Dómkirkjan

 

Dómkirkjan ætlar að efna til ,,Slökkviliðsmessu“ sunnudaginn 9. október nk. kl. 11:00. Tilefnið er 220 ára afmæli kirkjunnar, en skrúðhús hennar (litla viðbyggingin) var fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur.

Dómkirkjan ætlar að efna til ,,Slökkviliðsmessu“ sunnudaginn 9. október nk. kl. 11:00.
Tilefnið er 220 ára afmæli kirkjunnar, en skrúðhús hennar (litla viðbyggingin) var fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur og var þá nefnt „Sacristie- og Spröjtehus.“ Þessu hlutverki gegndi skrúðhúsið frá 1827-1886. Þegar Dómkirkjan var stækkuð 1848 og núverandi skrúðhús byggt, var slökkvitækjunum ætlað það rými, sem nú geymir snyrtingu og forstofu. Athafnasvæði presta og meðhjálpara var þar fyrir innan, eins og nú er, en dyr þangað voru á austurvegg byggingarinnar. Þórir Stephensen: Dómkirkjan í Reykjavík,II,bls. 209-210.

Af þessu tilefni er boðið til sérstakrar guðsþjónustu með þátttöku slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fulltrúar þeitta munu lesa texta við messuna og fluttar verða bænir og þakkargjörð fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og starf þeirra í þágu bæjarbúa. Karl Sigurbjörnsson predikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Gamlir slökkvibílar og búnaður verða til sýnis við kirkjuna og eftir messu býður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar til messukaffis í Safnaðarheimilinu við Lækjargötu 14. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2016

Skemmtilegir gestir í Opna húsinu í dag, þeir Páll Bragi Kristjónsson sem sagði frá bernskuárum sínum á Bessastöðum og Jón Ragnar Ríkharðsson sem spilaði og söng. Gaman að fá góða gesti, takk fyrir skemmtunina.

14542695_10207098889169944_1710985087_n

14502085_10207098889969964_895825207_n

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2016

Séra Skúli S. Ólafsson prédikar í Dómkirkjunni sunnudaginn 2. október kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er Douglas A. Brotchie. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2016

Páll Bragi Kristjónsson segir frá bernskuárum sínum á Bessastöðum í Opna húsinu á fimmtudaginn. Einnig kemur Jón Ragnar Ríkharðsson með gítarinn og syngur fyrir okkur, þetta verður mikið fjör. Veislukaffi hjá Ástu okkar. Sjáumst kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu á fimmtudaginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2016

Kyrrðar- og bænastund í hádeginu í dag, léttur hádegisverður að hætti Ástu í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni kl. 20.30-21.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2016

Ljómandi skemmtileg haustferð í Hvalfjörðinn í gær, Karl biskup var fararstjóri. Skoðuðum merkilegt herminjasafn á Hlöðum, þar sem við borðuðum hádegisverð og Gaui sagði okkur frá hernáminu. Gaman var að koma í Hallgrímskirkju í Saurbæ, en þar sagði Karl biskup okkur margt áhugavert. Loks tók Ragnheiður Guðmundsdóttir, djákni á móti okkur í Innra – Hómskirkju, hún sagði frá kirkjunni og bauð síðan öllum hópnum í kaffi og þessar líka fínu veitingar. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

IMG_0365 (1)

IMG_0377

IMG_0407

IMG_0410

IMG_0417

IMG_0413

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2016

Sunnudagaskóli í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur guðfræðings og messa á sunnudaginn kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2016

Djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni

Sunnudaginn 25. september kl. 14:00 fer fram djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni.

Helga Björk Jónsdóttir vígist djáknavígslu til Vídalínskirkju í Kjalarnesprófstsdæmi, Ólafur Jón Magnússon vígist til prestsþjónustu hjá kristilegu skólahreyfingunni og Viðar Stefánsson til prestsþjónustu í Vestmannaeyjum í Suðurprófastsdæmi.

Vígsluvottar eru Sr. Jón Hrönn Bolladóttir, Margrét Gunnarsdóttir djákni, sr. Guðmundur Örn Jónsson, Sr. Ragnar Gunnarsson, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Sigurður Jónsson sem lýsir vígslu. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir annast vígslurnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2016

Ungdóm hefst í kvöld í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, kl. 20. Kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni og Bach tónleikar þar klukkan 20:30-21:00 í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2016

Fagnaðarfundir í Safnaðarheimilinu í dag þegar vetrarstarfið í Opna húsinu byrjaði. Næsta fimmtudag er haustferðin og þá verður farið í Hvalfjörðinn.

IMG_0340 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS