Dómkirkjan

 

Sunnudagur 26. ágúst

Næsta sunnudag 26. ágúst er messa kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 22/8 2012

Fermingarfræðsla

Safnaðarheimilið hefur ómað af hlátri þessa vikuna. Fermingarnámskeiðið byrjaði á mánudagsmorgunn,eða kannski öllu heldur á síðasta sunnudag með messunni. Síðan hafa þau komið alla daga kl. 9 og setið við framundir kl. 13. Sr. Anna Sigríður, sr. Sveinn Valgeirsson og Eva Björk Valdimarsdóttir hafa sinnt kennslunni og láta vel af samvistum við unglingana sem hafa verið námsfús og skemmtileg. Við sjáum fram á skemmtilegan vetur í samstarfinu við þennan hóp.

Ástbjörn Egilsson, 17/8 2012

Sunnudagur 19 . ágúst

Næsta sunnudag, þann 19. ágúst er messa kl. 11 þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 17/8 2012

Sunnudagur 12. ágúst

Næsta sunnudag 12. ágúst er messa kl. 11. Fermingarbörnum næsta árs og forráðamönnum er sérstaklega boðið til messunnar og verður fundur að henni lokinni þar sem rætt verður um fermingarfræðsluna. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari.
Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 9/8 2012

Sunnudagur 5. ágúst

Sunnudaginn 5. ágúst er messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 3/8 2012

29. júlí

Á sunnudaginn 29. júlí er messa kl. 11 að venju. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 25/7 2012

Sunnudagur 22. júlí

Næsti sunnudagur 22. júlí er 8. sd. eftir þrenningarhátíð samkvæmt kirkjuárinu. Í messunni kl. 11 prédikar sr. Þórir Stephensen fyrrv. Dómkirkjuprestur og annar fyrrv. sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Organisti er Kári Þormar en sönghópur úr Dómkórnum syngur. Einsöng í messunni syngur dótturdóttir sr. Þóris, Dagbjört Andrésdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 17/7 2012

Sunnudagur 15. júlí

Næsta sunnudag 15. júlí er messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári þormar

Ástbjörn Egilsson, 11/7 2012

8. júlí

Næsta sunnudag 8. júli er messað kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sem nú leysir af  vegna sumarleyfa, prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 4/7 2012

Sunnudagur 1. júlí

Á sunnudaginn kemur 1.júlí er messað kl. 11. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messan verður með færeysku yfirbragði þar sem við fáum heimsókn frá kirkjukórnum í Vestmanna í Færeyjum. Sr. Gunnþór Ingason mun lesa ritningartexta á færeysku. Organisti er Sigrún Þorsteinsdóttir og sönghópur úr Dómkórnum syngur einnig.

Ástbjörn Egilsson, 28/6 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-16

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Miðvikudagur

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00

Dagskrá ...