Dómkirkjan

 

Það verður notalegt í bæna-og kyrrðarstundinni í dag, eins og alla aðra þriðjudaga.Hittumst í Dómkirkjunni kl. 12:10 svo er léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu við Vonarstræti.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2015

Tónleikar, mánudagskvöldið 15. júni 2015 kl. 20:00.

Tónleikar, mánudagskvöldið 15. júni 2015 kl. 20:00.

Martin Frewer
Ágústa María Jónsdóttir
Kathryn Harrison
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir
spila íslensk sönglög & þjóðlög fyrir strengjakvartett
útsett af Martin Frewer
Aðgangseyrir 2.000

Arctic Light Quartet
Icelandic Popular Songs & Folk Music
arranged for string quartet
by Martin Frewer

Efnisskráin

Sigfús Halldórsson Dagný Lady’s name

Sigfús Halldórsson Við eigum samleið We leave together

Sigfús Halldórsson Tondeleyó On a sunny beach

Sigfús Halldórsson Ég vildi’ að ung ég væri rós I wish that I had been a rose when I was young

Sigvaldi Kaldalons Suðurnesjamenn Sailors from Southern Peninsula

Sigvaldi Kaldalons Á Sprengisandi On track accross central wilderness

Friðrik Bjarnason Hafið bláa hafið The Blue Ocean

Icelandic Folksong Sofðu unga ástin mín Sleep my little one

Icelandic Folksong Krummi Raven

Icelandic Folksong Móðir mín kví, kví My Mother

Icelandic Folksong Fifilbrekka gróin grund Dandylion slope

Þórarinn Guðmundsson Þú ert You are my delight

Árni Thorsteinsson Nótt Night

Hörður Torfason Ég leitaði blárra blóma I looked for a blue flower

Gunnar Þórðason Vetrasól Winter sunshine

Haukur Morthens Ó, borg mín borg Oh, My Town

Svavar Benediktsson Nótt í Atlavík Night in Atlavík

Jón Jónsson Katarína Lady’s name

Gisli Helgason Kvöldsigling Evening Boat Trip

Óðinn Valdimarsson Ég er komin heim I’m back home

Vilberg V. Vilbergsson Eitt kvöld í Paris One evening in Paris

Jón Múli Árnason Fröken Reykjavík Miss Reykjavík

Laufey Böðvarsdóttir, 14/6 2015

Messa sunnudaginn 14. júní kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2015

Góðir gestir frá Bandaríkjunum og Noregi, nutu leiðsagnar Karls biskups í dag.

IMG_2630

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2015

Skólaslit Tjarnarskóla voru í Dómkirkjunni í dag. Hér er Margrét skólastjóri að undirbúa athöfnina. Skólinn er til húsa í Lækjargötu 14, í sama húsi og Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Tjarnarskóli fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og óskum við skólanum allra heilla á þessum tímamótum. Við erum þakklát fyrir að hafa svona góða granna, hjartanlega til hamingju.

IMG_2634

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2015

Bach tónleikar í kvöld, þiðjudag kl. 20:30-21:00. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2015

Tónleikar í Dómkirkjunni, mánudaginn 8. júní kl. 16:30. Ókeypis aðgangur.

Tónleikar í Dómkirkjunni, mánudaginn 8. júní kl. 16:30. Ókeypis aðgangur.
Anna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman!

Anna Fält frá Finnlandi er söngvari og söngkennari sem elskar norræna þjóðlagatónlist. Undanfarin ár hefur hún haldið fjölmarga tónleika þar sem stórkostleg rödd hennar og heillandi sviðsframkoma hafa sigrað hjörtu áheyrenda. Anna hefur sérhæft sig í sönghefðum Finnlands og Svíþjóðar þar sem hún sameinar bjarta söngrödd sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu austur-evrópu.

Auk einsöngstónleika hefur Anna tekið þátt í samstarfi með stórum og litlum tónlistar- og fjöllistahópum, kennt þjóðlagasöng og starfað sem blaðamaður.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/6 2015

Fyrsti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð – Sjómannadagurinn

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar við messu kl. 11 á Sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní. Séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.
Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng, Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2015

Bænastund og Bach á þriðjudegi.

Verið hjartanlega velkomin á bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12:10.
Annað kvöld eru Bach tónleikar, Ólafur Elíasson leikur á flygilinn milli klukkan 20:30-21:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2015

Verið velkomin til messu sunnudaginn 31. maí kl. 11:00 þá prédikar séra Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...