Lífleg vika framundan í safnaðarstarfinu í Dómkirkjunni. Prjónakvöld kl. 19 í dag, súpa og skemmtilegur félagsskapur. Á morgun þriðjudag er kyrrðar-og bænastund kl. 12 og létt máltíð á eftir. Þessar stundir eru ómetanlegar, gott að næra andann í amstri hversdagsins. Öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 leikur Ólafur Elíasson prelódíur og fúgur Bach í Dómkirkjunni. Það eru dásamlegar stundir. Á miðvikudaginn kl. 18 er Samtal um trú, en þá mun séra Sveinn Valgeirsson fjalla um Filippus Melankton. Máltíð og kaffi. Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur verður gestur okkar í Opna húsinu, fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Hann mun fjalla um bók Guðna Th. Jóhannessonar forseta, sem Guðni skrifaði um forsetana Svein, Ásgeir, Kristján og Vigdísi. Karl biskup les ljóð og Ásta gleður okkur með ljúffengum veitingum. Messa og sunnudagskóli á sunnudaginn kl. 11 og aðalfundur eftir messu. Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flytur Jóhannesarpassíuna 1 og 2. apríl í Langholtskirkju. Það verða glæsilegir tónleikar, hægt er að kaupa miða á midi.is. Hlökkum til að sjá ykkur, það er margs að njóta.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2017