Dómkirkjan

 

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður á morgun, þriðjudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2017

Þessi flotta söngkona Sólrún Hedda Hermannsdóttir söng í Opnu Húsi í gær og Kári Þormar lék á píanóið. Bestu þakkir fyrir skemmtunina.

18197374_790446311158222_1547368753_n IMG_2074 (1)

 

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2017

Skemmtilegur fimmtudagur framundan, Opna húsið kl. 13. 30 í Safnaðarheimilinu.

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/4 2017

Á sunnudaginn er messa kl. 11. Karl biskup prédikar og þjónar. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Athugið að þetta er síðasti sunnudagskólinn fyrir sumarfrí. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/4 2017

Síðasta prjónakvöld fyrir sumarfrí er mánudagskvöldið 24. apríl kl. 19:00. Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja létta máltíð, kaffi og sætmeti á vægu verði og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar. Sjáumst

thumb_IMG_3391_1024

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2017

Á sunnudaginn er messa kl. 11, þá mun séra Sveinn Valgeirsson prédika og þjóna. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón séra Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Athugið að sunnudagaskólanum fer að ljúka þennan veturinn, bara tvö skipti eftir. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Á mánudagskvöldið er síðasta prjónakaffið fyrir sumarfrí, það byrjar kl. 19. Súpa, kaffi og meðlæti. Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. BACH tónleikar í kvöld öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 27. apríl í safnaðarheimilinu. Þá mun Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verða gestur okkar. Hlökkum til að njóta sumarsins með ykkur, verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2017

Velkomin á bæna-og kyrrðarstundina í dag, þriðjudag kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. BACH tónleikar í kvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 27. apríl í safnaðarheimilinu. Þá mun Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verða gestur okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/4 2017

Séra Hjálmar prédikar í dag, afmælisdagurinn hans er í dag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrum dómkirkjuprestur á sjötugsafmæli í dag. Óskum báðum þessum góðu prestum hjartanlega til hamingju og Guðs blessunar. Messan er kl. 11. bílastæði við Þórshamar. Verið velkomin

Mynd frá Dómkirkjan.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2017

Æðruleysismessa í kvöld, annan dag páska. Dómkirkjan kl 20:00. Hlakka til að sjá þig. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar, sr. Karl V. Matthíasson leiðir og sr. Sveinn fer með bæn. Ástvaldur er á flyglinum. Nærumst af gleðiboðskap, fegurð og friði.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2017

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar á páskadag kl. 8 árdegis og kl. 11 mun frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédika og sr. Hjálmar og sr. Sveinn þjóna. Séra Hjálmar Jónsson prédikar við messu kl. 11 á annan í páskum. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS