Dómkirkjan

 

Messa á morgun, sunnudag kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Oddur Björnsson les bæn og ritningarlestrana lesa þau Svava Bernharðsdóttir og Ólafur Hjálmarsson. Skemmtilegur og fræðandi sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin við Alþingi.
Æðruleysismessa er kl. 20. Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera. Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast.
Díana Ósk leiðir stundina, Fritz Már flytur hugleiðingu, félagi deilir reynslu sinni og Kristján Hrannar flytur frumsamin lög og texta
Á mánudagskvöldið kl. 19 eru tónleikar, Walter Payton kór frá Bandaríkjunum verða með klukkustundartónleika.
Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30.
Samtal um trú kl. 18 á miðvikudaginn, þá mun Kristján Valur Ingólfsson fjalla um aðskilnað ríkis og kirkju. Næstkomandi fimmtudag kemur Bjarni Harðarson í Opna húsið kl. 13.30.
Síðastliðinn fimmtudag var Gunnar Kvaran gestur okkar og sagði hann frá ýmsu skemmtilegu sem hefur á daga hans drifið sem sellóleikari.IMG_5983 IMG_5988

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2018 kl. 21.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS