Dómkirkjan

 

Hjartanlega velkomin á kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.30-21.00

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2016

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup. Dómkórinn syngur og Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 31. júlí, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Douglas. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2016

Sönghópurinn Fjárlaganefndin verður með tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, föstudag kl. 20.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2016

Messa kl.11 sunnudaginn 24. júlí séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lára Bryndís Eggertsdóttir er organisti og Dómkórinn syngur. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 17. júlí séra Hjálmar jónsson prédikar og þjónar, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2016

Séra Sveinn Valgeirsson sóknarpresturinn okkar er fimmtugur í dag 10. júlí. Sveinn heldur uppá daginnn með því að syngja messu í Dómkirkjunni í dag kl. 11. Séra Sveini og fjölskyldu hans óskum við allra heilla og hlökkum til að fagna með honum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2016

Kveðja frá síunga sóknarprestinum okkar honum séra Sveini Kæru vinir. Á sunnudaginn kemur, 10. júli, verð ég fimmtugur (og Biblíufélagið 201 en það er önnur saga). Ég ætla að halda uppá daginn með því að syngja messu í Dómkirkjunni kl. 11:00 og að henni lokinni verður kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu. Allir velkomnir; Gjafir óþarfar en bendi á Líknarsjóð Dómkirkjunnar eða Hjálparstarf kirkjunnar ef þú ætlar að koma og hefur óstjórnlega þörf til að eyða fé af þessu tilefni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/7 2016

Gulli Björnsson er klassískur gítarleikari og tónskáld í meistaranámi við Yale School of Music í Bandaríkjunum. Hann verður með tónleika í Dómkirkjunni á morgun, miðvikudag í hádeginu Lögin eru eftir P. Glass, Van Stiefel og hann sjálfan. Verið velkomin, frítt inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar við messa á sunnudaginn kl. 11. Fermd verður Carmen Inga Tryggvadóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS