Dómkirkjan

 

Dómkórinn með tónleika 12. nóvember í Hallgrímskirkju.

Dómkórinn flytur sálumessur eftir Gabríel Fauré og Maurice Duruflé á tónleikum í Hallgrímskirkju 12. nóvember næstkomandi. Báðar sálumessurnar eru til í fleiri en einni útgáfu en á tónleikunum verða þær fluttar af kór, tveimur einsöngvurum og við orgelleik. Söngvarar eru: Oddur Arnþór Jónsson barítón syngur í báðum verkunum, Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran í Fauré og Hanna Dóra Sturludóttir messósópran í Duruflé. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló í Duruflé. Stúlknaraddir úr Kór Menntaskólans í Reykjavík syngja jafnframt í Duruflé. Stjórnandi er Kári Þormar dómorganisti.

Þessar sálumessur eiga margt sameiginlegt og eitt af því er að þótt – eða kannski vegna þess – að þær eru til þess ætlaðar að minnast látinna er tónlistin blíð, svífandi og falleg. Bæði tónskáld sleppa kaflanum Dies Irae – degi reiðinnar – sem er yfirleitt fastur liður í öllum sálumessum, enda hefur verk Fauré verið kallað vögguvísa um dauðann.

Annað sem þessum verkum er sameiginlegt er að báðir höfundarnir voru franskir. Gabriel Fauré var rúmlega hálfri öld eldri, fæddur 1845, en Maurice Duruflé 1902, Fauré fulltrúi rómantísku stefnunnar en Duruflé alinn upp í gregorískum söng sem hann neyddist kannski til að nútímavæða í anda módernismans. Þrátt fyrir ýmis líkindi eru verkin samin á afar ólíkum tímum. Fauré semur sína sálumessu á árunum 1887-90 þegar nokkuð friðvænlegt er í kringum hann, en Duruflé byrjar á sinni í lok seinni heimsstyrjaldar með sprengjudrunurnar ferskar í kollinum og lýkur henni 1947.

Dómkórinn stendur reglulega fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum en áður hefur kórinn staðið fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum svo sem Sálumessu Mozarts, Messíasi eftir Händel og nú síðast Jóhannesarpassíunni eftir J.S. Bach í apríl á þessu ári.

Aðgangseyrir er 3.900 kr. Miðar eru seldir á midi.is

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2017

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson kynnir bókina Allt þetta fólk, Þormóðsslysið 1943 í Dómkirkjunni miðvikudag kl. 16.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2017

Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld og bæna-og kyrrðarstund í hádeginu alla þriðjudaga í Dómkirkjunni. Sjáumst á morgun!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2017

Það var líf og fjör hjá okkur í Opna húsinu sl. fimmtudag þegar Unnur Halldórsdóttir fór með vísur og sagði sögur.
Á fimmtudaginn kemur fáum við góðan gest, en það er
Lísbet Guðmundsdóttir sem mun segja okkur frá Skálanum við Lækjargötu.
26. október Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda syngja og leika
2. nóvember Kaffihúsastemning við Tjörnina.
9. nóvember Ármann Reynisson skáld
16. nóvember Hrólfur Jónsson spilar og syngur eigin lög.
23. nóvember Karl Sigurbjörnsson, biskup. Myndin af Jesú
30. nóvember Aðventustund, heitt súkkulaði og kræsingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sjáumst kl. 13.30 á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2017

Sunnudaginn 22. október kl. 11 mun Karl biskup prédika og þjóna í Dómkirkjunni. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi og hlökkum til að sjá ykkur.

IMG_4343 2

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2017

Fyrsta prjónakvöld vetrarins verður í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a mánudagin 23. október kl. 19. Nánar auglýst síðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2017

Séra Einar Tjelle prédikar sunnudaginn 15. október, en hann er aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Ólafi og Sigurði. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingishúsið. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2017

Sjáumst kl. 13.30 í dag, fimmtudag. Þá er opið hús í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar frá 13.30. Ásta tekur fagnandi á móti hópnum með glaðværð og sitt glæsilega veisluborð. Unnur Halldórsdóttir hagyrðingur frá Minni Borg í Grímsnesi verður gestur okkar. Karl biskup og séra Sveinn leiða þessa skemmtilegu stund. Verið hjartanlega velkomin.

IMG_3833 IMG_4237

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2017

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir skipuð prestur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fimm umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. nóvember nk. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Dómkirkjan býður séra Evu Björk velkomna til starfa og Guðs blessunar í starfi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2017

Séra Einar Tjelle prédikar sunnudaginn 15. október, en hann er aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.

Jörðin er náungi þinn!
Ráðstefna Alkirkjuráðsins um réttlátan frið við jörðina er nú haldin í Digraneskirkju í Kópavogi og á Þingvöllum. Þar er spurt hvernig trúarsamfélög geti fengið fólk til að taka þátt í þeirri umbreytingu sem vísindamenn og Parísarsamningurinn frá 2015 telja að sé nauðsynleg til þess að sporna við ofhlýnun jarðar. Spurt er hvort siðfræði samfélaga frumbyggja geti vísað veginn og hvernig hægt sé að koma til bjargar eyjasamfélögum í Kyrrahafi og Atlantshafi sem er ógnað af hækkandi sjávarstöðu vegna bráðnunar íss á pólsvæðum.
Í tilefni af ráðstefnunni og þátttöku fulltrúa Alkirkjuráðsins í Hringborði norðurslóða – Arctic Circle Assembly munu prestar sem getið hafa sér orðs fyrir framlag sitt til umhverfismála prédika í 6 kirkjum á höfuðborgarsvæðinu kl. 11 næstkomandi sunnudag, 15. október.
Dómkirkjan kl. 11:00 sunnudaginn 15. október
Prédikun: Séra Einar Tjelle, aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar.
Prestur: Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...