Dómkirkjan

 

Orgeltónelikar Matthias Böhlert á föstudaginn kl. 14. Dómkirkjan Reykjavik Friday, May 26, 2017 – 14:00 Organ Recital Festive Organ Music from four centuries Composers: Samuel Scheidt, Nicolaus Bruhns, Johann Sebastian Bach, August Gottfried Ritter, Max Reger, Werner Zimmermann, Jean Titelouze On the Schuke organ: Church Music Director Matthias Böhlert Salzwedel (Germany)

Laufey Böðvarsdóttir, 22/5 2017

Matthias Böhlert verður með orgel tónleika í Dómkirkjunni föstudaginn 26.maí kl. 14. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/5 2017

Yndisleg messa í dag og gaman að fá allt þetta prúðbúna fólk. Nú er æðruleysismessa kl. 20 Dómkirkjunni. Verið velkomin.

IMG_2336 IMG_2356 IMG_2359 IMG_2341 IMG_2361 IMG_2375 IMG_2428

Laufey Böðvarsdóttir, 21/5 2017

Á sunnudaginn kemur verður þjóðbúningamessa í Dómkirkjunni kl. 11. Þjóðlagasveitin Þula syngur og spilar og við vildum hvetja fólk til að mæta í þjóðbúningum sínum. Við gleðjumst yfir landinu og lífi þess, sem nú fagnar vori og sumarkomu. Við blessum formæður okkar og forfeður og heiðrum minningu þeirra með því að lyfta fram íslenska þjóðbúningnum með sérstökum hætti.Væntanleg fermingarbörn, Ilmur Kristjánsdóttir, Lilja Hákonardóttir og Una Sigrún Zoega, lesa ritingarlestra. Karl Sigurbjörnssonm biskup prédikar. Dómkórinn syngur. Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet nemandi í orgelleik spilar forspil og eftirspil. Organisti Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2017

Norsk messa í dag kl. 14 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Séra Hjálmar Jónsson prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2017

Embætti sóknarprests Dómkirkjunnar í Reykjavík auglýst laust til umsóknar

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Dómkirkjunni í Reykjavík, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Skipað er í embættið frá 1. júlí n.k. til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní nk.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2017

Bach tónleikar í kvöld kl. 20.30. Ólafur Elíasson leikur á flygilinn. Frítt inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2017

Æðruleysismessa sunnudaginn 21. maí kl. 20. Æðruleysismessur snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2017

Við gleðjumst yfir landinu og lífi þess, sem nú fagnar vori og sumarkomu, með messu í Dómkirkjunni nk sunnudag kl. 11, á hinum almenna bænadegi. Þjóðlagasveitin Þula syngur og spilar íslensk þjóðlög, auk sálma. Sveitina skipa átta ung­menni á aldr­inum 15 til 17 ára stjórn Eydísar Franz­dóttur. Konur eru hvattar til að mæta í þjóðbúningum í tilefni vorsins. Væntanleg fermingarbörn, Lilja Hákonardóttir og Una Sigrún Zoega, lesa ritingarlestra. Karl biskup prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Kári Þormar.

IMG_2210 IMG_2201 IMG_2188 IMG_2173 IMG_2208 IMG_2204 IMG_2206 IMG_2194

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2017

Kjartan Örn Styrkárson leikur á trompet í messunni á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/5 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS