Dómkirkjan

 

Camerartica 2015 flyer

Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2015

Bach tónleikar í kvöld 8. desember kl. 20:30-21:00. Ólafur Elíasson leikur á flygilinn. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015

Sprell og leikir hjá Ungdóm í kvöld í safnaðarheimilinu frá 19:30-21:00

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2015

Sunnudaginn 13. desember er messa klukkan 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, organista. Klukkan 14 er norsk messa þar sem séra Hjálmar prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/12 2015

Helgihald í desember í Dómkirkjunni

Annan sunnudag í aðventu, 6. desember
Messa kl. 11:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn og Kári Þormar.
Barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00. Arndís Linn prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja.
Þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, barnastarf á kirkjuloftinu
Norsk messa kl. 14 séra Þorvaldur Víðisson prédikar.
18. desember
Jólamessa Menntaskólans í Reykjavík kl. 14:00, séra Hjálmar Jónsson.
Fjórða sunnudag í aðventu, 20. desember
Boðið er til Jólasöngva fjölskyldunnar kl. 11. Þar gefst tækifæri að syngja saman aðventu og jólasálma, rifja upp gamla og læra nýja. Á milli verða lesin ljóð og ritningartextar. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Barnastarf hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Æðruleysismessa kl. 20:00.
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Dönsk messa kl. 15 séra María Ágústsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur.
Aftansöngur kl. 18, séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Miðnæturmessa kl. 23:30, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar
Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Annar dagur jóla, 26. desember
Messa kl. 11:00, Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar.
Sunnudagur milli jóla og nýárs, 27. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson predikar.
Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar.
Nýársdagur, 1. janúar
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
3. janúar
Messa kl. 11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur við messurnar og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2015

Sunnudaginn 6. desember
Messa kl. 11:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista.
Skemmtilega barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00. Séra Arndís Linn prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2015

Kæru vinir, það er jólalegt um að litast hér í miðborginni, þessa dagana, ljósadýrð og snævi þakinn jörð. Nú er síðasta Opna húsið á þessu ári á morgun, fimmtudag kl. 13.30 í safnaðarheimilinu. Falleg aðventustund, Karl Sigurbjörnsson biskup talar, heitt súkkulaði með rjóma, smákökur ofl. góðgæti hjá Ástu okkar. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2015

Snjókallagerð

Í kvöld verður Ungdóm-samveran úti í snjónum. Komið vel klædd því við ætlum í snjókast og búa til snjókalla. Endum svo fundinn með helgistund og heitu kakói. Sjáumst

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2015

Kæru vinir, kyrrðarstundin á hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2015

1. sunnudagur í aðventu – messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns. Sænsk messa kl. 15. Aðventukvöld kl. 20 ræðumaður kvöldins er Karl Sigurbjörnsson, biskup. Dómkórinn og Kári Þormar. Kaffi og jólasmákökur í safnaðarheimilinu í boði Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar, Verið hjartanlega velkomin.

IMG_0722

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...