Dómkirkjan

 

Prjónakvöld í safnaðarheimilinu, mánudag kl. 19. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góða stund með ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttir vígð til prestsþjónustu Sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 11 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttur til þjónustu prests í Hjallaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða sr. Gísli Jónasson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Páll Ágúst Ólafsson. Sr. Sigfús Kristjánsson lýsir vígslu og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017

Marta Ragnarsdóttir verður gestur okkar í dag í Opna húsinu, hún ætlar að segja okkur sögur af forfeðrum sínum. Ásta er komin úr sólinni og veisluborðið hennar á sínum stað. Karl biskup les ljóð og e.t.v. koma félagar úr kór Menntaskólans í Reykjavík og syngja nokkur lög fyrir okkur. Góður fimmtudagur framundan, hlökkum til að sjá ykkur. Hér fylgja nokkrar myndir frá liðnum fimmtudögum

IMG_1628

IMG_1626

IMG_1684

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2017

Minnum á opið hús í Safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudag, kl. 13.30. Marta okkar Ragnarsdóttir segir okkur góðar sögur af forfeðrum sínum. Við eigum von á góðum gestum, dýrindis veitingum og skemmtilegu samfélagi, Komdu fagnandi!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2017

Prestvígsla á sunnudaginn kl.11 og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu.

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir Karen Lind Ólafsdóttur til Hjallakirkju. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Dómkórinn og Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2017

Á morgun, þriðjudag er bæna- og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Góður málsverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni, Katrín okkar verður gestakokkur á morgun. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.30 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis inn. Ungdóm er 19.30-21.00 í safnaðarheimilinu á þriðjudagskvöldum, þar hittast fermingarbörnin með æskulýðsleiðt. Steinn Völundur Halldórsson lék á básúnu í messunni í gær og organisti var Kári Þormar, hér eru þeir félagar klárir í messuna.

IMG_1701

IMG_1697

Laufey Böðvarsdóttir, 20/2 2017

Æðruleysismessa í kvöld kl. 20. Hér er kveðja frá sr. Karli Matthíassyni.

Þannig er málum háttað að ég mæti í Dómkirkjuna í kvöld kl 20:00 til að tala um hvað Orð Guðs er uppbyggjandi, gleðjandi, seðjandi og sterkt.
Ég hvet þig til að koma. Mjög einlægur og góður maður mun deila með okkur reynslu sinni. Dómkirkjupresturinn sjálur mun fara með bænir, sr Sveinn Valgeirsson. Hinn órúlega yfirvegaði Ástvaldur Traustason mun leika á flygilinn en einning kemur frábær söngkona Myrra Rós Þrastardóttir og Júlíus Björgvinsson leikur undir á hljóðfæri. Þessi messa heitir æðruleysismessa og ertu hjartanlega velkonin(n).

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2017

Lúther og lífsgleðin verður umræðuefni fyrirlesturs dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í dag laugardaginn 18. febrúar kl.18. Dr. Sigurjón Árni mun bera saman Lúther og Predikarann og matreiða efnið á ögrandi og nýstárlegan máta. Lúther tók veruleikann mjög alvarlega og var sér vel meðvitaður um dökku og björtu hliðar mannlífsins.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2017

Æðruleysismessa á morgun, sunnudag kl. 20 í Dómkirkjunni.
Kæru félagar, vinir og aðrir, nú ætlum við að koma saman, biðja og íhuga, eiga stund saman frammi fyrir Æðri mætti, í nærveru við anda tólf sporanna. Sr. Karl mun flytja hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða okkur í bæn, Ástvaldur verður við píanóið, félagi flytur reynslusögu og við fáum til okkar góða gesti, þau Myrru Rós Þrastardóttir og Júlíus Björgvinsson. Þar sem Myrra mun syngja fyrir okkur og Júlíus spilar undir.
Það eru allir velkomnir ♥

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2017

Boðið verður til „samtals um trú“ sex miðvikudagskvöld á föstunni í safnaðarheimili Dómkirkjunnar kl. 18.00-20.30. Léttur kvöldverður borinn fram. 1. mars Sr. Karl Sigurbjörnsson: Lúther. Ævi og starf. 8. mars Sr. Sveinn Valgeirsson: Lúther og barnafræðslan. 15. mars Sr. Karl Sigurbjörnsson: Gissur Einarsson og siðbótin á Íslandi. 22. mars Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: Lúther og þjóðkirkjuhugtakið. 29. mars Sr. Sveinn Valgeirsson: Filippus Melankton. 5. apríl Sr. Kristján Valur Ingólfsson: Lúther og söngurinn. ​

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...