Dómkirkjan

 

Fjölskyldumessa með bæn fyrir friði
Framtíðarvon um frið á jörð
í Dómkirkjunni, 23. október kl. 11. Lestrar úr Dagbók Hammarskjölds, ritum Móður Teresu og Biblíunni. Kór MR syngur undir stjórn Kára Þormar. Vera Knútsdóttir, fulltrúi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi flytur ávarp. Lesarar menntaskólanemarnir: Salvör Schram, Eva Rún Ólafsdóttur, Snæfríður Kjartansdóttir, Viktor Karl Sigurbjörnsson og Sigurbergur Hákonarson, og mæðgurnar Kristín Þorsteinsdóttir, sem mun fermast í vor, og María Ellingsen.
Berglind Pétursdóttir leikur á trompet og Magnús Már Björnsson syngur einsöng. Barnastarf á kirkjuloftinu undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur.
Prestar Karl Sigurbjörnsson og Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2016 kl. 11.43

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS