ætlum að hittast í safnaðarheimilinu og stefnum á að fara þaðan saman í hljómskálagarðinn kl. 19:50. Sjáumst!

Mbkv.
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2015

Góðir gestir að austan í messunni í dag.

Gaman að fá gesti frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Gaulverjabæ í messuheimsókn í dag. Kristín las bæn í messubyrjun og Margrét og Þórarinn lásu ritningarlestrana. Frábær söngur og tónlistarfutningur undir stjórn Hauks A Gíslasonar organista, góð predikun sr. Jóns Dalbú Hróbjartsson og skemmtileg samvera í safnaðarheimilinu. IMG_1907IMG_1910IMG_1937

IMG_1934

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015

Æðruleysismessa í kvöld kl 20.00

Nýtt lag við bæn Gísla á Uppsölum „Gef mér kærleik“ verður flutt af Ásbjörgu Jónsdóttur höfundi þess í æðruleysismessu í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. apríl kl. 20.00. Fritz Már Jörgenson predikar, Karl V, Matthíasson leiðir messun og Sveinn Valgeirsson fer með bænina. Ástvaldur Traustason spilar undir söng. Þá syngur Ásbjörg einnig önnur lög.

Að venju mun svo einn úr hópii kirkjugest deila með okkur reynslu sinni. Æðruleysismessurnar eru fullar af gleði, von og bjartsýni. Reynslan sýnir að þessar messur eru mjög uppörvandi og gefandi. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015

Eftir dásamlega tónleika Dómkórsins í Laugarneskirkju í vikunni, flugu félagar úr Dómkórnum utan í morgun ásamt Kára Þormar, dómorganista. Dómkórinn mun syngja í kirkju heilags Dóminiks í Lizzabon á laugardaginn. Góða ferð og njótið.

17423_10153172433640396_8727701061272936859_n-1

Laufey Böðvarsdóttir, 16/4 2015

Fáum góða gesti frá Eyrarbakkaprestakalli í messuna á sunnudaginn. Minni á æðruleysismessuna kl. 20 á sunnudagskvöld.

Messa kl. 11. Heimsókn frá Eyarabakkaprestakalli.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli prédikar, séra Sveinn Valgeirsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Kórar Stokkseyrar- og Eyrarbakkasókna syngja undir stjórn Hauks A. Gíslasonar organista. Barnastarfið í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Æðruleysismessa kl. 20. Fritz Már Jörgensson prédikar. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/4 2015

Þjóðbúningar og skart

Á morgun, fimmudag verða gestir okkar í Opna húsinu hjónin í Annríki en þau sérhæfa sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. .
Ásmundur Kristjánsson er vélvirki og gullsmiður og Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðinemi.
Sjáumst á morgun, kaffi og vöfflur og skemmtileg samvera.
Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS