Dómkirkjan

 

Á morgun fáum við Þorvald Friðriksson „skrímslafræðing Íslands“ í heimsókn í Opna húsið. Þorvaldur hefur safnað skrímslasögum um margra ára skeið. Opna húsið er frá 13.30-15 og Ásta okkar er með veislukaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016

Á aðventukvöldi Dómkirkjunnar nk. sunnudagskvöld kl. 20 verður forsetafrúin okkar Eliza Reid gestur okkar og mun hún halda ræðu. Falleg tónlist og smákökur og kaffi í safnðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016

Sunnudaginn 20. nóv. kl. 14
Prestvígsla, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir.
Vígð verða:
Grétar Halldór Gunnarsson skipaður í Grafarvogsprestakalli R-eystra
Dís Gylfadóttir ráðin til prestsþjónustu hjá Hugarfari sem er félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið.
Vígsluvottar í Dómkirkjunni
Sigurður Jónsson
Guðrún Karls Helgudóttir
Guðmundur Karl Brynjarsson
Helga Soffía Konráðsdóttir
Gísli Jónasson
Hjámar Jónsson
Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2016

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni 20.nóvember kl. 20:00 og þú ert sérstaklega velkomin/n. Ástvaldur situr við píanóið, Ellen Kristjánsdóttir syngur, Sr. Karl leiðir bæði stundina og bænina og Díana Ósk flytur hugleiðingu. Megin þema stundanna er bataleið tólf sporanna og fáum við til okkar góðan félaga sem deilir reynslu sinni. Hlökkum til að sjá þig

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2016

Messa sunnudaginn 20. nóv kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti Douglas A. Brotchie. Messan á sunnudaginn er tileinkuð 200 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags. Forseti félagsins, Jón Sigurðsson, flytur ávarp. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2016

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði i Eþíópíu verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag. Sjáumst kl. 13:30 í Safnaðarheimilinu. Veislukaffi að hætti Ástu okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2016

Á morgun kemur Bjarki Sveinbjörnsson í Opna húsið kl. 13.30. Hann mun fjalla um Pétur Guðjónssen (1812-1877) sem var organisti við Dómkirkjuna. Verið velkomin. Hér koma nokkrar myndir úr safnaðarlífinu.

IMG_0846

IMG_0945 (2)

IMG_1016

IMG_1017

IMG_1018

IMG_1019

IMG_1020

IMG_1024

IMG_1045

IMG_1052

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2016

Næst síðasti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð — Kristniboðsdagurinn 13. nóvember. Messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Sigurðar Jóns Sveinssonar. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2016

UNGDÓM ætlar að fara í Hallgrímskirkju í kvöld, hittast þar kl. 19.30, æskulýðsfundinum lýkur um 21:30 Hlökkum til að sjá sem flesta Berglind og Siggi

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2016

Hátíðarmessa sunnudaginn 6. nóvember kl. 11 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar, séra Sveinn Valgeirsson, séra Hjálmar Jónsson, Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Ritningarlestrana lesa Elísa Schram og Marinó Þorsteinsson. Upphafsbænina les Ástbjörn Egilsson. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Messukaffi, Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...