Dómkirkjan

 

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu í dag verður í Safnaðarheimilinu. Léttur hádegisverður að henni lokinni. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2015

Orgeltónleikar mánudagskvöldið 9. nóvember kl. 20:00 á Tónlistardögum Dómkirkjunnar Kári Þormar frumflytur orgelverkið EO eftir Halldór Smárason en það var samið að beiðni Dómkórsins í Reykjavík í tilefni af 30 ára afmæli Schuke orgels kirkjunnar. Á dagskránni eru einnig verk eftir Jón Nordal, Gísla Jóhann Grétarsson, J.S. Bach og C. Franck. Aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2015

Orgelmaraþon frá klukkan 12-19.30 sunnudaginn 8. nóvember

Þeir sem koma fram eru:
Lenka Mátéová Steingrímur Þórhallsson Björn Steinar Sólbergsson Magnús Ragnarsson Hörður Áskelsson Arnhildur Valgarðsdóttir Kjartan Sigurjónsson Helga Helga Þórdís GuðmundsdóttirStefán Helgi Kristinsson Julian Hewlett Sólveig Anna Aradóttir Bjartur Logi Guðnason Skarphéðinn Þór Hjartarson Hilmar Örn Agnarsson Steinar Logi Helgason Elisabet Thordardottir Douglas Brotchie Friðrik Arngerður María Árnadóttir Kári Allansson Jón BjarnasonÁsta Haraldsdóttir Glúmur Gylfason Örn Magnússon Guðný Einarsdóttir ásamt norskum orgelnemum
Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2015

Orgelmaraþon í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag frá kl. 12 fram á kvöld.

Í tilefni af því af 30 ár eru liðin frá vígslu orgelsins í Dómkirkjunni þá höldum við upp á það með að fá 30 organista til að leika á orgelið.
En óttist eigi, þeir munu ekki spila allir í einu heldur hver og einn í 10 til 15 mínútur í senn.
Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/11 2015

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 8. nóvember.

Messa kl.11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Marinó Þorsteinsson les bæn og ritningarlestrana lesa þeir Arnfinnur U. Jónsson og Steini Þorvaldsson.
Efir messuna verða 30 organistar með tónleika í Dómkirkjunni fram á kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2015

Á morgun, fimmtudag mun Karl Sigurbjörnsson, biskup segja frá einhverju skemmtilegu og áhugaverðu. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a og byrjar kl. 13:30. Veislukaffi hjá Ástu, sjáumst kát.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2015

Guðný Einarsdóttir, organisti og Bergþór Pálsson sögumaður í Dómkirkjunni, laugardaginn 7. nóvember kl. 16.

12096023_10153221752051056_8439883180385291227_n

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2015

Sálmasyrpa í Dómkirkjunni 4. nóvember kl. 20.

Allir sálmarnir sem þú vildir syngja en þorðir ekki, kannski út af því að kórinn syngur sálmana fyrir þig eða enginn annar syngur í kirkjunni.
Þá er þetta tilvalið tækifæri fyrir þig að koma og syngja hástöfum, því kórinn verður í fríi og allir aðrir í kirkjunni syngja við þrumandi undirleik Kára Þormar og Margrét Bóasdóttir stýrir fjöldasöng.
Sungnir nýjir og gamlir sálmar úr sálmabók íslensku Þjóðkirkjunnar.
Allir hjartanlega velkomnir
Aðgangur ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2015

Orgeltónleikar Kára Þormar sem vera áttu mánudaginn 2.nóvember frestast til mánudagsins 9.nóvember

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2015

Á allra heilagra messu prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Á allra heilagra messu þann 1. nóvember kl. 11:00 prédikar og þjónar fyrir altari Karl Sigurbjörnsson, biskup. Bráðskemmtilegur og fræðandi sunnudagaskóli á kirkjuloftinu með þeim Óla Jóni og Sigga Jóni.

Séra Guðjón Skarphéðinsson fermir Vigdísi Freyju Gísladóttur. Harmóníukórinn syngur undir stjórn Krisztinu K. Szklenár. Organisti Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...